Átak Reykjavíkurborgar gegn hættulegu húsnæði dugi ekki til
Til að koma í veg fyrir atvik eins og brunann á Bræðraborgarstíg þarf lagabreytingar að mati borgarinnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir borgaryfirvöld varpa frá sér ábyrgð.
Fréttir
39203
Varar við verðtryggðum húsnæðislánum
Ólafur Margeirsson hagfræðingur varar við verðtryggingunni og áhrifum hennar á fjárhagslegt heilbrigði. „Reynið sem allra allra mest að taka óverðtryggð lán,“ segir hann.
FréttirCovid-kreppan
50143
Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka
40 milljóna króna verðtryggt húsnæðislán hækkaði um 156 þúsund krónur í september og 1,4 milljónir króna á einu ári. Verðlag hefur hækkað um 3,9 prósent á einu ári.
ViðtalCovid-19
21200
Stúdentagarðar sendu kröfu peningalauss nemanda í innheimtu í miðjum faraldri
Íranskur meistaranemi fékk taugaáfall eftir að hún flutti á Stúdentagarða. Sálfræðingur hennar hvatti hana til að skipta um húsnæði umsvifalaust. Úrskurðarnefnd Stúdentagarða neitaði umsókn hennar um að losna undan leigusamningi og sendi útistandandi skuld í innheimtu. Háskóli Íslands steig á endanum inn í málið og borgaði skuld hennar.
Fréttir
105443
Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms
„Ekki sérstaklega góð hugmynd“ að frysta verðtrygginguna vegna COVID-19, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir
Segir verðtryggingarfrumvarp „hafa fyrst og fremst neikvæð áhrif á meðlimi annarra stéttarfélaga“
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að þeim sem kröfðust afnáms verðtryggingarinnar sé bjargað frá neikvæðum áhrifum verðtryggingarfrumvarpsins með víðtækum undanþágum.
Fréttir
Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“
Foreldrafélagið í Varmárskóla í Mosfellsbæ hefur ítrekað lýst þungum áhyggjum vegna myglu í skólastofu, kvíða og eineltis meðal nemenda og námsárangurs undir meðaltali.
ÚttektLeigumarkaðurinn
Berlínarbúar vilja banna sína Gamma
Íbúar höfuðborgar Þýskalands ræða nú um það í fullri alvöru hvort rétt sé að banna stóru leigufélögin í borginni, taka hús þeirra eignarnámi, og leigja íbúðirnar aftur út á samfélagslegum forsendum. Meirihluti Berlínarbúa eru hlynntir hugmyndinni sem gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en langt um líður.
FréttirSkuldaleiðréttingin
Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu
Húsnæðisúrræði um greiðslu séreignasparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignalána gagnast ekki tekjulágum. Kostnaður fyrir ríkissjóð nemur 2 milljörðum króna í ár. Sérfræðingahópur mælir einnig með breytingu á vaxtabótakerfinu eða aflagningu þess.
FréttirSkuldaleiðréttingin
Fara yfir umsóknir þeirra sem fengu synjun á húsnæðisúrræði
Ríkisskattstjóri mun taka aftur upp 41 umsókn eftir niðurstöðu yfirskattanefndar. Umsækjendum var synjað um að nota séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán.
FréttirSkuldaleiðréttingin
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur fékk í dag úrskurð frá yfirskattanefnd þess efnis að henni sé áfram heimilt að nota séreignasparnað skattfrjálst til niðurgreiðslu höfuðstóls húsnæðisláns, þrátt fyrir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað mörgum um úrræðið.
VettvangurHúsnæðismál
Huldufólkið: Þúsundir búa í iðnaðarhverfum, þar af 860 börn
Á bilinu fimm til sjö þúsund einstaklingar búa í iðnaðarhverfum höfuðborgarsvæðisins, þar af 860 börn. Eftir því sem neyðarástand á leigumarkaði harðnar leita sífellt fleiri skjóls í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Íbúar þora ekki að stíga fram af ótta við að missa það litla sem þeir þó hafa. Þeir lýsa vonleysi og depurð yfir því að hafa endað í þessari stöðu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.