Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Selur bankann sem fjölskyldan átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.

Glitnisgögnin, sem Stundin fjallaði um haustið 2017 og aftur ári síðar eftir að lögbann á umfjöllunina var fellt úr gildi, vörpuðu nýju ljósi á þátttöku Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í viðskiptum fjölskyldu sinnar með hlutabréf Íslandsbanka og fjármuni í sjóðum hans fyrir bankahrun. Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en átti mikla aðkomu að fjárfestingum Engeyjarfjölskyldunnar svokölluðu sem var ráðandi eigandi Íslandsbanka, bankans sem Bjarni stendur nú fyrir að selja að hluta úr ríkiseigu.

Bjarni var stjórnarformaður í tveimur félögum fjölskyldunnar, sem var stærsti lántakandi Íslandsbanka á sama tíma og hún var ráðandi eigandi bankans. Hæst fóru lán bankans til Engeyinga í 20 prósent af eiginfjárgrunni hans árið 2006, en voru 15 prósent við hrun bankans. Bjarni tók einnig þátt í Vafningsfléttunni svokölluðu, sem talin var auka áhættu bankans sem þá hafði breytt um nafn og hét Glitnir, og í kjölfarið seldi fjölskyldan hlutabréf í bankanum fyrir tæpan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu