Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
3

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna
7

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
8

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Áskorun um #strákahitting

Konur, börn og hinsegin fólk eru ekki þau einu sem gjalda dýru verði fyrir eitraðan karlakúltúr. Karlar sjálfir bera þar þungan fórnarkostnað.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Konur, börn og hinsegin fólk eru ekki þau einu sem gjalda dýru verði fyrir eitraðan karlakúltúr. Karlar sjálfir bera þar þungan fórnarkostnað.

Kæru strákar og karlar hvarvetna,

Eflaust hafið þið orðið varið við #metoo átakið, en á einni viku tístu sjö hundruð þúsund konur um reynslu sína af kynferðisofbeldi/áreitni með áðurnefndu myllumerki. HUNDRAÐ ÞÚSUND Á DAG, á einum samfélagsmiðli. Það gefur hrollvekjandi vísbendingu um umfang vandans.

Við Íslendingar þekkjum sambærilegar fjöldahreyfingar af eigin raun, en nefna má Beauty Tips-byltinguna 2015 þar sem fjölmargar íslenskar konur stigu fram og greindu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir, sem og #freethenipple, þar sem konur lýstu klámvæðingu kvenlíkamans og stafrænu kynferðisofbeldi stríð á hendur. Síðast en ekki síst má nefna #höfumhátt, myllumerkið sem sumir vilja meina að hafi hreinlega fellt ríkisstjórnina nú á haustmánuðum. Ljóst er að tími þöggunar og meðvirkni er liðinn. Og afsakið orðbragðið, en mikið fokking var.

Ég vildi óska að þessi umræða væri alltaf í gangi, en ekki bara þegar mælirinn fyllist og sögur kvenna um misrétti flæða yfir internetið og fylla fréttaveituna. Ég vildi óska að málið væri daglega á dagskrá stjórnvalda, lögreglunnar og menntastofnana. Vandamálið er svo sannarlega til staðar á hverjum degi og hefur neikvæð áhrif á stóran hluta mannkynsins. Og nei, ekki bara á konur.

Fyrir nokkrum árum sat ég á málþingi með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og hlustaði á hann greina frá því að 98% af kærðum kynferðisbrotum séu framin af körlum. Mikill meirihluti brotaþola eru konur. Tölfræðin sannar svart á hvítu að karlar eru margfalt líklegri til að beita ofbeldi af þessu tagi, svo ástæðan hlýtur að felast í menningu og félagsmótun karla. Eitthvað eitrað er þar á seyði.

Konur, börn og hinsegin fólk eru ekki þau einu sem gjalda dýru verði fyrir eitraðan karlakúltúr. Karlar sjálfir bera þar þungan fórnarkostnað. Algengasta dánarorsök 18–25 ára karla á Íslandi er sjálfsvíg og tíðnin er mun hærri meðal karla en kvenna. Karlmenn glíma fremur en konur við vímuefnavanda og félagslega einangrun. Þeir leita sér síður læknisaðstoðar þegar þeir eru veikir og bera harm sinn oftar í hljóði, stundum með banvænum afleiðingum.

Undanfarna áratugi höfum við konur brotist undan staðalmyndum með því að hafna hefðbundnum kynhlutverkum, flykkjast út á atvinnumarkaðinn, mennta okkur, setjast í stjórnunarstöður og stýra heilu þjóðunum. Við höfum krafist jafnréttis í launamálum og heimilisverkum. Við höfum frelsað okkur úr fjötrum þröngsýnna hugmynda um hvað sé „ásættanlegt“ að við gerum við líkama okkar, hverju við klæðumst eða hvaða starfsvettvang við veljum okkur. Á sama hátt viljum við styðja ykkur, strákar, í því að brjótast út úr kynjuðu staðalmyndunum sem þið glímið við. En við getum ekki staðið í þeirri baráttu fyrir ykkur.

Ég myndi vilja sjá átak meðal karlmanna sem gengur út á að efla vináttu, ábyrgðarkennd og samstöðu. Ég vil að karlar hjálpist að við að rækta heilbrigð viðhorf í vinahópnum sínum og passi upp á félaga sína á djamminu, svo skemmtanir snúist ekki upp í andhverfu sína fyrir þá sjálfa eða aðra. Ég vil að karlmenn þurfi ekki að óttast að missa völd eða virðingu ef þeir gráta eða ræða opinskátt um tilfinningar sínar. Ég vil að karlar skerist í leikinn ef þeir verða vitni að yfirgangi, áreitni eða valdbeitingu annarra karla. Ég vil að fjölmiðlar hætti að spyrja baráttukonur um hvað gera skuli til að binda endi á ofbeldi gegn konum og beini þeirri spurningu fremur að körlum. Ég vil fá hugmyndir frá körlum um hvernig hægt er að gera útihátíðir og skemmtanir öruggar fyrir alla. Ég vil að ungir karlar helli sér út í baráttuna gegn nauðgunum, svo einn góðan veðurdag geti þeir stoltir sagt næstu kynslóð frá því hvað tíðni kynferðisofbeldis hafi lækkað mikið, þar sem krakkarnir sitja sjokkeraðir og opinmynntir yfir þeirri staðreynd að forðum daga hafi þriðja hver kona orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu nákomins karlmanns á lífsleiðinni. Og finnist það óhugsandi.

Ég vil að karlar tali sín á milli um hvað þeir, persónulega, geti gert til að draga úr ofbeldi gegn konum.

Mest af öllu vil ég skora á íslenska karlmenn að taka upp hugmyndina um #strákahitting, sem gefið hefur góða raun í Svíþjóð (og sjá má meira á www.killmiddag.se). Hún er sáraeinföld og gengur út á að karlar bjóði 3–5 karlkyns vinum heim í mat, þar sem þeir ræða saman um hluti á borð við nánd, ást, vináttu, kynlíf, ofbeldi og karlakúltúr, út frá eigin reynslu. Ég vil að karlar tali sín á milli um hvað þeir, persónulega, geti gert til að draga úr ofbeldi gegn konum. Ég vil að þeir skynji og skilji að stærstu breytingarnar í heiminum gerast ekki í þinghúsum eða dómsölum, heldur í breyttu viðhorfi einstaklinga.

Ég vil að í kjölfarið hafi Stígamót og Kvennaathvarfið varla undan við að svara símtölum og tölvupóstum því það eru svo margir karlmenn sem vilja hjálpa til og stuðla að jákvæðum breytingum. Ég vil að til verði fjöldahreyfing karla gegn ofbeldi, sem berst fyrir jákvæðari, fjölbreyttari og mannúðlegri karlmennsku en nú er við lýði. Rétt eins og önnur lýðheilsumál vil ég að slík hreyfing fái fjárstuðning frá hinu opinbera, því yfirvöld geri sér grein fyrir að um lífsnauðsynlegt mál er að ræða.

Ég vil að þið, kæru karlar, deilið texta í þessum dúr á samfélagsmiðlum ykkar:

Kæru strákavinir! Við vitum allir að kynferðisofbeldi er vandamál. Við vitum að meirihluti gerenda eru karlar. Við vitum að rúmlega 70% þeirra sem fyrirfara sér eru karlar og að karlar leita sér of sjaldan aðstoðar þegar þeim líður illa, líkamlega og andlega. Við vitum að meirihluti þeirra sem glíma við vímuefnavanda eru karlar og að tilkynningar um heimilisofbeldi snúast í flestum tilvikum um ofbeldi karla. Við vitum líka að meirihluti þeirra sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi eru karlmenn og að fimmti hver karlmaður á engan náinn vin. Við vinnum langa vinnudaga, tökum styttra fæðingarorlof og umgöngumst börnin okkar minna en við viljum. Þessi tölfræði liggur fyrir. Konur hafa lengi barist gegn staðalmyndum og kynhlutverkum sem haldið hafa aftur af þeim. Er ekki kominn tími á okkur? Eigum við að hittast í kvöldmat eða kaffi og tala saman um hvernig við getum frelsað okkur líka? Jafnvel þótt okkur finnist áðurnefnd tölfræði ekki endurspegla okkur sjálfa, getum við ekki samt lagt okkar af mörkum? Fyrir okkur sjálfa, fyrir annað fólk, fyrir framtíðina? Staðreyndin er nefnilega sú að það sem gerir okkur körlum lífið erfiðara bitnar á öllu samfélaginu. Hverjir eru memm? Hvenær eigum við að hittast?

Með von um að sjá ykkur,

-Nafn

Karlar og strákar: Ég skora á ykkur að láta vaða og deila þessum texta, eða sambærilegum skilaboðum frá eigin brjósti. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þegar þið eruð búnir að hittast er þjóðráð að birta ljósmynd af ykkur með myllumerkinu #strákahittingur, til að hvetja aðra karla til dáða.

Stundin er runnin upp. Ykkar tími er kominn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
3

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
6

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
6

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Mest lesið í vikunni

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
3

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
4

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
5

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
6

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·

Mest lesið í vikunni

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
3

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
4

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
5

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
6

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·

Nýtt á Stundinni

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·