Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
Katrín Jakobsdóttir Kynnir nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar að lögð verði sérstök áhersla á þrjú meginatriði: Loftslagsmál, heilbrigðis- og öldrunarmál, og tæknibreytingar.

Haldið verður áfram að selja banka, Miðhálendisþjóðgarðurinn er úr sögunni nema sem viðkemur þegar friðlýstum svæðum, og farið verður í einkaframkvæmdir á vegakerfinu. Þetta er aðeins hluti af því sem kemur fram í nýjum, ítarlegum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar sem boðað er að áfram verði fjárfest í fólki, líkt og Framsóknarflokkurinn hafði lofað fyrir kosningar.

Tvö meginverkefnin frá VG

Um leið og þrjú áherslumál eru kynnt hafa Vinstri græn gefið eftir stjórn á tveiur þeirra, umhverfisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson sest í stól umhverfisráðherra, í ráðuneyti sem mun einnig fela í sér orkumál, og nýr heilbrigðisráðherra verður Willum Þór Þórsson, í stað Svandísar Svavarsdóttur úr Vinstri grænum.

Leiðtogar flokkanna þriggjaEkki er rætt um misskiptingu í stjórnarsáttmálanum, en Katrín Jakobsdóttir boðaði í kynningu sáttmálans að stefnt væri að jöfnum tækifærum.

Þriðja megináherslumálið, nýsköpunar- og vísindamál, verða í ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði jöfnuð í kynningu á nýju ríkisstjórnarsamstarfi á Kjarvalsstöðum klukkan eitt í dag. „Gegnumgangandi er áhersla á hvernig íslenskt samfélag getur mætt tæknibreytingum og hvernig við getum tryggt að þær breytingar nýtist öllum til góðs og tryggi að allir hafi jöfn tækifæri,“ sagði hún.

Katrín segir að Íslendingar muni setja sér sjálfstætt markmið um að draga úr losun kolefnis um 55% árið 2030, miðað við árið 2005. 

Stefnt að skattalækkun

Lítið er rætt um skattamál í stjórnarsáttmálanum, sem er einn helsti ásteytingarsteinninn í muninum á vinstri og hægri í stjórnmálum. Þó er stefnt að skattalækkunum og sagði Katrín að ríkisstjórnin ætlaði að láta Ísland vaxa út úr kreppunni og skuldsetninguni.

„Almannaþjónustan verður efld frekar og skattar lækkaðir í samræmi við þróun ríkisfjármála með það að markmiði að bæta lífskjör þeirra sem verst standa og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, þar sem m.a. verður sérstaklega litið til lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir í sáttmálanum.

Ólíkt því sem oft er boðar ríkisstjórnin engar almennar breytingar á tekjuskatti, virðisaukaskatti, fyrirtækjaskatti, fjármagnstekjuskatti eða annað. Þess utan er ekki boðaður eignaskattur, eða auðlegðarskattur, eða þá innleiðing hátekjuskatts, svo dæmi sé nefnt. Þó er nefnt að styrkja eigi barnabótakerfið og að frítekjumark aldraðra verði hækkað, líkt og þverpólitísk samstaða hefur verið um. „Almannatryggingakerfi eldri borgara verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót,“ segir í stjórnarsáttmálanum. 

Þá er kveðið á um að fólk sem eingöngu afli sér fjármagnstekna, en ekki launatekna, reikni sér útsvar og greiði þannig eitthvað til sveitarfélags síns, en ekki bara ríkisins, þar sem fjármagnstekjuskattur rennur til ríkis en ekki sveitarfélaga.

Sigurður Ingi JóhannssonFormaður Framsóknarflokksins tekur yfir húsnæðismálin í nýju innviðaráðuneyti á grunni samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins.

Viðskipti og menning í sama ráðuneyti

Málefni viðskipta verða færð í nýtt ráðuneyti sem innifelur einnig menningu og ferðamál. Þar verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi starfsmaður seðlabanka Íslands, ráðherra, en áður var hún ráðherra mennta- og menningarmála.

Í stjórnarsáttmála er boðað að sameinaðar verði tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa.

Þá verður haldið áfram að selja hluti íslenska ríkisins í bönkunum.

„Stjórnvöld munu halda áfram að draga úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu og nýta fjármuni sem liggja í slíkum rekstri í uppbyggingu innviða.“

Reglur um umbun eða kauprétti verða rýmkaðar þegar kemur að nýsköpunarfyrirtækjum.

„Löggjöf um skattalega meðferð kauprétta og hlutabréfa hjá nýsköpunarfyrirtækjum verður endurskoðuð þannig að þeim verði gert kleift að keppa um starfsfólk, stjórnendur og ráðgjafa með því að bjóða hlutdeild í framtíðarávinningi með hagkvæmum hætti.“

Einkaframkvæmdir í samgöngumálum

Í stjórnarsáttmálanum er staðfest að farið verði í einkaframkvæmdir á vegakerfinu. 

„Ráðist verður í skilgreindar þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum á grundvelli fjölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila.“

Þessi leið felur í sér gjaldtöku til einkaaðila sem byggir á notkun. Því má búast við að víðar verði innheimt fyrir ferðalög, með svipuðum hætti og í Vaðlaheiðargöngum. Þar sem rafvæðing bílaflotans hefur í för með sér að eldsneytisskattar skila sér ekki í ríkissjóð og fjármagna því ekki vegakerfið, er líklegast að notkunarskattar verði teknir upp, nánar tiltekið að fólk þurfi að borga fyrir að ferðast tilteknar vegalengdir, eins og opnað er á: „Tekjustofnar ríkisins vegna samgangna verða lagaðir að markmiðum um orkuskipti.“

Bakka frá skuldbindingu um styrki til fjölmiðla

Ríkisstjórnin hverfur í reynd frá fyrri skuldbindingu um að styðja einkarekna fjölmiðla. Því er haldið opnu hvort einkareknir fjölmiðlar fái áfram endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði líkt og innleitt var fyrir tveimur árum að norrænni fyrirmynd. Boðað er að staða miðlanna verði metin.

„Staða einkarekinna fjölmiðla verður metin áður en núverandi stuðningskerfi rennur út og ákveðnar aðgerðir til að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og öflugt almannaútvarp.“

Tæknivæðing heilbrigðisþjónustu

Í heilbrigðismálum er sérstök áhersla á að nýta tækni í auknum mæli:

„Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni. Stuðlað verður að nýsköpun og ýtt undir samstarf opinberra aðila og einkaaðila á sviði tæknilausna. Fjarheilbrigðisþjónusta verður sérstaklega efld. Innleiddar verða stafrænar samræmdar sjúkraskrár sem verða aðgengilegar sérhverjum notanda heilbrigðisþjónustunnar og viðeigandi heilbrigðisstarfsmönnum í samræmi við óskir hans.“

Þá verði fagstjórn sett yfir Landspítalann, að norrænni fyrirmynd. Læknaráð Landspítalans var lagt niður í fyrra.

Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokki, mun stýra nánari útfærslum. Hluti af því er að fjölga heilsugæslustöðvum, en ekki kemur fram hvort þær verði í auknum mæli einkareknar.

„Heilsugæslan verður styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum. Heilsugæslan verður leiðandi þátttakandi í heilsueflingu og aðgerðaáætlun um lýðheilsu og forvarnir. Þjónusta verður aukin og heilsugæslustöðvum fjölgað til að minnka álagið á aðra viðkomustaði á borð við bráðamóttökuna.“

Í öðrum fjölmiðlum hefur verið birt sú túlkun að efling Sjúkratrygginga Íslands „sem kaupanda og kostnaðargreinanda heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins“ feli í sér aukinn einkarekstur í heilbrigðismálum, en það er hvorki boðað né afboðað í stjórnarsáttmálanum.

Á Bessastöðum eftir fyrsta funRíkisstjórnin átti sinn fyrsta fund í dag klukkan fjögur.

Skipa nefnd um sjávarútvegsmál

Sjávarútvegsmál, ásamt landbúnaðar- og matvælamálum, verða í ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur.

Í stjórnarsáttmálanum eru ekki boðaðar miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarmálum. Kveðið er á um að „áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi“ verði kortlagðar í nefnd.

„Skipuð verður nefnd til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nefndinni verði falið að bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar.“

Auk þes verður „fylgt verður eftir tillögum starfshóps um græn skref í sjávarútvegi til að flýta eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi og ná markmiðum um samdrátt í losun“. Líkt og Stundin hefur fjallað um hefur sjávarútvegurinn verið undanþeginn reglum um úrgangslosun og hringrásarhagkerfi.

Þá verður lagt upp með stefnumótun þegar kemur að laxeldi, en eins og Stundin hefur fjallað um er gjaldtaka vegna laxeldis mun minni hérlendis en í Noregi.

„Mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna,“ segir í sáttmálanum.

Sérfræðingar fara í stjórnarskrá

Eftir að tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að ná samstöðu um stjórnarskrárbreytingar meðal flokksformanna mistókust á síðasta kjörtímabili, munu sérfræðingar verða fengnir að borðinu, eins og lýst er í stjórnarsáttmálanum:

„Ríkisstjórnin mun setja af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Efnt verður til samstarfs við  fræðasamfélagið um umræðu og umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar.  Framhald vinnu við stjórnarskrárbreytingar verður metið í framhaldinu.“

Þá verði vinnu við endurskoðun kosningalaga samhliða innleiðingu breytinga og nýs fyrirkomulags Landskjörstjórnar.

Gjaldtaka á ferðamönnum endurskoðuð

Stefnt verður að breytingum í gjaldtöku vegna ferðamanna. Ekki er þó útskýrt með hvaða hætti, en markmiðið sé að gjaldtakan gagnist nærsamfélögum.

„Samhliða endurreisn ferðaþjónustunnar verður fyrirkomulag gjaldtöku í greininni tekið til skoðunar. Horft verður til þess að breikka skattstofninn og tryggja jafnræði aðila á markaði. Unnið verður að breytingum á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við greinina og sveitarfélögin með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni,“ segir í stefnuyfirlýsingunni.

Umhverfismálin til Sjálfstæðisflokks

Sem fyrr segir stefnir ríkisstjórnin á sjálfstætt markmið um losun koltvísýringsútblasturs um 55%. 

Þá verður farið í algera endurskoðun á náttúrverndarmálum til að liðka fyrir orkuvinnslu. „Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verða endurskoðuð frá grunni. Markmiðið er að tryggja nýtingu orkuauðlinda með hagkvæmum og sjálfbærum hætti.“

Nýr umhverfisráðherra verður Guðlaugur Þór Þórðarson og munu orkumálin færast yfir í ráðuneyti hans.

Bjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins gaf eftir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, en fékk umhverfisráðuneytið.

Hálendisþjóðgarður rýrnar

Horfið verður frá áformum um hálendisþjóðgarð, í þeirri mynd sem boðað hafði verið í síðasta stjórnarsáttmála, að öðru leyti en að „þegar friðlýst svæði“ verða gerð að þjóðgarði. „Stofnaður verður þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Áhersla verður lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum fjölgað. Um atvinnustarfsemi í nýjum þjóðgarði fer samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem eru í samræmi við meginreglur nýrra laga um atvinnustarfsemi í landi ríkisins.“

Málefni þjóðgarðanna færast nú undir Sjálfstæðisflokk. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði í viðtali eftir kynningu stórnarsáttmálans að málið væri fast og því væri best að stíga skref aftur á bak. „Við tökum tvö skref aftur á bak,“ sagði hann.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðmundur Samúelsson skrifaði
  Þjóðarplága.
  0
 • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
  Það vildi ég að þjóðin bæri gæfu til að hrekja þessa ríkisstjórn óheiðarleika og glæpamanna frá völdum sem fyrst.
  0
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Engvar efndir bara ráð og nemdir.
  0
 • Ásgeir Överby skrifaði
  "„Almannatryggingakerfi eldri borgara verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót,“ segir í stjórnarsáttmálanum.
  Þetta gagnast bara örlitlum hluta lífeyrisþega - og síst þeim sem skyldi!
  0
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  Áslaug Arna ætlar að stofna háskóla á Húsavík
  0
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Og Katrín heldur háulaununum og Kynningafulltrúa stöðuni ,Bjarni verður þá geð betri við að sleppa við þessa leiðindar blaðamenn og þarf þá ekki að tala niður til þeirra.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.