„Ég hef þroskast mikið á síðustu tíu árum, bæði í sambandi við lífið og dauðann. Eftir að hafa misst marga mér nákomna og gengið í gegnum skilnað og annan missi fann ég að það var kominn tími á breytingar. Ég vildi einfalda líf mitt því lífið er ekki endalaust og ég vil njóta þess á meðan það er,“ segir Jóhann Jónsson á Akureyri, sem tók þá ákvörðun fyrir stuttu að taka upp mínimalískan lífsstíl.
Draslasafnari á kafi í lífsgæðakapphlaupi
Jóhann segist alltaf hafa verið mikill draslasafnari sem hafi ávallt verið á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. Þessa dagana er hann hins vegar að losa sig við sem mest af eigum sínum, borga upp bankaskuldir og gera upp bústað sem hann hefur flutt upp í bakka Hlíðarfjalls þar sem hann á lítið land. „Það getur verið erfitt að losa sig við sumt af dótinu en þetta er aðallega spurning um að taka til ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir