Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
„Mikil náttúruverðmæti raskast verulega“, segir í mati Skipulagsstofnunar á fyrirhugaðri Svartárvirkjun á mörkum Bárðardals og hálendisins fyrir norðan. Stofnunin varar við röskun á „einum lífríkustu og vatnsmestu lindám landsins“ og sérstæðu landslagi með upplifunargildi. Samkvæmt lögum hefði ekki þurft að gera umhverfismat. Stofnunin segir matsskýrslu framkvæmdaaðilanna skorta trúverðugleika.
FréttirMeðhöndlari kærður
„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
Frænka Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar kærði hann árið 2018 fyrir ítrekuð kynferðsbrot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orðin 19 ára. Í skýrslutökum lýsir hún því hvernig Jóhannes hafi brotið margoft á henni í félagi við fjölda annarra karlmanna og hvernig hann hafi átt frumkvæði að þeim brotum. Þá ber hún að Jóhannes hafi einnig brotið á henni þegar hann veitti henni hnykkmeðferð líkt og á annan tug kvenna kærði hann fyrir.
Fréttir
„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
Rafmgangslaust hefur verið í um sautján klukkustundir á bæjum í Höfðahverfi. Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða I óttast að þök kunni að fjúka af útihúsum. Engin leið er að fara úr húsi.
FréttirSamherjaskjölin
Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir voru sektuð fyrir brot á skilaskyldu laga um gjaldeyrismál sem tóku gildi eftir bankahrunið. Sektirnar voru endurgreiddar fyrr á þessu ári vegna mistaka sem gerð voru við brot á setningu laga um gjaldeyrismál. Gögnin í Samherjamálinu sýna frekari millifærslur til þeirra frá félagi Samherja á Kýpur.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur
Samherji hefur gefið myndarlega til góðgerðar- og líknarmála í Eyjafirði í gegnum Samherjasjóðinn. Þær gjafir samsvara hins vegar aðeins um helmingi af mútugreiðslum.
FréttirSamherjaskjölin
Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur safnað miklum auðæfum í eignarhaldsfélagi sínu. Áætlað hefur hann hagnast persónulega um tæplega 1,8 milljarða króna á veiðum sem byggja á mútugreiðslum.
FréttirSamherjaskjölin
Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu
Íslendingar styrktu Namibíu um 1,6 milljarða króna með þróunaraðstoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands á árunum 1990 til 2010. Tæplega helmingur fjárins, 672 milljónir, fór í uppbyggingu á sjómannaskóla til að hjálpa Namibíumönnum að stunda útgerð. Aðstoð Íslendinga í sjávarútvegi var sögð „kraftaverk“, en í kjölfarið kom Samherji og greiddi hærri upphæð í mútur í landinu.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson
Sómakennd Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.
FréttirSamherjaskjölin
Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
Samherji hefur greitt yfir milljarð króna í mútur til embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu til þess að komast yfir fiskveiðikvóta.
Fréttir
Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld
Dæmi eru um að kostnaður ökumanns við veggjald um Vaðlaheiðargöng nær fjórfaldist þegar bílaleigur sjá um innheimtu.
Fréttir
Stendur í forræðisdeilu við dæmdan barnaníðing
Kona sem á tvö börn með dæmdum barnaníðingi hefur beðið í 8 mánuði eftir niðurstöðu í forsjármáli sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands. Börnin eru 8 og 10 ára og þekkja ekki föður sinn. Þrátt fyrir það hefur hann sameiginlega forsjá með móðurinni.
FréttirLaxeldi
Arnarlax lofar bót og betrun út af níu strokulöxum
Níu af ellefu eldislöxum sem veiddust í íslenskum ám og Hafrannsóknastofnun upprunagreindi koma frá Arnarlaxi. Stjórnarformaður Arnarlax harmar slysasleppingarnar. Leigutakar laxveiðiáa á Norðurlandi þar sem tveir eldislaxar veiddust segja niðurstöðuna slæma.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.