Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri, hefur í 30 ár verið sagður hygla útgerðarfélaginu Samherja. Á síðastliðnum áratugum hefur Kristján Þór verið stjórnarformaður Samherja, unnið fyrir útgerðina sem sjómaður, umgengist Þorstein Má Baldvinsson við mýmörg tilfelli, verið viðstaddur samkomur hjá útgerðinni, auk þess sem eiginkona hans hannaði merki fyrirtækisins.
RannsóknSamherjaskjölin
34233
Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja
Myndin er að skýrast í mútumáli Samherja í Namibíu. Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lét undirmann sinn í ráðuneytinu þvætta peninga sem hann og viðskiptafélagar hans fengu frá Samherja. Í greinargerð ríkissaksóknarans í Namibíu er upptalning á þeim félögum og aðferðum sem Namibíumennirnir beittu til að hylja slóð mútugreiðslnanna frá Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
62688
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
Gögn innan úr Samherja sýna að Jóhannes Stefánsson kom hvergi að rekstri Esju Seafood á Kýpur. Þetta félag greiddi hálfan milljarð í mútur til Dubai. Ingvar Júlíusson stýrði félaginu með sérstöku umboði og Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kom og kemur einnig að rekstri Esju.
GreiningSamherjaskjölin
20168
Samherji stillir Namibíumálinu upp sem „ásökunum“ Jóhannesar
Samherji segir í ársreikningi sínum að Namibíumálið byggi á „ásökunum“ Jóhannesar Stefánssonar. Fjölþætt gögn eru hins vegar undir í málinu og byggja rannsóknir ákæruvaldsins í Namibíu og á Íslandi á þeim. Samherji segir ekki í ársreikningi sínum að Wikborg Rein hafi hreinsað félagið af þessum „ásökunum“.
FréttirSamherjamálið
132584
Háskólaprófessor segir starfsmenn Samherja lagða í einelti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fréttaumfjöllun um starfsmenn Samherja ógeðfellda og ákallar Blaðamannafélagið. Umrædd umfjöllun er um störf ráðgjafa Samherja fyrir fyrirtækið, meðal annars vinnu við kærur á hendur starfsmönnum RÚV fyrir að tjá sig á eigin samfélagsmiðlum.
Fréttir
106759
Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, segir RÚV hafa beitt „siðlausum vinnubrögðum“ með því að nafngreina og myndbirta starfsfólk fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakborninga í Samherjamálinu. Samherji birti ekki aðeins myndir af starfsmönum Seðlabankans heldur einnig kennitölur þeirra og heimilisfang. Samherji kallar myndbirtingar RÚV ,,hefndaraðgerð”.
Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, segir að Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, hafi elt sig og opnað hurð á bílnum hans. Hann segir að Jón Óttar hafi sent sér rafræn boð í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter og að tilgangurinn sé að láta vita af því að fylgst sé með honum.
FréttirSamherjaskjölin
20105
Uppljóstrarinn og fleiri með réttarstöðu grunaðra
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari er með réttarstöðu grunaðs í máli Namibíuveiða Samherja, en lög um vernd uppljóstara hafa ekki öðlast gildi.
FréttirSamherjaskjölin
10239
Lögmannsstofa Samherja reynir að fá Jóhannes í viðtal um Namibíumálið
Eva Joly, lögmaður uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar, hefur hafnað beiðni Wikborg Rein um viðtal á þeim forsendum að einkafyrirtækið, sem vinnur fyrir Samherja sé ekki opinber aðili og hafi enga lögsögu í málinu.
Fréttir
22108
13 sænsk fyrirtæki en ekkert íslenskt á svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingu
Fjölmörg norræn fyrirtæki eru á svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingarmálum. Um er að ræða fyrirtæki sem bankinn telur hafa beitt spilltum aðferðum í verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað.
GreiningSamherjaskjölin
55454
Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum
Útgerðarfélagið Samherji hóf málsvörn sína í mútumálinu í Namibíu á að segja að lögbrot hafi átt sér stað en að þau hafi verið Jóhannesi Stefánssyni einum að kenna. Þegar sú málsvörn gekk ekki upp hafnaði Björgólfur Jóhannsson því að nokkur lögbrot hafi átt sér stað. Svo tilkynnti Samherji um innleiðingu nýs eftirlitskerfis út af misbrestum á starfsemi félagsins í Namibíu og virtist þannig gangast við sekt að einhverju leyti.
FréttirSamherjaskjölin
641.261
Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær fjárhagslegan stuðning frá sama sjóði í Bandaríkjunum og Edward Snowden og Chelsea Manning. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins og segir ritstjóri síðunnar, Kristinn Hrafnsson, að Jóhannes sé í „þröngri stöðu“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.