Dómsmál
Flokkur
Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

·

Fjölskyldumál sem verið er að leysa segir Vigdís. Samkomulag milli aðila um að tjá sig ekki um málið.

Grunur um stórfelld skattalagabrot og nauðgunarmál skyggja á feril Sigur Rósar

Grunur um stórfelld skattalagabrot og nauðgunarmál skyggja á feril Sigur Rósar

·

Fangelsisvist og fésektir liggja við meintum stórfelldum skattalagabrotum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Stór hluti fjármála meðlimanna eru erlendis og nýttu þeir fjárfestingaleið Seðlabankans við kaup á íslenskum fasteignum með afslætti, sem nú eru kyrrsettar af skattrannsóknarstjóra.

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“

·

Dregin var upp villandi mynd af Landsdómsmálinu og niðurstöðum þess í viðtali Kastljóss við Geir H. Haarde. Fréttamaður sagði Geir hafa verið dæmdan fyrir að halda ekki fundargerðir og Geir sagðist hafa unnið Landsdómsmálið efnislega. Hvorugt kemur heim og saman við niðurstöðu Landsdóms.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur gefið út stefnu á hendur fjórum einstaklingum fyrir ummæli í tengslum við svokallað Hlíðamál. Hann krefst ómerkingu ummæla og milljóna í miskabætur.

Dóttir Kjartans segir dóminn of vægan: „Hann sverti mig líka til að láta sjálfan sig líta betur út“

Dóttir Kjartans segir dóminn of vægan: „Hann sverti mig líka til að láta sjálfan sig líta betur út“

·

Anna Kjartansdóttir, dóttir manns sem hlaut fjögurra ára dóm fyrir kynferðisafbrot gegn sér og systur sinni, segir dóminn ekki nógu langan. Faðir hennar hafi reynt að sverta mannorð hennar fyrir dómstólum.

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·

Júlíus Vífill Ingvarsson ber af sér sakir í Facebook-færslu vegna meintra brota sem héraðssaksóknari hefur ákært hann fyrir. Hann fær stuðning frá vinum í athugasemdum, meðal annars frá eiganda Hótel Adam sem segist standa í sama bardaga eftir að hótelinu var lokað og hann sakaður um kynferðislega áreitni.

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

·

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Júlíus sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að Panamaskjölin sýndu að hann geymdi sjóði foreldra sinna í aflandsfélagi.

Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot vill 1,5 milljónir frá blaðakonu Stundarinnar

Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot vill 1,5 milljónir frá blaðakonu Stundarinnar

·

Þrjár barnungar stúlkur kærðu Aðalberg Sveinsson lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Lögreglan ákvað að hann yrði ekki færður til í starfi. Málin voru öll felld niður. Nú hótar hann að fara með blaðakonu Stundarinnar fyrir dóm vegna orðalags í frétt um málið, fái hann ekki afsökunarbeiðni og 1,5 milljónir króna í bætur.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

·

Forsvarsmenn Hvals hf. eru sagðir hafa bannað starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. ASÍ segir þetta skýrt lögbrot. Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli í Hæstarétti sem rekið var af Verkalýðsfélagi Akraness fyrir hönd félagsmanns.

Eldur úr bíl í bíl en engar bætur

Eldur úr bíl í bíl en engar bætur

·

Eldur barst úr einni bifreið í aðra sem brann til kaldra kola. Héraðsdómur hafnaði því að Sjóvá-Almennar þyrftu að greiða eiganda bifreiðarinnar bætur.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

·

Hæstiréttur sýknaði RÚV af kröfu Adolfs um bætur vegna eineltis og ólögmætrar uppsagnar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sakfellt RÚV og dæmt til að greiða Adolfi 2,2 milljónir króna í bætur.

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

·

Stundin og Atli Már Gylfason, fyrrverandi blaðamaður Stundarinnar, voru sýknuð af meiðyrðum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Ríkisútvarpið greiddi hins vegar stefnandanum 2,5 milljónir króna eftir lögfræðihótun.