Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu meðhöndlunar hjá honum. Alls kærðu fimmtán konur Jóhannes fyrir kynferðisbrot.
Fréttir
212
Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði mikið á síðasta ári
Tilkynningum um nauðganir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 46 prósent árið 2020 miðað við árin á undan. Heimilisofbeldismálum fjölgaði hins vegar talsvert.
FréttirJón Baldvin Hannibalsson
32413
„Ánægð fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna“
Gefin hefur verið út ákæra á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, vegna kynferðisbrots. Carmen Jóhannsdóttir sem kærði Jón Baldvin segir hann viðhalda eigin fjölskylduharmleik. Fjöldi kvenna steig fram á síðasta ári og lýsti endurteknum og ítrekuðum brotum Jón Baldvins gegn þeim, þeim elstu frá árinu 1967.
Fréttir
42330
Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan
Þúsundum nektarmynda af íslenskum konum dreift á síðunni. Í fjölmörgum tilfellum eru stúlkurnar undir lögaldri. Erfið mál fyrir lögreglu að eiga við. Enn eru ekki til staðar heimildir í íslenskum lögum sem gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert. Frumvarp þess efnis hefur tvívegis verið svæft í nefnd.
Fréttir
13274
Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins
Samtökin Líf án ofbeldis birta sögur mæðra sem hafa yfirgefið ofbeldissambönd, en upplifa hörku kerfisins sem hyglir hagsmunum ofbeldismanna og lítur fram hjá frásögn fórmarlamba þeirra.
Úttekt
1553.207
Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Stundin ræddi við fjórar íslenskar konur af asískum uppruna, Díönu Katrínu Þorsteinsdóttur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sameiginlegt að hafa lent í rasísku kynferðisofbeldi og kynferðislegum rasisma frá því þær voru á grunnskólaaldri. Þær segja þolinmæðina að þrotum komna og vilja skila skömminni þar sem hún á heima.
FréttirMeðhöndlari kærður
733
Jóhannes hafnar ásökunum fjölda kvenna: „Sannleikurinn kemur í ljós“
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson hafnar því að hafa framið þau brot sem hann er ákærður fyrir og segir konurnar ljúga. Þegar hann var inntur eftir því hvort hann hefði brotið á öðrum konum skellti hann á.
FréttirMeðhöndlari kærður
125749
„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
Frænka Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar kærði hann árið 2018 fyrir ítrekuð kynferðsbrot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orðin 19 ára. Í skýrslutökum lýsir hún því hvernig Jóhannes hafi brotið margoft á henni í félagi við fjölda annarra karlmanna og hvernig hann hafi átt frumkvæði að þeim brotum. Þá ber hún að Jóhannes hafi einnig brotið á henni þegar hann veitti henni hnykkmeðferð líkt og á annan tug kvenna kærði hann fyrir.
FréttirMeðhöndlari kærður
2272.260
Fann fyrir mikilli sektarkennd vegna hinna kvennanna
Ragnhildur Eik Árnadóttir kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega í tvígang. Hún er óánægð með vinnubrögð lögreglu við rannsókn málsins og óar við því að Jóhannes sé enn að meðhöndla ungar konur. Það að fjöldi kvenna lýsi sams konar brotum af hálfu Jóhannesar hljóti að eiga að hafa eitthvað að segja við málsmeðferðina.
FréttirMeðhöndlari kærður
53208
Fjöldi kvenna lýsir ítrekuðum og alvarlegum kynferðisbrotum Jóhannesar
Fimmtán konur kærðu Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot sem samkvæmt vitnisburði áttu sér stað allt frá árinu 2005 og til ársins 2017. Yngsta stúlkan var aðeins 14 ára þegar hún kærði Jóhannes. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjórar nauðganir. Þrjár kvennanna sem kærðu Jóhannes stíga fram í Stundinni og segja sögu sína. Sjálfur neitar hann að hafa brotið gegn konunum og segir þær ljúga.
Fréttir
1891.391
Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni
Rannsókn á meintu kynferðisbroti manns gegn barni sínu var felld niður án þess að læknisrannsókn færi fram á barninu eða það væri tekið í viðtal í Barnahúsi. Vitnisburður tveggja kvenna um brot mannsins gegn þeim hafði ekki áhrif á niðurstöðu dómstólsins.
Fréttir
108372
Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, varar við fræðslu um kynferðislegt ofbeldi á lægri skólastigum. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leikskólabörn að þau séu líkleg til að verða fyrir ofbeldi og beita aðra ofbeldi?“ spyr hann.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.