Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
FréttirPanamaskjölin
Rannsókn Sæmarksmálsins úr Panamaskjölunum langt komin hjá héraðssaksóknara
Skattayfirvöld hafa rannsakað fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark síðastliðin fimm ár. Rannsóknin beinist að eiganda fyrirtækisins, Sigurði Gísla Björnssyni, sem stofnaði félag í skattaskjólinu Panama sem tók við þóknunum vegna fiskútflutnings Sæmarks.
FréttirNý Samherjaskjöl
KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
Endurskoðendafyrirtækið KPMG breytti skýrslu sinni um stjórnendastrúktúr Samherjasamstæðunnar eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson lýsti yfir óánægju með drög að skýrslunni. Embætti héraðssaksóknara hefur yfirheyrt starfsmann KPMG, sem sá um skýrslugerðina, sem vitni og er ljóst að ákæruvaldið hefur mikinn áhuga á valdsviði Þorsteins Más innan Samherja.
FréttirMeðhöndlari kærður
Vill fá að mæta brotlega nuddaranum í opnu þinghaldi
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur. Jóhannes var í janúar dæmdur fyrir að nauðga fjórum konum sem leituðu til hans í meðferð. Hann býður enn upp á meðhöndlun við stoðkerfisvandamálum.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Ákæruvaldið telur stofnun ESB staðfesta að meint athæfi Jóns Baldvins sé refsivert
Kynferðisleg áreitni er refsiverð að spænskum lögum að mati stofnunarinnar Eurojust. Héraðssaksóknari hefur kært frávísun í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar til Landsréttar, en héraðsdómur taldi spænsku lagagreinina frábrugðna þeirri íslensku.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
Frávísun í máli Jóns Baldvins kærð til Landsréttar
Héraðssaksóknari hefur kært frávísun í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar til Landsréttar. Málið varðar meinta kynferðislega áreitni hans á Spáni sumarið 2018.
GreiningSamherjaskjölin
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
Embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra rannsaka nú útgerðarfélagið Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í Namiibíu. Það sem liggur undir í rannsókninni er meðal annars sú spurning hvort Þorsteinn Már Baldvinsson hafi stýrt rekstrinum frá Íslandi og beri ábyrgð á mútugreiðslum og því að skattgreiðslur skiluðu sér ekki til Íslands.
Fréttir
Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, segir RÚV hafa beitt „siðlausum vinnubrögðum“ með því að nafngreina og myndbirta starfsfólk fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakborninga í Samherjamálinu. Samherji birti ekki aðeins myndir af starfsmönum Seðlabankans heldur einnig kennitölur þeirra og heimilisfang. Samherji kallar myndbirtingar RÚV ,,hefndaraðgerð”.
FréttirSamherjaskjölin
Uppljóstrarinn og fleiri með réttarstöðu grunaðra
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari er með réttarstöðu grunaðs í máli Namibíuveiða Samherja, en lög um vernd uppljóstara hafa ekki öðlast gildi.
Fréttir
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála
MeToo Reykjavík-ráðstefnan fór fram í Hörpu í vikunni. Mótmælendur við embætti héraðssaksóknara bentu á að tvö af hverjum þremur málum fari aldrei fyrir dóm.
Fréttir
Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér
Ungur umsækjandi um alþjóðlega vernd, Houssin Bsraoi, varð fyrir grófri líkamsárás og var vísað úr landi án vitundar verjanda og lögreglu. Ákæruvaldið hefur sett hann á vitnalista í máli gegn meintum gerendum.
FréttirPanamaskjölin
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Júlíus sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að Panamaskjölin sýndu að hann geymdi sjóði foreldra sinna í aflandsfélagi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.