Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans
Fundargerðir lánanefndar Landsbanka Íslands varpa ljósi á síðustu ákvarðanirnar sem teknar voru í rekstri hans fyrir bvankahrunið 2008. Dótturfélag Samherja fékk meðal annars 7 milljarða króna bankaábyrgð vegna fjárfestinga í útgerð í Afríku.
Fréttir
Dómur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fellur á morgun
Hæstiréttur tekur í fyrramálið afstöðu til kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni verði meinað að byggja fréttaflutning á gögnum úr Glitni og látin afhenda gögnin.
Fréttir
Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka
Embætti sérstaks saksóknara rannsakaði að minnsta kosti þrjú mál þar sem aðkoma Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að fjárútlátum úr Glitni var lykilatriði. Hann var hins vegar bara ákærður í einu þessara mála og hefur nú verið sýknaður í því á tveimur dómstigum.
Afhjúpun
Róbert borgaði 1,3 milljarða upp í 45 milljarða skuldir
Fjárfestirinn Róbert Wessmann gerði skuldauppgjör við Glitni í árslok 2013. Róbert og samverkamaður hans, Árni Harðarson, losnuðu undan sjálfskuldarábyrgðum vegna milljarða króna skulda. Róbert á fyrirtæki og fasteignir í gegnum flókið net aflandsfélaga.
FréttirGlitnisgögnin
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
Lögbannið er fallið úr gildi en mál Glitnis HoldCo gegn Stundinni heldur áfram fyrir Hæstarétti, samkvæmt ákvörðun réttarins. Hæstiréttur ætlar að fjalla um kröfur Glitnis HoldCo þess efnis að viðurkennt verði að Stundinni sé óheimilt að byggja á Glitnisskjölunum og beri að afhenda gögnin.
Fréttir
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.
Greining
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.
Fréttir
Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur
Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.
FréttirGlitnisgögnin
Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til að viðhalda lögbanni
Lögmenn Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eignir þrotabús Glitnis banka, hafa sótt um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar í máli sem varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr Glitnisskjölunum. Ritstjórn Stundarinnar ákvað að ljúka lögbanninu.
Fréttir
Innherjar seldu en almenningur var blekktur
Starfsmenn og millistjórnendur Glitnis forðuðu á þriðja hundrað milljóna úr Sjóði 9 áður en tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á bankanum. Félag Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, átti hins vegar langstærstu söluna fyrir hrun og innleysti meira en milljarð króna.
Rannsókn
Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjarfjölskyldan Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.
Fréttir
Stundin heldur áfram umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum
Fréttaflutningur um fjármál æðsta handhafa framkvæmdavaldsins var stöðvaður með valdi í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Nú hafa hins vegar dómstólar tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að lögbannið sé ólögmætt og stangist á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.