Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uppljóstrarinn og fleiri með réttarstöðu grunaðra

Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ari er með rétt­ar­stöðu grun­aðs í máli Namibíu­veiða Sam­herja, en lög um vernd upp­ljóst­ara hafa ekki öðl­ast gildi.

Uppljóstrarinn og fleiri með réttarstöðu grunaðra
Jóhannes Stefánsson Jóhannes ljóstraði upp um gjörðir Samherja í Namibíu í nóvember í fyrra. Mynd: Davíð Þór

Þeir einstaklingar sem hafa réttarstöðu grunaðra vegna rannsóknar á starfsemi Samherja í Namibíu hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Á meðal þeirra er fyrrverandi starfsmaður Samherja sem ljóstraði upp um mútugreiðslur, Jóhannes Stefánsson.

Þetta kemur fram í frétt Kjarnans í dag. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hafa haft réttarstöðu grunaðs frá því að Stundin, Kveikur, Al Jazeera og Wikileaks greindu frá því í nóvember í fyrra hvernig gögn sýndu að Sam­herji greiddi skipu­lega hundruð millj­óna króna í mút­ur til stjórn­mála­manna og tengdra að­ila í Namib­íu, til að fá hestamakrílkvóta sem lagði grunn að stór­um hluta hagn­aði fé­lags­ins und­an­far­in ár. Hagn­að­ur­inn og mútu­greiðsl­urn­ar runnu í gegn­um net skatta­skjóla.

Lög um vernd uppljóstrara voru samþykkt á Alþingi í maí, en taka ekki gildi fyrr en í upphafi næsta árs. Þetta eru fyrstu heildstæðu lögin sem ná utan um vernd uppljóstrara, en þau meðal annars banna fyrirtækjum og ríkisstofnunum að refsa starfsfólki fyrir að uppljóstra um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi, en slíkt getur varðað sektum eða upp að tveggja ára fangelsisvist. Lögin eru ekki afturvirk og vernda því ekki Jóhannes frá brottrekstri úr Samherja.

Þess ber að geta að lögin veita ekki uppljóstrurum vernd gagnvart glæpsamlegu athæfi sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í. Í umsögn Siðfræðistofnun Háskóla Íslands með lagafrumvarpinu var einmitt bent á að milding refsingu væri æskilegt þar sem að líklegt sé „að oft séu þeir einir til frásagnar sem einhvern hlut eiga að máli og kynnu þ.a.l. að veigra sér við því að gera viðvart um háttsemina af ótta við refsiábyrgð.“

Fimm Íslendingar í málsgögnum í Namibíu

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Ólafur Þ. Hauksson héraðssaksóknari að rannsóknin sé í gangi hérlendis eins og í Namibíu. „Við höfum ekki gefið upplýsingar varðandi framvindu á  einstökum þáttum rannsóknarinnar annað en að rannsókn embættisins stendur nú yfir,“ segir Ólafur. „Einnig höfum við staðfest það sem áður hefur komið fram að embættið á í samskiptum við namibísk yfirvöld í tengslum við þær rannsóknir sem eru nú í gangi í báðum löndunum.“

Málið hefur verið fyrir umfjöllun fyrir dómstól í Windhoek þar sem Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur hans, munu sitja áfram í gæsluvarðhaldi vegna Samherjamálsins og fá ekki lausn gegn tryggingu. Dóm­stóll­inn tel­ur sönn­un­ar­gögn benda til sekt­ar þeirra.

Fimm aðilar eru tengdir málinu í Namibíu samkvæmt málsgögnum þess, Jóhannes, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýpur og í Afr­íku, Aðal­steinn Helga­son, fyrrum framkvæmdastjóri Kötlu Seafood, og Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Mermaria Seafood Namibia.

Jóhannes Stefánsson hefur gengist við sínum hlut í málinu og fór hann í skýrslutöku 12. nóvember í fyrra, sama dag og þáttur Kveiks um málið fór í loftið og Stundin birti tölublað þar sem farið var ítarlega yfir aðgerðir Samherja.

Jóhannes hefur sagt að Þorsteinn hafi verið yfir og allt um kring í rekstri Samherja í Namibíu: „Hann veit allt og ekkert gerist án hans samþykkis. […] Það var hann og Aðalsteinn [Helgason framkvæmdastjóri Kötlu Seafood] sem að gerðu fyrstu mútugreiðslurnar og allar beiðnir um mútu greiðslur eftir það var ég bara að miðla upplýsingum á milli manna,“ segir Jóhannes.

Björgólfur Jóhannsson tók við af Þorsteini Má sem forstjóri í kjölfar uppljóstrananna. Í mars snéri Þorsteinn Már aftur í stól forstjóra við hlið Björgólfs.

Uppfært: Í upphaflegri frétt var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa réttarstöðu grunaðs í málinu. Hið rétta er að þó hann sé nefndur í málsgögnum í Namibíu hefur ekki komið fram hvort hann hafi réttarstöðu grunaðs á Íslandi. Leiðréttist það hér með.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár