Dómsmál
Flokkur
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
·

Er það fagnaðarefni fyrir femínista að „ungar og sætar“ stjórnmálakonur séu valdar til að selja okkur sama gallaða skallameðalið eða snákaolíuna? Og er víst að „ungt fólk“ komi alltaf með ferska vinda með sér inn í stjórnmálin?

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Ítrekað er vikist undan meginreglunni um auglýsingaskyldu þegar ráðið er í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Eins og þið þekkið eru breytingar og auglýsingar á yfirmannastöðum sérstaklega vel til þess fallnar að stuðla að óróleika hjá embættinu,“ sagði lögreglustjóri í bréfi til starfsmanna. GRECO hefur gagnrýnt verklagið.

Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·

Barnavernd Reykjavíkur hefur gefist upp á að koma á umgengni milli Víkings Kristjánssonar og sonar hans. Víkingur sætti lögreglurannsókn vegna afdrifaríkra mistaka starfsmanns Barnaverndar.

Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður

Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður

·

Maður á sextugsaldri olli þroskaskertri konu óþægindum þegar hann, að eigin sögn, þreifaði ítrekað á henni og örvaðist við það kynferðislega. Geðlæknir sagði manninn hafa „gengið lengra í nánum samskiptum en hún hafi verið tilbúin til, en hann hafi þó virt hennar mörk“ og dómarar töldu ekki sannað að ásetningur hefði verið fyrir hendi.

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·

Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, segir að áætla megi að Sveinn Andri Sveinsson gæti hafa rukkað 74 milljónir króna fyrir það eitt að taka á móti kröfum í þrotabú WOW air.

„Mér líður eins og ég hafi misst barn“

„Mér líður eins og ég hafi misst barn“

·

Víkingur Kristjánsson sætti rannsókn í eitt og hálft ár, grunaður um að hafa beitt son sinn kynferðislegu ofbeldi. Bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari felldu málið niður og Barnahús komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að drengurinn hefði orðið fyrir ofbeldi. Viðurkennt er að alvarlegir ágallar voru á meðferð málsins hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þrátt fyrir að tæpt ár sé síðan að rannsókn var felld niður hefur Víkingur ekki enn fengið að hitta son sinn á ný.

Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli

Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli

·

Sigurður Gísli Björnsson, athafnamaður og fyrrverandi eigandi fisksölufyirtækisins Sæmarks, seldi húsið fyrir 185 milljónir mánuði áður en eignir hans voru kyrrsettar. Rannsóknin hefur undið upp á sig og eru upphæðirnar sem tengjast meintum skattalagabrotum í gegnum Panama hærri en talið var.

Staðið á öndinni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Staðið á öndinni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
·

Sjónvarpsmaður fylgir önd með ungana sína yfir götu. Allir fjölmiðlar fjalla um málið og þúsundir láta í ljós ánægju sína á Facebook. Forsætisráðherra ávarpar mannréttindaráð SÞ. Lítill drengur frá Afganistan fær taugaáfall vegna hörku íslenskra yfirvalda sem nauðbeygð fresta því um einhverja daga að flytja drenginn, föður hans og bróður á götuna í Grikklandi. Það er sumar á Íslandi.

Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni fyrir meiðyrði

Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni fyrir meiðyrði

·

Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt RÚV, Sigmari Guðmundssyni og Aldísi Schram vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

·

Hallgrímur Helgason rithöfundur setti af stað áskorun þar sem hann skorar á kynbræður sína að leggja málinu lið. Full þörf sé á fjárstuðningi til handa venjulegum konum sem lögfræðingar herji á.

Furður í héraðsdómi

Illugi Jökulsson

Furður í héraðsdómi

Illugi Jökulsson
·

Dómarinn Arnar Þór Jónsson, sem í vikunni kvað upp dóm yfir þeim Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl, virðist engan skilning hafa á ákvæðum um tjáningarfrelsi í íslenskum lögum.

Málfrelsissjóður í þágu þolenda kynbundins ofbeldis

Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Helga Þórey Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir

Málfrelsissjóður í þágu þolenda kynbundins ofbeldis

·

Baráttukonur taka höndum saman vegna nýlegra dóma og hrinda af stað söfnun í málfrelsissjóð til að tryggja málfrelsi kvenna og jaðarsetts fólks.