Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni
Kærunefnd útlendingamála hefur samþykkt umsókn um frestun réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahmadi, átján og nítján ára nýbakaðra foreldra frá Afganistan sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í frestuninni felst að þeim er heimilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyrir dóm. Verjandi hjónanna segir að mál verði höfðað á næstu dögum.
Fréttir
Sex börn falla undir ný skilyrði um hælisumsóknir
Lögmaður Safari fjölskyldunnar og Sarwary feðganna hefur óskað eftir efnislegri meðferð á hælisumsóknum þeirra hjá Útlendingastofnun.
Pistill
Illugi Jökulsson
Svefnpillur í staðinn fyrir lögbundna mannúð
Af hverju stafar hin óskiljanlega tregða á að veita hrjáðum börnum hér sjálfsagða vernd?
PistillBörn í leit að alþjóðlegri vernd
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Staðið á öndinni
Sjónvarpsmaður fylgir önd með ungana sína yfir götu. Allir fjölmiðlar fjalla um málið og þúsundir láta í ljós ánægju sína á Facebook. Forsætisráðherra ávarpar mannréttindaráð SÞ. Lítill drengur frá Afganistan fær taugaáfall vegna hörku íslenskra yfirvalda sem nauðbeygð fresta því um einhverja daga að flytja drenginn, föður hans og bróður á götuna í Grikklandi. Það er sumar á Íslandi.
FréttirBörn í leit að alþjóðlegri vernd
Mótmælendur hópuðust til varnar börnum sem á að senda úr landi
Fjölmenn mótmæli í miðborg Reykjavíkur vegna yfirvofandi brottvísunar barna.
Úttekt
Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hóf nýlega útboð á samningum til að þróa og framleiða drápsvélmenni framtíðarinnar. Hugmyndin, um að nota ómönnuð vopn í hernaði, er reyndar ekki ný af nálinni en aldrei fyrr hafa möguleikarnir verið jafn margir eða eins ógnvekjandi.
Fréttir
Krónprins bin Ladens
Bandarísk yfirvöld hafa heitið einni milljón dollara í fundarlaun fyrir upplýsingar um dvalarstað Hamza bin Laden en hann er sonur og arftaki hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden. Óttast er að hann sé að endurskipuleggja og efla al Kaída-samtökin á ný en Hamza á að baki erfiða og skrautlega æsku sem markaðist mjög af blóðþorsta föður hans og staðfestu móður hans.
Viðtal
Við þráum frið og öryggi
Shahnaz Safari og börnin hennar tvö, Zainab og Amil, verða að óbreyttu send aftur til Grikklands, þar sem þeirra bíður líf á götunni. Verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verður von fólks eins og þeirra, um líf og framtíð á Íslandi, enn daufari en áður.
Fréttir
Kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda: Neitaði að setjast niður í flugvél
Sænska baráttukonan Elin Ersson kom í veg fyrir að afgönskum hælisleitanda yrði vikið úr landi með því að neita að setjast niður í flugvélinni sem flytja átti hælisleitandann úr landi. Íslenskar konur sem gerðu svipað árið 2016 fengu önnur viðbrögð.
FréttirHvalveiðar
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
Afkvæmi langreyðar og steypireyðar er talið hafa verið veitt af hvalveiðiskipi Hvals hf. aðfararnótt sunnudags síðustu helgi. Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa eru með málið til skoðunar og verða gerð DNA-próf á dýrinu.
Úttekt
Stríð án enda
Afganar hafa upplifað 40 ára styrjöld. En er loksins að rofa til?
Viðtal
Næturnar voru algert helvíti
Í nokkur ár hafa Bjarni Klemenz og Eshan Sayed Hoseiny, eða Eshan Ísaksson, spilað saman fótbolta. Þegar Bjarni tók Eshan tali kom í ljós að hann fær bæði sektarkennd og martraðir vegna þess sem gerðist þegar hann varð sendisveinn smyglara í Tyrklandi. Sjálfur hafði hann verið svikinn á flóttanum, eftir að hafa farið fótgangandi frá Íran yfir landamærin til Tyrklands með litla bróður sínum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.