Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Úttekt
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa alvarleg áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar. Tölur lögreglu benda til að sjálfsvíg séu umtalsvert fleiri nú en vant er. Fagfólk greinir aukningu í innlögnum á geðdeild eftir því sem liðið hefur á faraldurinn og verulega mikið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsunum.
Fréttir
Frú Ragnheiður safnaði 11 milljónum á 11 ára afmælinu
Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins mun eignast nýjan bíl til að sinna heimilislausu fólki og þeim sem nota vímuefni í æð. Söfnunin gekk fram úr vonum.
FréttirCovid-19
Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Forsvarsfólk hjálparsamtaka hefur þó áhyggjur af því hvað kunni að gerast þegar fjöldauppsagnir verða komnar til framkvæmda. Verkefni erlendis eru orðin kostnaðarsamari og erfiðari.
FréttirSpilafíkn á Íslandi
Virkilega sorglegt að horfa upp á fólk í þessum aðstæðum
„Þegar fólk kom og bað mig um að stoppa spilamennsku hjá fjölskyldumeðlimi eða vini var fátt sem ég gat gert. Þetta er lögleg starfsemi og það er ekki hægt að hindra fullorðið fólk í því sem það vill gera.“ Þetta segir fyrrverandi starfsmaður á spilakassastað. Framkvæmdastjóri Íslandsspila segir að allir starfsmenn fái fræðslu um spilafíkn og spilavanda.
Fréttir
Börn verða send til Grikklands í fyrsta sinn á morgun
Ungir foreldrar frá Írak með fjögur börn verða að óbreyttu sendir til Grikklands á morgun. Þrátt fyrir að mörgum fjölskyldum hafi að undanförnu verið synjað um vernd hér hefur ekkert barn verið sent til Grikklands, enn sem komið er. Talsmaður Rauða krossins segir mikið óvissuástand ríkja þar. Þrjú Evrópuríki hafa tekið ákvörðun um að taka við fólki frá Grikklandi, vegna þess.
Viðtal
Flúði hatur og hrylling til Íslands
Saga ungs manns sem lýsir því hvernig hann hraktist 16 ára gamall frá fjölskyldu sinni vegna þess að hann er samkynhneigður. Hann greinir frá sjálfsvígi móður sinnar, flótta úr landi og hrottalegum morðum á vinum sínum vegna fordóma. Honum hefur verið synjað um vernd á Íslandi.
Fréttir
Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan
Rauði kross Íslands harmar hvernig staðið var að brottflutningi þungaðrar albanskrar konu úr landi í gær. Miðað við aðstæður hefði sá brottflutningu aldrei átt að fara fram.
Fréttir
Lög um útlendinga aðeins til á íslensku
Ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar 2017 en hafa enn ekki verið þýdd. Eldri lög voru til í enskri þýðingu. Lögmaður segir afleitt að þeir sem ekki lesi íslensku geti ekki kynnt sér lög sem eigi við um þau.
Fréttir
Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna
Rauði krossinn gerir verulegar athugsemdir við málflutning velferðarráðuneytisins. Segir að ráðuneytið hafi óvænt og einhliða sett fram kröfu um að eignarhald sjúkrabíla færist til ríkisins.
Fréttir
Skortur á umhyggju og áhuga á þeim sem sprauta sig
Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir hærra götuverð á morfínskyldum lyfjum leiða til örvæntingar hjá þeim sem nota þau í æð. Átak til að minnka magn af lyfjunum í umferð hafi gert stöðu viðkvæmasta hópsins verri. Nauðsynlegt sé að koma á fót skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð að erlendri fyrirmynd.
Fréttir
Dómsmálaráðherra tók nær ekkert tillit til athugasemda Rauða krossins
Dómsmálaráðuneytið sendi út sérstaka fréttatilkynningu um að tekið hefði verið tillit til athugasemdanna. Aðeins ein smávægileg orðalagsbreyting var gerð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.