Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill skera ríkisútgjöld niður

Ís­land myndi fjar­læg­ast hin Norð­ur­lönd­in þeg­ar kem­ur að út­gjöld­um sem hlut­falli af þjóð­ar­fram­leiðslu. Yrði á pari við Lit­há­en og Rúss­land.

Sjálfstæðisflokkurinn vill skera ríkisútgjöld niður
Vilja skera ríkisútgjöld niður Samkvæmt landsfundarályktun vill Sjálfstæðisflokkurinn skera opinber útgjöld niður í 35 prósent af landsframleiðslu. Það myndi setja Ísland í hóp með löndum eins og Rússlandi og Litháen. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verði landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um samdrátt í útgjöldum hins opinbera að veruleika þýddi það að Ísland yrði á pari við lönd eins og Litháen og Rússland þegar kæmi að útgjöldum sem hlutfalli af landsframleiðslu. Í ályktuninni segir að stefnt skuli að því að „útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu.“ Útgjöld hins opinbera voru árið 2017 41,9 prósent af landsframleiðslu. Því þyrfti að skera niður útgjöld um tæp 16,5 prósent frá því sem nú er til að ná því markmiði.  

 Ef landsfundarályktuninni yrði framfylgt myndi Ísland fjarlægjast Norðurlöndin verulega en árið 2015 voru sambærilegar tölur þar á bilinu 49 til 57 prósent af landsframleiðslu. Nú um stundir eru útgjöld Íslands á svipuðum slóðum og er í Bretlandi og í Þýskalandi.

 

Öflug velferðarþjónusta kostar fjármuni

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirFormaður Viðreisnar vill að horft verði til Norðurlandanna þegar þarfir íslensks samfélags eru skilgreindar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir síðustu kosningar lofað milljarða uppbyggingu í innviði samfélagsins. Það skjóti því skökku við að boða bæði skattalækkanir og að draga skuli úr ríkisútgjöldum á sama tíma. „Ég held að það sé mun skynsamlegra að skilgreina það samfélag sem við viljum búa í, og skilgreina þá þjónustu sem þarf að veita í því samhengi. Ég horfi til Norðurlandanna í þeim efnum og vil að við höldum úti öflugu velferðarkerfi, sterku heilbrigðiskerfi og gerum vel við aldraða. Þetta kostar fjármuni og þó að við í Viðreisn viljum sýna aðhald í ríkisrekstri þá setjum við ekki kíkinn fyrir blinda augað hvað það varðar að öflug velferðarþjónusta, hún kostar aukin útgjöld. Sjálfstæðismenn lofuðu 100 milljörðum í innviðauppbyggingu fyrir síðustu kosningar. Að ætla að lækka skatta á sama tíma gengur ekki upp. Mestu skiptir að sýna skynsemi, að halda áfram að lækka skuldir ríkissjóðs en á sama tíma að byggja upp velferðarkerfið.“

„Þetta gengur augljóslega ekki upp“

Oddný HarðardóttirÞingmaður Samfylkingarinnar segir ef ályktun Sjálfstæðisflokksins næði fram að ganga væri horfið frá því að hér á landi væri haldið úti velferðarsamfélagi.

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir að ef ályktunin kæmi til framkvæmda þýddi það að horfið yrði frá því að hér á landi væri haldið uppi velferðarsamfélagi. „Þetta þýðir bara að þau hyggjast skera niður velferðarkerfið. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í heilbrigðisþjónustu og aðra velferðarþjónustu í landinu. Ef á að skera niður í útgjöldum verður að skera niður í velferðarkerfinu, við værum að hverfa frá því að hér sé haldið uppi velferðarsamfélagi.“

Oddný segir að ályktun sem þessi sé áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag. „Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í raun og veru að feta þessa slóð þá mun það skekja íslenskt samfélag og veikja það. Þetta þýðir 250 milljarða króna niðurskurður. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn lofað skattalækkunum en einnig innviðaupbyggingu. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Það vekur líka athygli að þessi stefna er í algjörri andstöðu við það sem samstarfsflokkurinn Vinstri græn hafa sett fram. Satt að segja get ég ekki séð hvernig efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og velferðarstefna ganga saman.“

Starfa bara eftir stefnuyfirlýsingu

Kolbeinn Óttarsson ProppéÞingmaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin starfi eftir stjórnarsáttmála og Sjálfstæðisflokkurinn hafi bara sína stefnu í þessum málum.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir að þar á bæ sé fólk fullkomlega ósammála stefnu samstarfsflokksins, þegar hann er spurður um viðbrögð sín við ályktun Sjálfstæðisflokksins. „Þetta eru tveir ólíkir flokkar og það á ekki koma neinum á óvart að við höfum ólíka stefnu í þessum málum. Í sjálfu sér eru engin sérstök viðbrögð við þessu af minni hálfu, þetta er þeirra stefna en ég er hjartanlega ósammála henni.“

Kolbeinn bendir á að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafi komist að samkomulagi um stefnuáherslur og ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins breyti engu í þeim efnum. „Eftir stefnuyfirlýsingunni störfum við. Hver flokkur getur haft sína stefnu en í stefnuyfirlýsingunni felst að hverju við ætlum að vinna næstu árin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár