Strangari kröfur gerðar á lögbönn á fjölmiðla
Nýju frumvarpi dómsmálaráðherra er ætlað að bregðast við gagnrýni á lögbönn á fjölmiðla. Vísað er til lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar af fjármálum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
Fréttir
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
Fjármálaráðuneytið svarar ekki spurningum um viðskipti Bjarna Benediktssonar í Glitnisskjölunum. Óljóst hvort eða með hvaða hætti Bjarni greiddi skatta af 67 milljóna króna skuldaniðurfellingu. Bjarni er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi.
Greining
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.
Fréttir
Glitnisskjölin: Skuldaniðurfelling Bjarna vekur spurningar um skattgreiðslur
Tveir sérfræðingar í skattamálum segja mögulegt að skuldayfirfærsla Bjarna Benediktssonar sé gjöf í skilningi skattalaga. Bjarni losnaði við 67 milljóna kúlulán þegar félag föður hans, sem Bjarni stýrði, yfirtók persónulega skuld hans.
Fréttir
Stofnun gegn spillingu telur að Bjarni hefði glatað trausti í Svíþjóð
Starfsmaður sænsku stofnunarinnar Institutet mot mutor, sem vinnur gegn spillingu, svarar spurningum um regluverkið í Svíþjóð sem snýr að aðkomu þingmanna að viðskiptalífinu. Sænskur þingmaður gæti ekki stundað viðskipti eins og Bjarni Benediktsson gerði á Íslandi án þess að þverbrjóta þessar reglur.
Fréttir
Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.
Rannsókn
Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjarfjölskyldan Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.
Fréttir
Stundin heldur áfram umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum
Fréttaflutningur um fjármál æðsta handhafa framkvæmdavaldsins var stöðvaður með valdi í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Nú hafa hins vegar dómstólar tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að lögbannið sé ólögmætt og stangist á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar
Fastanefnd Íslands svarar Evrópuráðinu sem taldi fjölmiðlafrelsi ógnað á Íslandi
„Þannig staðfesti dómurinn að rétturinn til frjálsra og lýðræðislegra kosninga er nátengdur réttinum til frjálsrar tjáningar, en hvort tveggja eru hornsteinar lýðræðisþjóðfélags,“ segir í bréfi fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu.
Sýslumaður vék frá meginreglu við framkvæmd lögbanns og vanrækti skráningarskyldu sína.
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar
Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“
Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. „Áttu ekkert erindi við almenning,“ sagði bróðir þáverandi forsætisráðherra í yfirlýsingu sem Glitnir HoldCo lagði fram.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.