Útlendingastofnun kom í veg fyrir að Alþingi gæti veitt ríkisborgararétt
Útlendingastofnun skilaði þingnefnd ekki umsóknum fólks sem sótti um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknarfrestur þar um rann út 1. október og stofnunin hefur því haft hátt í þrjá mánuði til að sinna skyldum sínum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stofnunina brjóta lög. Óboðlegt sé að undirstofnun komi í veg fyrir að Alþingi sinni lagalegri skyldu sinni.
Fréttir
1
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar fyrir þau fylgdarlausu börn sem dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunnar fyrir jólin. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Í svörum frá stofnuninni segir að börnin fái desemberuppbót upp á 5 þúsund krónur. Flest þessara barna þurfa að undirgangast aldursgreiningu og sá sem framkvæmir hana fær 260 þúsund krónur fyrir hverja greiningu.
Viðtal
Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Fréttir
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Afgreiðsla Útlendingastofnunar á umsókn Robyn Mitchell um ríkisborgararétt tók 20 mánuði. Stofnunin krafðist þess meðal annars að hún legði fram yfirlit yfir bankafærslur sínar, framvísaði flugmiðum og sendi samfélagsmiðlafærslur síðustu fimm ára til að færa sönnur á að hún hefði verið hér á landi. „Þessi stofnun er eins ómanneskjuleg og hægt er að hugsa sér,“ segir hún.
Fréttir
Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore var þingfest í morgun. Lögmaður segir hann aldrei hafa notið málsmeðferðar sem fórnarlamb mansals og kærunefnd útlendingamála reyni eftir megni að vefengja trúverðugleika hans.
Aðsent
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
Synjun um alþjóðlega vernd var staðfest á föstudag og nú skrifa vinir Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dómsmálaráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnina alla að veita honum landvistarleyfi hér á landi. Áfallið við úrskurð nefndarinnar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráðageðdeild um helgina.
Úttekt
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
FréttirCovid-19
Tugir útsettir fyrir smiti eftir hópsmit í búsetuúrræði Útlendingastofnunar
Átta umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa greinst smitaðir af Covid-19 og fleiri eru útsettir. Hælisleitendurnir búa í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunnar en stofnunin hefur áður verið gagnrýnd fyrir aðbúnað í tengslum við faraldurinn.
Vettvangur
Af hverju má ein sex ára stúlka búa á Íslandi en önnur ekki?
Coumba og Urður Vala eru báðar sex ára og byrjuðu í skóla í haust. Þær eru báðar fæddar á Íslandi og hafa búið hér og alist upp alla tíð. Íslensk yfirvöld hyggjast senda aðra þeirra úr landi en hina ekki.
Fréttir
„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“
Að óbreyttu verður fjögurra manna fjölskyldu, hjón og tvær dætur, sem búið hefur hér í tæp sjö ár vísað úr landi. Dæturnar, sem eru sex og þriggja ára, eru fæddar hér og uppaldar. Brynja Björg Kristjánsdóttir, sem kynntist eldri stúlkunni á leikskólanum Langholti, segir að það sé óhugnanlegt að búa í slíku þjóðfélagi.
Fréttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn skorta festu til að fækka komum hælisleitenda
Í grein um hælisleitendur segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, að stjórnmálin hlaupist undan „merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta.“ Hann vill auglýsa „strangt reglurverk“ og varar við þúsundum umsókna um vernd á fáeinum vikum.
Fréttir
Skora á Persónuvernd að hefja rannsókn á Útlendingastofnun
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent áskorun til Umboðsmanns Alþingis, Umboðsmanns barna og Persónuverndar um að taka miðlun Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum Khedr-fjölskyldunnar til athugunar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.