Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við formann kærunefndar útlendingamála sem hugðist hætta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um slíka samninga síðan lög sem kveða á um slíkt voru samþykkt árið 2016.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
Afhjúpun
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti fráfarandi formanni kærunefndar útlendingamála 10 mánaða laun þrátt fyrir að hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði vegna starfs erlendis. Ráðuneytið er tvísaga í málinu. Sótt var að formanninum fyrir að leyna úrskurðum og vegna ágreinings meðal starfsfólks.
Fréttir
„Galopin landamæri eru ekki skammaryrði“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill endurmeta aðstæður þar sem flestir eru bólusettir og segir stjórnarandstöðuna vilja „loka landinu“ og takmarka frelsi almennings til framtíðar.
FréttirCovid-19
Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki gott að ríkisstjórnin sé klofin í afstöðu sinni til sóttvarnaaðgerða og að ráðherrar tjái sig á mismunandi hátt um það sem verið sé að grípa til. Þá segir hann einnig að margt af því sem ráðherrar segi standist ekki.
FréttirCovid-19
Dómsmálaráðherra innti lögreglustjóra eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um formann flokks hennar
Í símtali sínu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag, spurði dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á því að hafa sagt ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafa verið viðstaddan brot á sóttvarnarlögum.
Kærunefnd útlendingamála birti ekki opinberlega fjölda úrskurða sinna í málum hælisleitenda í tíð fráfarandi formanns. Kærunefndin veitti Stundinni ekki upplýsingar, en úrskurðarnefnd upplýsingamála felldi ákvörðunina niður og sagði ekki farið að lögum. Þingmaður segir kærunefndina hafa gengið lengra en lög segja til um.
Fréttir
Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs
Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Fréttir
Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore var þingfest í morgun. Lögmaður segir hann aldrei hafa notið málsmeðferðar sem fórnarlamb mansals og kærunefnd útlendingamála reyni eftir megni að vefengja trúverðugleika hans.
Fréttir
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra er hrósað í hástert á samfélagsmiðlum eftir að frumvarp hennar sem heimilar skráningu barna á tvö heimili var samþykkt í gær.
Fréttir
Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
Refsing var milduð í 26 prósentum þeirra kynferðisbrotamála sem Landsréttur fjallaði um á árunum 2018 til 2020. Landsréttur staðfesti dóma héraðsdóms í 45 prósentum tilfella.
Fréttir
Þjónusta þjóðkirkjunnar fest í lög
Ekki er minnst á aðskilnað ríkis og kirkju í nýju frumvarpi um þjóðkirkjuna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði að vinna við slíkt yrði hafin árið 2020. Sjálfstæði kirkjunnar er eflt, en henni falið að veita þjónustu um land allt.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.