Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

„Þetta snýst um menn en ekki málefni,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um stöðuna sem upp er komin í Viðreisn. Stofnandinn og fyrsti formaður flokksins íhugar að stofna annan flokk eftir að honum var hafnað.
Ásakanir um óheiðarleika eða svikabrigls ganga á víxl í Viðreisn. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður flokksins, er ósáttur við að hafa ekki fengið leiðtogasæti á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir gagnrýna Benedikt fyrir að gera stjórn og stofnanir flokksins tortryggilegar. Þar á meðal þingmaðurinn Jón Steindór Valdimarsson sem Benedikt nefndi sem dæmi um hvernig klíka núverandi formanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hafi fórnað fyrir eigin vini í flokknum.
„Þetta snýst um menn en ekki málefni,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um stöðuna. Það sé ekki málefnalegur ágreiningur á milli aðila; deilan snýst um sæti á listum og þá aðallega löngun stofnanda flokksins til að komast í því sem næst öruggt þingsæti fyrir komandi kosningar. „Benedikt telur að sér sé sýnd óvirðing. En þetta er á milli hans og Þorgerðar,“ …
Athugasemdir