Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ótti við heróínbylgju

Götu­verð á morfíni hef­ur tvö­fald­ast í kjöl­far hertra reglna Embætt­is land­lækn­is sem skerð­ir að­gengi að lækna­dópi. Verk­efn­a­stýra Frú Ragn­heið­ar ótt­ast að ef verð­ið haldi áfram að hækka að þá muni heróín rata til lands­ins í aukn­um mæli og að þá muni mik­ið af fólki í þess­um jað­ar­setta hópi falla frá.

Verð á efnum eins og morfíni og rítalíni á götunni hafa tvöfaldast á aðeins einu ári eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp.

Framkvæmdarstýra Frú Ragnheiðar, sem starfar við að útvega sprautufíklum hreinar sprautur, varar við því að heróín og önnur hættuleg vímuefni muni ná fótfestu á landinu vegna aðgerðanna gegn aðgengi að morfíni.

Hún segir að skjólstæðingar þurfi að leggja miklu meira á sig til að hafa efni á skömmtum til að halda sér frá fráhvarfseinkennum. Sérfræðingur Embætti landlæknis ver ákvörðunina sem lið í því að berjast gegn ofskömmtum sem jukust um þriðjung frá 2015 til 2016.

Kerfi vinnur gegn læknarápi

 

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá eftirlits- og frávikssviði Embætti landlæknis, segir Stundinni að nýja kerfið hafi verið tekið upp til að berjast gegn læknarápi, þar sem einstaklingar verða sér úti um marga lyfseðla fyrir sterkum og ávanabindandi lyfjum frá mismunandi læknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu