SÁÁ
Aðili
Óásættanleg meðferð á sjúkragögnum og lítilsvirðing við viðkvæman hóp

Kristín I. Pálsdóttir

Óásættanleg meðferð á sjúkragögnum og lítilsvirðing við viðkvæman hóp

Kristín I. Pálsdóttir
·

„Það er vægast sagt alvarlegt að ekki sé borin meiri virðing fyrir þeim viðkvæma hópi sem þarf að reiða sig á þjónustu SÁÁ.“

Bréf til heilbrigðisráðherra Íslands

Kári Stefánsson

Bréf til heilbrigðisráðherra Íslands

Kári Stefánsson
·

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ávarpar Svandísi Svavarsdóttur og gagnrýnir hana fyrir að taka þátt í að veitast að SÁÁ. Telur gagnrýnina markast af misskilningi á sósíalískri hugmyndafræði.

Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“

Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“

·

Maður á þrítugsaldri skráði sig út af Vogi og leitaði til fíknigeðdeildar sem var lokuð í sumar. Hann komst ekki strax aftur inn hjá SÁÁ og lést í ágúst. Móðir hans segir fordóma ríkja gagnvart fólki með lyfjafíkn.

Skortur á umhyggju og áhuga á þeim sem sprauta sig

Skortur á umhyggju og áhuga á þeim sem sprauta sig

·

Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir hærra götuverð á morfínskyldum lyfjum leiða til örvæntingar hjá þeim sem nota þau í æð. Átak til að minnka magn af lyfjunum í umferð hafi gert stöðu viðkvæmasta hópsins verri. Nauðsynlegt sé að koma á fót skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð að erlendri fyrirmynd.

Geta ekki tryggt öryggi ungmenna á Vogi og hætta að taka við þeim

Geta ekki tryggt öryggi ungmenna á Vogi og hætta að taka við þeim

·

SÁÁ hættir að taka við ungmennum undir 18 ára aldri á sjúkrahúsið Vog. Samtökin vilja axla ábyrgð á skaða sem börn hafa orðið fyrir í meðferð og segjast ekki geta tryggt öryggi þeirra. SÁÁ hefur áður afskrifað slíka gagnrýni.

Ótti við heróínbylgju

Ótti við heróínbylgju

·

Götuverð á morfíni hefur tvöfaldast í kjölfar hertra reglna Embættis landlæknis sem skerðir aðgengi að læknadópi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar óttast að ef verðið haldi áfram að hækka að þá muni heróín rata til landsins í auknum mæli og að þá muni mikið af fólki í þessum jaðarsetta hópi falla frá.

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

·

Móður tókst að missa börn sín, heimili, bíl og aleigu eftir að ánetjast morfíni og rítalíni. Annar maður hefur sprautað sig nánast daglega í tuttugu ár, og kallar fíknina þrældóm.

75 prósent kvenna í meðferð verið beittar kynferðislegu ofbeldi

75 prósent kvenna í meðferð verið beittar kynferðislegu ofbeldi

·

Niðurstöður nýrrar rannsóknar um reynslu og áfallasögu kvenna í fíknimeðferðum eru sláandi. Mikill meirihluti þátttakenda hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og nær 35 prósent verið kynferðislega áreittar í meðferð.

En það kom ekki fyrir mig!

Ráð Rótarinnar

En það kom ekki fyrir mig!

Ráð Rótarinnar
·

Vill SÁÁ ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi sjúklinga sinna? spyrja konur sem sitja í ráði og vararáði Rótarinnar. Ef SÁÁ ætli að taka frásagnir kvenna af meðferðinni alvarlega þurfi samtökin að ráðast í allsherjarúttekt á starfseminni. Í jafnréttislögum séu skýrar skilgreiningar á kynferðisáreitni sem samtökin ættu að miða við, setja sér verklagsreglur um meðferð slíkra brota og endurmennta starfsfólk um þennan brotaflokk.

Yfirlýsing SÁÁ: Fréttaflutningur „til þess fallinn að gera stöðu sjúklinga á Vogi tortryggilega“

Yfirlýsing SÁÁ: Fréttaflutningur „til þess fallinn að gera stöðu sjúklinga á Vogi tortryggilega“

·

Í yfirlýsingu frá Arnþóri Jónssyni, formanni SÁÁ, er varað við fréttaflutningi af reynslu kvenna sem hafa verið þolendur kynferðisofbeldis og yfirgefa meðferð í kjölfar kynferðislegrar orðræðu, vegna þeirra áhrifa sem „slíkar dylgjur geta valdið“.

Gekk út af Vogi vegna þess hvernig talað var um stúlkur

Gekk út af Vogi vegna þess hvernig talað var um stúlkur

·

Kona um fimmtugt þoldi ekki hvernig talað var um unglingsstelpu á staðnum, vegna þess að það minnti hana á viðhorfið sem hún mætti sem ung kona, brotin eftir kynferðisofbeldi. Hún gekk út af Vogi og þurfti að leita sér ráðgjafar í kjölfarið.

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

·

Meðferð SÁÁ snýst um að lækna „lífshættulegan heilasjúkdóm,“ en konur hafa upplifað ógnanir og áreitni frá dæmdum brotamönnum í meðferðinni. Ung stúlka lýsir því hvernig hún hætti í meðferð vegna ógnana og áreitis. Vinkona móður hennar var vikið fyrirvaralaust úr meðferð án skýringa, eftir að hún tilkynnti um áreitni, og ekki vísað í önnur úrræði þrátt fyrir alvarleika sjúkdómsins. Forsvarsmenn SÁÁ segja gagnrýni ógna öryggi og heilsu annarra sjúklinga og vísa henni á bug.