Fíkniefni
Flokkur
Kristallað metamfetamín auglýst til sölu í leynihópum

Kristallað metamfetamín auglýst til sölu í leynihópum

·

Sala á metamfetamíni hefur aukist á Íslandi undanfarin ár. Aðalpersóna þáttanna Breaking Bad er notuð til að auglýsa gæði þess í lokuðum spjallhópi þar sem boðið er upp á „Walter White type of shit“.

Forðumst fordóma – hugum að hugtakanotkun

Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir

Forðumst fordóma – hugum að hugtakanotkun

·

Ráðskonur Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, benda á mikilvægi þess að gætt sé að hugtakanotkun þegar fjallað er um fólk sem notar vímuefni, og þess gætt að mannvirðing sé sett í forgrunn þar.

Vill lögleiða rekstur neyslurýma

Vill lögleiða rekstur neyslurýma

·

Heilbrigðisráðherra leggur til stofnun neyslurýmis fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð. Um 700 manns á Íslandi nota efni í æð og er rýmið hugsað til skaðaminnkunar fyrir þann hóp.

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

·

Félagsráðgjafi gagnrýnir Íbúasamtök Norðlingaholts harðlega fyrir að mótmæla vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda. „Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki.“

Sluppu ekki við sakaskrá vegna neysluskammta fyrir reglubreytingu

Sluppu ekki við sakaskrá vegna neysluskammta fyrir reglubreytingu

·

Reglum um sakaskrá var breytt í maí þannig að fíknilagabrot yrðu ekki skráð í tilviki neysluskammta. Alls voru 101 slíkt brot skráð í sakaskrá frá því að núverandi ríkisstjórn tók við þar til reglunum var breytt.

Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“

Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“

·

Maður á þrítugsaldri skráði sig út af Vogi og leitaði til fíknigeðdeildar sem var lokuð í sumar. Hann komst ekki strax aftur inn hjá SÁÁ og lést í ágúst. Móðir hans segir fordóma ríkja gagnvart fólki með lyfjafíkn.

Flúði veikindi móður sinnar með því að skapa hliðarveruleika

Flúði veikindi móður sinnar með því að skapa hliðarveruleika

·

Baldvin Z var barn að aldri þegar móðir hans veiktist af krabbameini og lést. Til þess að takast á við aðstæðurnar skapaði hann sér hliðarveruleika og fór að semja sögur. Í nýjustu kvikmyndinni fjallar hann um afleiðingar fíkniefnaneyslu á neytendur og aðstandendur þeirra, en sagan er byggð á veruleika íslenskra stúlkna.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár

·

Ofneysla lyfseðilsskyldra lyfja hefur valdið fleiri dauðsföllum á Íslandi en ofneysla ólöglegra vímuefna. Voru ópíumskyld lyf ástæða nær helmings andláta. Ofneysla örvandi lyfja dró 18 manns til dauða.

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

·

Stefan Ólafur beið í sautján daga í skelfilegu ástandi eftir að komast í meðferð á Vogi. Honum var vísað úr eftirmeðferð á Vík, að ósekju að sögn móður hans. Nú á hann engan annan kost en að bíða eftir innlögn á Vog að nýju.

Geta ekki tryggt öryggi ungmenna á Vogi og hætta að taka við þeim

Geta ekki tryggt öryggi ungmenna á Vogi og hætta að taka við þeim

·

SÁÁ hættir að taka við ungmennum undir 18 ára aldri á sjúkrahúsið Vog. Samtökin vilja axla ábyrgð á skaða sem börn hafa orðið fyrir í meðferð og segjast ekki geta tryggt öryggi þeirra. SÁÁ hefur áður afskrifað slíka gagnrýni.

Ótti við heróínbylgju

Ótti við heróínbylgju

·

Götuverð á morfíni hefur tvöfaldast í kjölfar hertra reglna Embættis landlæknis sem skerðir aðgengi að læknadópi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar óttast að ef verðið haldi áfram að hækka að þá muni heróín rata til landsins í auknum mæli og að þá muni mikið af fólki í þessum jaðarsetta hópi falla frá.

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

·

Móður tókst að missa börn sín, heimili, bíl og aleigu eftir að ánetjast morfíni og rítalíni. Annar maður hefur sprautað sig nánast daglega í tuttugu ár, og kallar fíknina þrældóm.