Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
Katrín Jakobsdóttir Kynnir nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar að lögð verði sérstök áhersla á þrjú meginatriði: Loftslagsmál, heilbrigðis- og öldrunarmál, og tæknibreytingar.

Haldið verður áfram að selja banka, Miðhálendisþjóðgarðurinn er úr sögunni nema sem viðkemur þegar friðlýstum svæðum, og farið verður í einkaframkvæmdir á vegakerfinu. Þetta er aðeins hluti af því sem kemur fram í nýjum, ítarlegum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar sem boðað er að áfram verði fjárfest í fólki, líkt og Framsóknarflokkurinn hafði lofað fyrir kosningar.

Tvö meginverkefnin frá VG

Um leið og þrjú áherslumál eru kynnt hafa Vinstri græn gefið eftir stjórn á tveiur þeirra, umhverfisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson sest í stól umhverfisráðherra, í ráðuneyti sem mun einnig fela í sér orkumál, og nýr heilbrigðisráðherra verður Willum Þór Þórsson, í stað Svandísar Svavarsdóttur úr Vinstri grænum.

Leiðtogar flokkanna þriggjaEkki er rætt um misskiptingu í stjórnarsáttmálanum, en Katrín Jakobsdóttir boðaði í kynningu sáttmálans að stefnt væri að jöfnum tækifærum.

Þriðja megináherslumálið, nýsköpunar- og vísindamál, verða í ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði jöfnuð í kynningu á nýju ríkisstjórnarsamstarfi á Kjarvalsstöðum klukkan eitt í dag. „Gegnumgangandi er áhersla á hvernig íslenskt samfélag getur mætt tæknibreytingum og hvernig við getum tryggt að þær breytingar nýtist öllum til góðs og tryggi að allir hafi jöfn tækifæri,“ sagði hún.

Katrín segir að Íslendingar muni setja sér sjálfstætt markmið um að draga úr losun kolefnis um 55% árið 2030, miðað við árið 2005. 

Stefnt að skattalækkun

Lítið er rætt um skattamál í stjórnarsáttmálanum, sem er einn helsti ásteytingarsteinninn í muninum á vinstri og hægri í stjórnmálum. Þó er stefnt að skattalækkunum og sagði Katrín að ríkisstjórnin ætlaði að láta Ísland vaxa út úr kreppunni og skuldsetninguni.

„Almannaþjónustan verður efld frekar og skattar lækkaðir í samræmi við þróun ríkisfjármála með það að markmiði að bæta lífskjör þeirra sem verst standa og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, þar sem m.a. verður sérstaklega litið til lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir í sáttmálanum.

Ólíkt því sem oft er boðar ríkisstjórnin engar almennar breytingar á tekjuskatti, virðisaukaskatti, fyrirtækjaskatti, fjármagnstekjuskatti eða annað. Þess utan er ekki boðaður eignaskattur, eða auðlegðarskattur, eða þá innleiðing hátekjuskatts, svo dæmi sé nefnt. Þó er nefnt að styrkja eigi barnabótakerfið og að frítekjumark aldraðra verði hækkað, líkt og þverpólitísk samstaða hefur verið um. „Almannatryggingakerfi eldri borgara verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót,“ segir í stjórnarsáttmálanum. 

Þá er kveðið á um að fólk sem eingöngu afli sér fjármagnstekna, en ekki launatekna, reikni sér útsvar og greiði þannig eitthvað til sveitarfélags síns, en ekki bara ríkisins, þar sem fjármagnstekjuskattur rennur til ríkis en ekki sveitarfélaga.

Sigurður Ingi JóhannssonFormaður Framsóknarflokksins tekur yfir húsnæðismálin í nýju innviðaráðuneyti á grunni samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins.

Viðskipti og menning í sama ráðuneyti

Málefni viðskipta verða færð í nýtt ráðuneyti sem innifelur einnig menningu og ferðamál. Þar verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi starfsmaður seðlabanka Íslands, ráðherra, en áður var hún ráðherra mennta- og menningarmála.

Í stjórnarsáttmála er boðað að sameinaðar verði tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa.

Þá verður haldið áfram að selja hluti íslenska ríkisins í bönkunum.

„Stjórnvöld munu halda áfram að draga úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu og nýta fjármuni sem liggja í slíkum rekstri í uppbyggingu innviða.“

Reglur um umbun eða kauprétti verða rýmkaðar þegar kemur að nýsköpunarfyrirtækjum.

„Löggjöf um skattalega meðferð kauprétta og hlutabréfa hjá nýsköpunarfyrirtækjum verður endurskoðuð þannig að þeim verði gert kleift að keppa um starfsfólk, stjórnendur og ráðgjafa með því að bjóða hlutdeild í framtíðarávinningi með hagkvæmum hætti.“

Einkaframkvæmdir í samgöngumálum

Í stjórnarsáttmálanum er staðfest að farið verði í einkaframkvæmdir á vegakerfinu. 

„Ráðist verður í skilgreindar þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum á grundvelli fjölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila.“

Þessi leið felur í sér gjaldtöku til einkaaðila sem byggir á notkun. Því má búast við að víðar verði innheimt fyrir ferðalög, með svipuðum hætti og í Vaðlaheiðargöngum. Þar sem rafvæðing bílaflotans hefur í för með sér að eldsneytisskattar skila sér ekki í ríkissjóð og fjármagna því ekki vegakerfið, er líklegast að notkunarskattar verði teknir upp, nánar tiltekið að fólk þurfi að borga fyrir að ferðast tilteknar vegalengdir, eins og opnað er á: „Tekjustofnar ríkisins vegna samgangna verða lagaðir að markmiðum um orkuskipti.“

Bakka frá skuldbindingu um styrki til fjölmiðla

Ríkisstjórnin hverfur í reynd frá fyrri skuldbindingu um að styðja einkarekna fjölmiðla. Því er haldið opnu hvort einkareknir fjölmiðlar fái áfram endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði líkt og innleitt var fyrir tveimur árum að norrænni fyrirmynd. Boðað er að staða miðlanna verði metin.

„Staða einkarekinna fjölmiðla verður metin áður en núverandi stuðningskerfi rennur út og ákveðnar aðgerðir til að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og öflugt almannaútvarp.“

Tæknivæðing heilbrigðisþjónustu

Í heilbrigðismálum er sérstök áhersla á að nýta tækni í auknum mæli:

„Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni. Stuðlað verður að nýsköpun og ýtt undir samstarf opinberra aðila og einkaaðila á sviði tæknilausna. Fjarheilbrigðisþjónusta verður sérstaklega efld. Innleiddar verða stafrænar samræmdar sjúkraskrár sem verða aðgengilegar sérhverjum notanda heilbrigðisþjónustunnar og viðeigandi heilbrigðisstarfsmönnum í samræmi við óskir hans.“

Þá verði fagstjórn sett yfir Landspítalann, að norrænni fyrirmynd. Læknaráð Landspítalans var lagt niður í fyrra.

Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokki, mun stýra nánari útfærslum. Hluti af því er að fjölga heilsugæslustöðvum, en ekki kemur fram hvort þær verði í auknum mæli einkareknar.

„Heilsugæslan verður styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum. Heilsugæslan verður leiðandi þátttakandi í heilsueflingu og aðgerðaáætlun um lýðheilsu og forvarnir. Þjónusta verður aukin og heilsugæslustöðvum fjölgað til að minnka álagið á aðra viðkomustaði á borð við bráðamóttökuna.“

Í öðrum fjölmiðlum hefur verið birt sú túlkun að efling Sjúkratrygginga Íslands „sem kaupanda og kostnaðargreinanda heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins“ feli í sér aukinn einkarekstur í heilbrigðismálum, en það er hvorki boðað né afboðað í stjórnarsáttmálanum.

Á Bessastöðum eftir fyrsta funRíkisstjórnin átti sinn fyrsta fund í dag klukkan fjögur.

Skipa nefnd um sjávarútvegsmál

Sjávarútvegsmál, ásamt landbúnaðar- og matvælamálum, verða í ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur.

Í stjórnarsáttmálanum eru ekki boðaðar miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarmálum. Kveðið er á um að „áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi“ verði kortlagðar í nefnd.

„Skipuð verður nefnd til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nefndinni verði falið að bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar.“

Auk þes verður „fylgt verður eftir tillögum starfshóps um græn skref í sjávarútvegi til að flýta eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi og ná markmiðum um samdrátt í losun“. Líkt og Stundin hefur fjallað um hefur sjávarútvegurinn verið undanþeginn reglum um úrgangslosun og hringrásarhagkerfi.

Þá verður lagt upp með stefnumótun þegar kemur að laxeldi, en eins og Stundin hefur fjallað um er gjaldtaka vegna laxeldis mun minni hérlendis en í Noregi.

„Mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna,“ segir í sáttmálanum.

Sérfræðingar fara í stjórnarskrá

Eftir að tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að ná samstöðu um stjórnarskrárbreytingar meðal flokksformanna mistókust á síðasta kjörtímabili, munu sérfræðingar verða fengnir að borðinu, eins og lýst er í stjórnarsáttmálanum:

„Ríkisstjórnin mun setja af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Efnt verður til samstarfs við  fræðasamfélagið um umræðu og umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar.  Framhald vinnu við stjórnarskrárbreytingar verður metið í framhaldinu.“

Þá verði vinnu við endurskoðun kosningalaga samhliða innleiðingu breytinga og nýs fyrirkomulags Landskjörstjórnar.

Gjaldtaka á ferðamönnum endurskoðuð

Stefnt verður að breytingum í gjaldtöku vegna ferðamanna. Ekki er þó útskýrt með hvaða hætti, en markmiðið sé að gjaldtakan gagnist nærsamfélögum.

„Samhliða endurreisn ferðaþjónustunnar verður fyrirkomulag gjaldtöku í greininni tekið til skoðunar. Horft verður til þess að breikka skattstofninn og tryggja jafnræði aðila á markaði. Unnið verður að breytingum á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við greinina og sveitarfélögin með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni,“ segir í stefnuyfirlýsingunni.

Umhverfismálin til Sjálfstæðisflokks

Sem fyrr segir stefnir ríkisstjórnin á sjálfstætt markmið um losun koltvísýringsútblasturs um 55%. 

Þá verður farið í algera endurskoðun á náttúrverndarmálum til að liðka fyrir orkuvinnslu. „Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun verða endurskoðuð frá grunni. Markmiðið er að tryggja nýtingu orkuauðlinda með hagkvæmum og sjálfbærum hætti.“

Nýr umhverfisráðherra verður Guðlaugur Þór Þórðarson og munu orkumálin færast yfir í ráðuneyti hans.

Bjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins gaf eftir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, en fékk umhverfisráðuneytið.

Hálendisþjóðgarður rýrnar

Horfið verður frá áformum um hálendisþjóðgarð, í þeirri mynd sem boðað hafði verið í síðasta stjórnarsáttmála, að öðru leyti en að „þegar friðlýst svæði“ verða gerð að þjóðgarði. „Stofnaður verður þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Áhersla verður lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum fjölgað. Um atvinnustarfsemi í nýjum þjóðgarði fer samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem eru í samræmi við meginreglur nýrra laga um atvinnustarfsemi í landi ríkisins.“

Málefni þjóðgarðanna færast nú undir Sjálfstæðisflokk. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði í viðtali eftir kynningu stórnarsáttmálans að málið væri fast og því væri best að stíga skref aftur á bak. „Við tökum tvö skref aftur á bak,“ sagði hann.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd.
 • Guðmundur Samúelsson skrifaði
  8. desember 2021 16:50
  Þjóðarplága.
 • J
  joiragg skrifaði
  29. nóvember 2021 18:02
  Það vildi ég að þjóðin bæri gæfu til að hrekja þessa ríkisstjórn óheiðarleika og glæpamanna frá völdum sem fyrst.
 • Árni Guðnýar skrifaði
  28. nóvember 2021 22:01
  Engvar efndir bara ráð og nemdir.
 • Ásgeir Överby skrifaði
  28. nóvember 2021 18:12
  "„Almannatryggingakerfi eldri borgara verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót,“ segir í stjórnarsáttmálanum.
  Þetta gagnast bara örlitlum hluta lífeyrisþega - og síst þeim sem skyldi!
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  28. nóvember 2021 15:08
  Áslaug Arna ætlar að stofna háskóla á Húsavík
 • Árni Guðnýar skrifaði
  28. nóvember 2021 14:55
  Og Katrín heldur háulaununum og Kynningafulltrúa stöðuni ,Bjarni verður þá geð betri við að sleppa við þessa leiðindar blaðamenn og þarf þá ekki að tala niður til þeirra.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

SÁÁ sendi Sjúkratryggingum gríðarlegt magn af tilhæfulausum reikningum
Fréttir

SÁÁ sendi Sjúkra­trygg­ing­um gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands segja að ekk­ert í svör­um SÁÁ breyti þeirri nið­ur­stöðu að sam­tök­in hafi sent gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um. SÍ hafi lengi ver­ið í „al­geru myrkri“ um til­urð þeirra og eðli og þeir því ver­ið greidd­ir í góðri trú. Þá sé með­ferð SÁÁ á sjúkra­skrám „aug­ljós brot á lög­um“.
Héraðssaksóknari rannsakar SÁÁ
Fréttir

Hér­aðssak­sókn­ari rann­sak­ar SÁÁ

Ólaf­ur Þór Hauks­son, hér­aðssak­sókn­ari stað­fest­ir að eft­ir­lits­deild Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hafi sent mál sem varð­ar SÁÁ til embætt­is­ins þar sem það verði rann­sak­að. Mál­ið hef­ur einnig ver­ið til­kynnt til Per­sónu­vernd­ar og land­læknisembætt­is­ins.
Tonga á fleira en eldfjöll, það er líka eina ríkið í Eyjaálfu sem hefur alltaf verið sjálfstætt
Illugi Jökulsson
Pistill10 af öllu tagi

Illugi Jökulsson

Tonga á fleira en eld­fjöll, það er líka eina rík­ið í Eyja­álfu sem hef­ur alltaf ver­ið sjálf­stætt

Eld­gos­ið í Tonga hef­ur vak­ið gríð­ar­lega at­hygli, ekki síst vegna merki­legra gervi­hnatta­mynda sem náð­ust af af­leið­ing­um sprengigoss­ins í neð­an­sjáv­ar­eld­fjall­inu Hunga Tonga.  Fram að því er óhætt að segja að eyrík­ið Tonga hafi ekki kom­ist í heims­frétt­irn­ar en það á sér þó sína merku sögu, eins og raun­in er um öll ríki. Á Tonga búa Pó­lý­nes­ar en for­feð­ur og -mæð­ur þeirra...
Norwegian Gannet slátraði á Reyðarfirði eftir að eldislaxar sýktust af blóðþorra
FréttirLaxeldi

Norweg­i­an Gann­et slátr­aði á Reyð­ar­firði eft­ir að eld­islax­ar sýkt­ust af blóð­þorra

Um­deilt slát­ur­skip kom til Ís­lands og hjálp­aði til við slátrun í Reyð­ar­firði eft­ir að fiski­sjúk­dóm­ur­inn blóð­þorri kom upp. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir skip­ið hafa slátr­að tæp­lega 740 tonn­um. MAST seg­ir komu skips­ins hafa ver­ið í smit­varn­ar­skyni, til að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu blóð­þorr­ans.
1.400 milljónir úr innviðasölu til eigenda
Fréttir

1.400 millj­ón­ir úr inn­viða­sölu til eig­enda

Eig­end­ur 7,7 pró­senta hlut­ar í fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lag­inu Sýn nýttu tæki­fær­ið og seldu fyr­ir­tæk­inu sjálfu hluta­bréf í því. Stjórn­in hafði sett sér markmið um að koma sölu­hagn­aði vegna sölu óvirkra inn­viða fé­lags­ins til er­lendra fjár­festa til eig­enda sinna.
631. spurningaþraut: Bach, Hafdís Hrönn, Guðrún Helga ... og margt fleira
Þrautir10 af öllu tagi

631. spurn­inga­þraut: Bach, Haf­dís Hrönn, Guð­rún Helga ... og margt fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an sem hér má sjá að of­an þeg­ar hún var á barns­aldri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Dom­inic Cumm­ings — hver er það nú aft­ur? 2.  Johann Sebastian Bach var lengst af starfsævi sinni org­an­isti í ... hvaða borg? 3.  Hann samdi röð af konsert­um sem kennd­ir eru við ... hvaða stað í Þýskalandi? 4.  Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir...
„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“
Menning

„Eitt and­ar­tak glitti í svona lit­rík heimsslit“

Hversu samdauna er­um við orð­in aug­lýs­ing­um í al­manna­rými? Marg­ir héldu að aug­lýs­inga­skilti borg­ar­inn­ar væru bil­uð, en það reynd­ist vera Upp­lausn, lista­sýn­ing Hrafn­kels Sig­urðs­son­ar. Fyr­ir suma var sýn­ing­in „frí“ frá stans­lausri sölu­mennsku. Fyr­ir aðra áminn­ing um hversu ná­lægt við er­um brún­inni.
Utan klefans: Um vináttu og vinaleysi karlmanna
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Ár byrjandans
Birnir Jón Sigurðsson
Pistill

Birnir Jón Sigurðsson

Ár byrj­and­ans

Í ár ætla ég að stinga mér í allt sem ég tek mér fyr­ir hend­ur, sama hversu góð­ur, ör­ugg­ur eða óör­ugg­ur ég er í því.
Blæbrigðamunur á reglum um sóttkví og einangrun
Úttekt

Blæ­brigða­mun­ur á regl­um um sótt­kví og ein­angr­un

Eft­ir breyt­ing­ar á lengd ein­angr­un­ar og mild­un reglna um sótt­kví hér á landi eru sótt­varn­ar­að­gerð­ir orðn­ar lík­ari því sem tíðk­ast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Ekki er eðl­is­mun­ur á þeim regl­um sem gilda milli land­anna en ein­hver blæ­brigða­mun­ur þó.
630. spurningaþraut: Fræg tvíeyki, um þau er nú spurt
Þrautir10 af öllu tagi

630. spurn­inga­þraut: Fræg tví­eyki, um þau er nú spurt

Þar sem núm­er þraut­ar end­ar á núlli, þá er spurt um fræg tví­eyki af öllu mögu­legu tagi. Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða tví­eyki er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Tommi og ... 2.  Gil­bert og ... 3.  Batman og ... 4.  Barbie og ... 5.  Bald­ur og ... 6.  Fred Astaire og ... 7.  Mario og ... 8.  Simon...