Jóhannes Stefánsson
Aðili
Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum

Samherjaskjölin

Útgerðarfélagið Samherji hóf málsvörn sína í mútumálinu í Namibíu á að segja að lögbrot hafi átt sér stað en að þau hafi verið Jóhannesi Stefánssyni einum að kenna. Þegar sú málsvörn gekk ekki upp hafnaði Björgólfur Jóhannsson því að nokkur lögbrot hafi átt sér stað. Svo tilkynnti Samherji um innleiðingu nýs eftirlitskerfis út af misbrestum á starfsemi félagsins í Namibíu og virtist þannig gangast við sekt að einhverju leyti.

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær fjárhagslegan stuðning frá sama sjóði í Bandaríkjunum og Edward Snowden og Chelsea Manning. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins og segir ritstjóri síðunnar, Kristinn Hrafnsson, að Jóhannes sé í „þröngri stöðu“.

Árið 2019: Barátta barnanna og bakslagið í umræðunni

Árið 2019: Barátta barnanna og bakslagið í umræðunni

Ársins 2019 verður minnst sem ársins þegar mannkynið áttaði sig á yfirvofandi hamfarahlýnun, með Gretu Thunberg í fararbroddi. Leiðtogar þeirra ríkja sem menga mest draga þó enn lappirnar. Falsfréttir héldu áfram að rugla umræðuna og uppljóstrarar um hegðun þeirra valdamiklu fengu að finna fyrir því.

Samherji í viðskiptum við stjórnir Hugos Chavez og Fidels Castro

Samherji í viðskiptum við stjórnir Hugos Chavez og Fidels Castro

Samherjaskjölin

Samherji hagnaðist töluvert á að selja sósíalísku einræðisstjórnum Hugos Chavez í Venesúlela og Fidels Castro á Kúbu togara á yfirverði og leigja hann aftur.

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Samherjaskjölin

Samherji hefur síðastliðinn mánuð ítrekað haldið því fram að Jóhannes Stefánsson hafi einn borið ábyrgð á mútugreiðslum félagsins í Namibíu. Óútskýrt er hvernig Jóhannes á að hafa getað tekið þessar ákvarðanir einn og gengið frá mútunum út úr félögum Samherja, bæði meðan hann starfaði þar og eins eftir að hann hætti, sem millistjórnandi í Samherjasamstæðunni.

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Samherjaskjölin

Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, er ræðismaður Kýpur á Íslandi, en mútugreiðslur fyrirtækisins fóru fram í gegnum dótturfélag þess á eyjunni.

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Forstjóri Samherja stígur til hliðar á meðan fyrirtækið rannsakar mútumálið í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri. Uppljóstrari fullyrðir að Þorsteinn Már hafi tekið allar ákvarðanir um mútugreiðslur.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Samherjaskjölin

Samherji segir að fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hafi farið til Namibíu og gert úttekt á rekstri fyrirtækisins. Um er að ræða Jón Óttar Ólafsson, sem var rekinn frá Sérstökum saksóknara fyrir brot í starfi. Samherjaskjölin sýna að hann var fullur þátttakandi í starfseminni, fundaði með Þorsteini Má Baldvinssyni og namibísku mútuþegunum og fékk afrit af póstum um millifærslur til skattaskjóls.

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280  milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Samherjaskjölin

Jóhannes Stefánsson stýrði aldrei bankareikningum Samherjafélaga á Kýpur sem greitt hafa hálfan milljarða króna í mútur til Tundavala Investments í Dubaí. Meira hefur verið greitt í mútur eftir að hann hætti en þegar hann vann hjá Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson kennir Jóhannesi alfarið um mútugreiðslurnar.

Uppljóstrarinn í Samherja­málinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Uppljóstrarinn í Samherja­málinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Samherjaskjölin

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, sem gerðist uppljóstrari, segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið lykilmaður í því að skipuleggja og ákveða mútugreiðslurnar í Namibíu. Hann segir að verið sé að fara illa með namibísku þjóðina og að arðrán á auðlindum hennar eigi sér stað.

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Samherjaskjölin

Ný gögn um starfsemi Samherja í Namibíu sýna hvernig fyrirtækið kemst yfir fiskveiðikvóta með mútugreiðslum til spilltra stjórnmála- og embættismanna og flytur hagnaðinn í skattaskjól. Vegna gruns um peningaþvætti hafa erlendir bankar stöðvað millifærslur Samherja.

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherjaskjölin

Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.