Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Strangari kröfur gerðar á lögbönn á fjölmiðla

Nýju frum­varpi dóms­mála­ráð­herra er ætl­að að bregð­ast við gagn­rýni á lög­bönn á fjöl­miðla. Vís­að er til lög­banns á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar af fjár­mál­um Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra.

Strangari kröfur gerðar á lögbönn á fjölmiðla
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra kynnir frumvarp sem varðar lögbann á fjölmiðla. Mynd: xd.is

Aðilar sem óska eftir lögbanni á fréttaflutning fjölmiðla munu þurfa að leggja fram tryggingu og málsmeðferð verður hraðað verði frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að lögum. Þá verður dómurum heimilt að dæma bætur vegna þess tjóns sem verður við það að birting efnis er hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.

Frumvarpið var birt í gær á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpinu er sérstaklega fjallað um það þegar þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans.

Krafðist lögmaður Glitnis HoldCo þess jafnframt að Stundin léti af hendi öll þau gögn sem fréttaflutningurinn byggði á og að fréttum um viðskipti Bjarna, sem birtar hefðu verið á vef Stundarinnar, yrði eytt. Daginn eftir, 17. október, samþykkti sýslumaður lögbannskröfuna. Glitnir HoldCo stefndi svo Stundinni og Reykjavik Media, sem vann fréttir upp úr umræddum gögnum í samvinnu við Stundina og breska dagblaðið The Guardian. Lögbanninu var hnekkt í Landsrétti í október 2018 og Stundin hafði betur í Hæstarétti í mars 2019 hvað varðaði síðustu kröfur Glitnis HoldCo.

„Lögbann á miðlun fjölmiðla felur í sér fyrirfram takmörkun á tjáningarfrelsi sem gera verður sérstaklega ríkar kröfur til samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í kynningu ráðuneytisins. „Þar reynir jafnframt á mörk tjáningarfrelsis annars vegar og friðhelgis einkalífs hins vegar. Oft er vandséð hvort trygging geti mætt því tjóni sem af lögbanni getur hlotist, m.a. tjóni sem verður vegna þess að með því er komið í veg fyrir lýðræðislega umræðu þegar tjáning um málefni sem varðar almenning er fyrirfram takmörkuð svo sem í aðdraganda kosninga. Slíkt tjón verður þau tæpast metið til nánar tiltekinnar fjárhæðar og vandséð hver ætti slíka kröfu um greiðslu bóta. Hins vegar er lýðræðisleg umræða þar í húfi og því rétt að bregðast við.“

„Þar reynir jafnframt á mörk tjáningarfrelsis annars vegar og friðhelgis einkalífs hins vegar“

Í frumvarpinu eru tillögur um að styrkja umgjörð lögbannsmála og hraða málsmeðferðinni, að gættum réttindum gerðarbeiðanda og gerðarþola við slíka gerð, að því er segir í kynningunni. „Er lagt til að þegar um er að ræða beiðni um lögbann við birtingu efnis skuli ætíð lögð fram trygging til bráðabirgða. Þá er lagt til að frestir við meðferð sýslumanns verði takmarkaðir eins og kostur er og einungis veittir í undantekningartilvikum. Þá er lagt til að staðfestingarmál í kjölfar lögbanns fari eftir reglum XIX. kafla laga nr. 90/1991 um meðferð einkamála (flýtimeðferð) eftir því sem við á. Auk þess eru lagðar til strangari bótareglur í þessum tegundum mála, og dómara heimilað að dæma bætur að álitum vegna þess tjóns sem varð við það að birting efnis var hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.“

Lögbönn á 365, Stundin og Reykjavík Media

Í kynningu ráðuneytisins er fjallað um tvö lögbannsmál gagnvart fjölmiðlum undanfarna áratugi. „Annars vegar lögbanns sýslumannsins í Reykjavík frá 30. september 2005 við því að 365-prentmiðlar ehf. birtu opinberlega einkagögn J í Fréttablaðinu eða öðrum fjölmiðlum gerðarþola, að hluta til eða í heilu lagi, með beinni eða óbeinni tilvitnun, hvort heldur um væri að ræða tölvupóst þar sem J væri ýmist sendandi eða viðtakandi eða önnur slík persónuleg einkaskjöl J sem gerðarþoli hefði í sínum vörslum. Dómstólar synjuðu síðar um staðfestingu lögbannsins með dómi Hæstaréttar í Hrd. 2006, bls. 2759 (541/2005),“ segir í kynningunni.

„Hins vegar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að kröfu Glitnis HoldCo ehf. við því að Útgáfufélagið Stundin ehf. og Reykjavik Media ehf. birtu fréttir eða aðra umfjöllun sem byggð væri á eða unnin upp úr gögnum Glitnis HoldCo ehf. sem undirorpin væru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Dómstólar synjuðu síðar um staðfestingu lögbannsins, sbr. dóm Landsréttar 5. október 2018 (188/2018). Var þar jafnframt vísað til þess í frumvarpinu að í tilefni af seinna málinu efndi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til opins fundar um vernd tjáningarfrelsis 19. október 2017 þar sem ræddar voru hugmyndir um að lögum yrði breytt í þá veru að mat á lögbannsbeiðnum er beindust gegn fjölmiðlum yrði fært til dómara.“

Seldi í Sjóð 9 og losnaði undan 50 milljóna kúluláni

Umfjöllun fjölmiðlanna um mál Bjarna hófst 6. október 2017 með ítarlegum fréttaskýringum um viðskipti hans og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008.

Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun.

Stundin fjallaði svo ítarlega um kaup Engeyinga á Olíufélaginu árið 2006 og hvernig yfirtakan var að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum.

Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., sem síðan var slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til sérstakrar skoðunar enda fannst engin fundargerð þar sem skuldskeytingin var leyfð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár