Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér

Sam­herji sver af sér tengsl við eign­ar­halds­fé­lag í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um sem not­að var til að greiða laun starfs­manna út­gerð­ar­inn­ar í Afr­íku. Gögn frá DNB-bank­an­um sýna hins veg­ar að fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja hafði rétt­indi til að stýra banka­reikn­ingi fé­lags­ins og að bank­inn taldi fé­lag­ið lúta stjórn Sam­herja.

Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér
Þorsteinn Már Baldvinsson Gögn frá DNB-bankanum sýna að fjármálastjóri hjá Samherja hafði réttindi til að stýra bankareikningi félagsins.

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji sver af sér öll eigendatengsl eða yfirráð yfir félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum sem meðal annars var notað til að greiða laun sjómanna Samherja í Namibíu. Þetta gerir Samherji þrátt fyrir að fjármálastjóri dótturfélags Samherja á Spáni hafi verið einn þeirra sem tilgreindur var sem „notandi“ bankareiknings Cape Cod FS hjá norska bankanum DNB og þrátt fyrir að bankinn hafi talið félagið vera „undir Samherja“ á einhverjum tímapunkti. 

Cape Cod FS var eitt af þeim félögum sem rætt var um í tengslum við umfjöllun Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera í nóvember í fyrra um mútugreiðslur Samherja til ráðamanna í Namibíu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta.  Samherji fjármagnaði Cape Cod FS, hafði aðgang að bankareikningum félagsins í gegnum starfsmann sinn og starfsmenn Samherja fengu laun af þessum bankareikningum. Málið er nú til rannsóknar í Namibíu, á Íslandi og í Noregi. 

Segir eignarhaldið þýsktEiríkur S. Jóhannesson, stjórnarformaður Samherja, sagði í yfirýsingu að eignarhaldið á Cape Cod FS væri þýskt. Norski DNB bankinn lokaði á viðskipti félagsins vegna þess að ekki var ljóst hver átti það en DNB hafði þá talið félagið vera „undir“ Samherja.

Afneitun Samherja á eigenda- og stjórnartengslum við félagið Cape Cod FS kom fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni Samherja, Eiríki S. Jóhannssyni, fyrir nokkrum dögum. 

Í yfirlýsingunni fór Eiríkur yfir túlkun Samherja á ætluðum niðurstöðum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein í athugun sem fyrirtækið gerði að beiðni Samherja á mútugreiðslum fyrirtækisins í Namibíu. Samherji ætlar ekki að birta niðurstöður Wikborg Rein opinberlega, að sinni að minnsta kosti. Stórfyrirtæki hafa áður komist að sömu niðurstöðu í sambærilegum málum eins og til dæmis í Telia-málinu svokallaða í Svíþjóð

Um félagið Cape Cod FS sagði Eiríkur  í yfirlýsingu Samherja: „Strax í byrjun vorum við sannfærð um að sumar þessara ásakana væru tilhæfulausar og ættu ekki við nein rök að styðjast. Eitt slíkt dæmi varðar áhafnarleiguna Cape Cod sem er í þýskri eigu. Fyrirtækið annaðist einkum greiðslu launa til skipverja í nokkrum ríkjum en í umfjöllun fjölmiðla var félagið sagt hafa verið notað í margvíslegum ólögmætum tilgangi í tengslum við reksturinn í Namibíu.“ 

Fjármálastjórinn notandi reiknings Cape Cod FSFjármálastjóri dótturfélags Samherja á Kanaríeyjum, Brynjar Þórsson, var einn af notendum bankareiknings Cape Cod FS á Marshall-eyjum ásamt tveimur starfsmönnum kýpversks eignarstýringarfyrirtækis. Myndin sýnir samninginn sem gerður var um bankaviðskipti Cape Cod FS við DNB og kemur nafn Brynjars þar fyrir.

Norski bankinn lokaði á Cape Cod

Eins og fjallað var um í Kveik og Stundinni í fyrra lét norski DNB bankinn loka bankareikningum Cape Cod FS árið 2018 vegna óvissu um eignarhald félagsins á Marshall-eyjum og vegna hættu á því að peningaþvætti kynni að vera stundað í gegnum reikninga félagsins af þessum sökum. 

Í gögnum DNB bankans kom fram að á einum tímapunkti sem reikningum Cape Cod FS var lokað hafi eigandinn verið sagður kýpversk starfsmannaleiga, JPC Shipmanagement, sem leigir út sjómenn til útgerða.  Þrír Þjóðverjar voru svo sagðir eiga JPC. Starfsmaður DNB spurðist fyrir um félögin fékk þessi svör frá starfsmanni JPC. 

Í gögnunum um starfsemi Samherja í Afríku kemur hins vegar fram að norski bankinn hafi talið félagið á Marshall-eyjum vera undir Samherja á einhverjum tímapunkti enda kom nafn Brynjars Þórssonar, starfsmanns Samherja á Kanaríeyjum, fyrir í gögnum um uppsetningu bankareiknings fyrir félagið hjá DNB árið 2010.

Í greiningu DNB á félaginu kemur fram að félagið tilheyri Samherja ekki lengur og að í dag séu þrír einstaklingar skráðir eigendur samkvæmt JPC Shipmanagement: „Ekki lengur undir Samherja. 3 einstaklingar eru efstir í eigendakeðjunni. (Ikke under Samherji lenger. 3 privatpersoner på topp i eierstrukturen).“

Starfsmaður JPC Shipmanagement sendi DNB-bankanum hins vegar aðeins staðfestingu á eignarhaldi þess félags en ekki félagsins á Marshall-eyjum. Kýpverska félagið sagði að engin hlutabréf, eða „bearer shares“ á ensku, væru gefin út fyrir félagið í skattaskjólinu en að eignarhald félagsins væri hið sama og á starfsmannaleigunni á Kýpur. 

Þegar eftir því var leitað gat starfsmaður kýpverska fyrirtækisins hins vegar ekki sent norska bankanum staðfestingu á eignarhaldi Cape Cod FS á Marshall-eyjum. Miðað við þessar upplýsingar var hvorki Samherji, né nokkur annar, skráður eigandi þessa félags. Þess vegna lokaði DNB bankareikningum félagsins þar. 

Þegar bankreikningum Cape Cod FS var lokað vegna hættu á peningaþvætti árið 2008 hafði félagið millifært rúmlega 644 milljónir norskra króna, rúmlega 9 milljarða króna, í rúmlega 13 þúsund millifærslum. Þessir peningar komu frá félögum Samherja og runnu til starfsmanna félagsins sem launagreiðslur fyrir störf þeirra í Afríku, fyrst í Marokkó og Máritaníu og síðar í Namibíu. 

Í yfirlýsingunni frá Samherja og Eiríki S. Jóhannssyni stjórnarformanni er því gert heldur lítið úr skjalfestum tengslum Samherja við Cape Cod FS þegar félagið er sagt hafa verið í „þýskri eigu“. DNB bankinn lokaði einmitt á viðskipti Cape Cod í gegnum bankann vegna þess að hann fékk ekki formlega staðfestingu á eignarhaldi félagsins sem DNB taldi hins vegar hafa verið „undir Samherja“. 

Stofnað vegna gjaldeyrishaftanna

Við þetta bætist að önnur gögn frá DNB-bankanum benda til þess að bæði Cape Cod FS og móðurfélag þess JPC Ship Management virðast hafa orðið viðskiptavinir DNB bankans vegna þess að gjaldeyrishöft voru í gildi á Íslandi eftir hrunið árið 2008. Í  áhættumati sem unnið var innan DNB áður en ákveðið var að loka ætti á viðskipti félaganna JPC Shipmanagement og Cape Cod  kom meðal annars fram að JPC hefði byrjað að eiga í viðskiptum við norska bankann árið 2013 út af gjaldeyrishöftunum á Íslandi. Samherji hafði þá þegar notað dótturfélag þess Cape Cod í nokkur ár enda var starfsmaður útgerðarinnar á Kanaríeyjum með umráðarétt yfir bankareikningi félagsins allt frá árinu 2010. 

Andmæla því ekki að greiðslur hafi átt sér staðEitt af því sem vekur athygli í yfirlýsingu Samherja er að fyrirtækið hafnar því ekki að greiðslur til félaga sem tengjast Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og samstarfsmönnum hans hafi átt sér stað af bankareikningum Samherjafélaga erlendis.

Orðrétt segir um þetta í skýrslu norska bankans, líkt og Stundin fjallaði um í fyrra: „JPC Ship Management (á Kýpur) Ltd. hefur verið viðskiptavinur LCI, sem nú tilheyrir Ocean Industries Global Seafood Oslo. Félagið varð viðskiptavinur í kjölfar þess að sett voru gjaldeyrishöft á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Viðskiptavinurinn gekkst undir KYC-athugun (Know Your Client) árið 2017 og var niðurstaðan úr henni sú að honum fylgdi mikil áhætta vegna millifærslna til Rússlands og Úkraínu en ekki var brugðist við því með nokkrum hætti. Millfærslur viðskiptavinarins til Rússlands og Úkraínu (greiðslur á launum) fela í sér mikla áhættu á peningaþvætti og sektargreiðslur [e. High AML and sanction risk]. Áhættumatið var unnið vegna þess að upp kom tilfelli þar sem endursenda þurfti fé.“

Í enn nánari útskýringu í skýrslu DNB segir að tilgangurinn með notkun félaganna hafi verið að greiða erlendum starfsmönnum á skipum laun: „Tilgangur viðskiptasambandsins er að greiða erlendum starfsmönnum laun, aðallega starfsmönnum frá Austur-Evrópu. Stjórnendateymið hefur verið að vinna fyrir íslensk skip. Vegna gjaldeyrishaftanna á Íslandi bauð DNB íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum upp á greiðsluþjónustu. Gjaldeyrishöftin eru ekki lengur í gildi. Viðskiptavinurinn er ekki með lán hjá okkur, aðeins tvo reikninga með Bandaríkjadollurum og einn evrureikning. Fyrirtækin eru ekki með starfsemi í Noregi eða með norska starfsmenn í vinnu, og þarf þar af leiðandi ekki að greiða skatta í Noregi. JPC Shipmanagement er með dótturfélag sem er í sams konar rekstri Cape Cod FS Ltd (Bankaafurðir: Sömu þrír gjaldeyrisreikningarnir),“ segir í skýrslunni. 

Miðað við þessar skýringar um viðskiptasamband Cape Cod FS og móðurfélags þess, JPC Shipmanagement, við DNB þá var Samherji einnig ástæða þess að þessi félög opnuðu bankareikninga í DNB. Fyrst Cape COD FS árið 2010 og síðar JPC Shipmanagement árið 2013. Bankinn taldi einnig og fullyrti að Cape Cod hefði lotið stjórn Samherja á einhverjum tímapunkti.

Tengsl Samherja við Cape Cod FS á Marshall-eyjum eru því talsvert meiri en stjórnarformaður Samherja vill láta líta út fyrir í áðurnefndri yfirlýsingu. Rætur viðskiptasamband Cape Cod FS og JPC Shipmanagement virðast liggja hjá Samherja á Íslandi þrátt fyrir orð stjórnarformannsins um að Cape Cod FS hafi verið ótengdur þriðji aðili sem Samherji átti í viðskiptum við eins og við hvert annað fyrirtæki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
2
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
3
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
6
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu