Sonur Ingibjargar kynnir nýja verslun í Fréttablaðinu
Fréttir ·
2
Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans
Fréttir ·
3
Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum
Greining ·
4
Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
Fréttir ·
5
Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
Fréttir ·
6
Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn
Fréttir ·
7
Vonsvikin yfir tillögum ríkisstjórnarinnar og segja að tilboð SA hefði „leitt til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks“
Fréttir ·
„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna“
Gögn úr Glitni banka benda til þess að Bjarni Benediktsson hafi, þann 6. október 2008, miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni.
Talaði við Einar ÖrnBjarni Benediktsson talaði við EInar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs hjá Glitni, þann 6. október 2008 og var efni samtalsins að FME væri að vinna að einhverju á fullu.
„Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Þannig komst Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Glitnis og vinur Bjarna Benediktssonar, að orði í tölvupósti til Atla Rafns Björnssonar, aðstoðarmanns Lárusar Weldings bankastjóra Glitnis, þann 6. október 2008 klukkan 14:15. Í tölvupóstinum er líklega vísað til Jónasar Fr. Jónssonar sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins á þessum tíma.
Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis eftir að hafa setið fundi um ógöngur bankans og fjármálakerfisins í heild. Tölvupósturinn frá 6. október bendir til þess að Bjarni hafi miðlað upplýsingum um störf FME til framkvæmdastjóra hjá Glitni þegar mikil óvissa ríkti um framtíð bankakerfisins á Íslandi.
Upplýsingarnar koma fram í gögnum innan úr Glitni banka sem Stundin hefur undir höndum og vinnur úr í samstarfi við Reykjavík Media og breska dagblaðið The Guardian. Gögnin varpa nýju ljósi á ýmislegt er varðar viðskipt Bjarna, föður hans og föðurbróður í aðdraganda hrunsins, meðal annars Vafningsmálið, sem og viðskiptin sem fóru fram í gegnum aflandsfélagið Falson á Seychelles-eyjum. Umfjöllunina í heild má nálgast í blaðinu sem kom út í dag.
Athugasemdir