Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Afganistan
Svæði
Barn ranglega metið fullorðið í tanngreiningu

Barn ranglega metið fullorðið í tanngreiningu

Sautján ára barn var ranglega metið fullorðið í tanngreiningu hér á landi. Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, segir líkamsrannsóknir aldrei geta gefið nákvæma niðurstöðu á aldri. Aldrei hefur verið greitt jafn mikið fyrir tanngreiningar eins og á þessu ári.

Þegar hungur er eina vopnið

Þegar hungur er eina vopnið

Ramazan Fayari segist heldur vilja deyja á Íslandi, en að vera sendur aftur til Afganistan þar sem þjóðarbrot hans sætir ofsóknum og árásum. Hann hefur nú verið í hungurverkfalli í mánuð. Ísland heldur áfram að beita Dyflinnarreglugerðinni þrátt fyrir að fyrir liggi að evrópsk stjórnvöld hyggist áframsenda viðkomandi til Afganistan þar sem stríðsátök hafa færst í aukana undanfarin ár.

„Hún fái betra líf en ég“

„Hún fái betra líf en ég“

Abrahim átti að vera sendur aftur til Afganistan, þar sem hann hafði átt vonda æsku undir harðræði og ofbeldi talibana, sem myrtu fólk af ættbálki hans. Hann kom því til Íslands í þeirri von að dóttir hans fengi betra líf en hann sjálfur.

Ahmadi fjölskyldan fær alþjóðlega vernd á Íslandi

Ahmadi fjölskyldan fær alþjóðlega vernd á Íslandi

Átta manna fjölskylda frá Afganistan hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi, en vísa átti þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjölskyldan flúði heimaland sitt eftir að hafa orðið fyrir skelfilegri árás talibana.

Árásir dróna mun fleiri eftir að Trump varð forseti

Árásir dróna mun fleiri eftir að Trump varð forseti

Donald Trump rýmkar reglur um drónaárásir. Fleiri árásir hafa verið gerðar í Jemen á fyrstu dögum embættistíðar hans en árin 2015 og 2016 samanlagt.

Á átjánda degi hungurverkfalls

Á átjánda degi hungurverkfalls

Afganskur flóttamaður, Abdolhamid Rahmani, hefur verið í hungurverkfalli eftir að hann fékk þau skilaboð að honum yrði vísað úr landi og sendur til Grikklands. „Þetta er eina leiðin sem ég hef til að mótmæla stöðu minni,“ segir Abdolhamid með hjálp túlks í samtali við Stundina.

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag

Una heimsótti spítala þar sem 30 voru myrtir í dag

Í síðustu viku heimsótti Una Sighvatsdóttir hersjúkrahús í Kabúl til þess að ræða við kvenlækna sem leggja líf sitt í hættu með því að ákveða að mæta í vinnu og skóla á hverjum degi. Viðtal sem hún tók við kvenlækni þar birtist í morgun, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skömmu síðar var sjálfsmorðsárás framin á sjúkrahúsinu og að minnsta kosti þrjátíu drepnir. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst ábyrgð á árásinni.

Íslenskur liðsforingi  í flugrekstri í Litháen

Íslenskur liðsforingi í flugrekstri í Litháen

Garðar Forberg ólst upp í Lúxemborg, stundaði menntaskólanám á Íslandi en flutti svo til Þýskalands þar sem hann lauk liðsforingjanámi. Síðan hefur hann unnið fyrir íslensku friðargæsluna, meðal annars í Kosóvó og Afganistan, en undanfarin ár hefur hann rekið flugleigu í Litháen. Fyrirtækið sem hann rekur á fjórtán þotur sem það leigir út og var að stofna annað félag í Dóminíska lýðveldinu.

Rúmlega þrjú þúsund manns krefjast þess að Ahmadi fjölskyldan fái vernd

Rúmlega þrjú þúsund manns krefjast þess að Ahmadi fjölskyldan fái vernd

Sema Erla Serdar og Bryndís Schram afhentu undirskriftir í innanríkisráðuneytinu í dag þar sem þess er krafist að Ólöf Nordal innanríkisráðherra stöðvi brottvísun Ahmadi-fjölskyldunnar.

Krefst endurupptöku í máli Ahmadi-fjölskyldunnar

Krefst endurupptöku í máli Ahmadi-fjölskyldunnar

Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður Ahmadi-fjölskyldunnar, krefst þess að kærunefnd útlendingamála taki mál fjölskyldunnar upp að nýju. Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar.

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

Sjö manna fjölskyldu frá Afganistan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á næstu dögum. Þeirra á meðal er stúlka sem var barin til óbóta af talibönum þriggja ára gömul. Fjölskyldan flúði ofsóknir og árásir talibana á síðasta ári, en þeir réðust á fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn, Mir Ahmad Ahmadi, neitaði að ganga til liðs við þá. Mir missti tennur í árásinni og fimm ára sonur hans handleggsbrotnaði illa. Stúlkan er í dag lömuð öðrum megin í andlitinu og á erfitt með að tjá sig, en hefur tekið ótrúlegum framförum eftir að hún kom til Íslands. Fjölskyldunni hefur verið gert að yfirgefa eina landið þar sem þau hafa fundið til öryggis.

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“

Pakistani sem starfað hefur með friðarsamtökum í heimalandinu biðlar til bandarískra og breskra yfirvalda um að taka hann af „dauðalistanum“. Segist þegar hafa komist undan fjórum drónaárásum. Saklausir borgarar og börn eru oftar en ekki á meðal fórnarlamba slíkra árása. Fyrrverandi drónastýrimenn gagnrýna drónahernaðinn og segja hann vatn á myllu öfgamanna.