Þrír hópar leita leiðréttingar. Frá þjóðarsáttinni hefur karl í efstu tekjutíund hækkað tekjur sínar um 475 þúsund krónur á mánuði með öllu. Týpísk Eflingarkona hefur á sama tíma hækkað launin um einn tíunda þess.
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
6
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
7
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Í dag eru þrír áberandi hópar á Íslandi í leit að leiðréttingu. Þeir telja brotið á sér. Tveir þeirra eru sagðir vera forsendur efnahagslegs stöðugleika á Íslandi, en sá þriðji er sagður ógna honum.
Sá hópur samanstendur mikið til af konum í fimmtu til sjöttu tekjutíund á Íslandi. Frá því árið eftir að Þjóðarsáttin var gerð, 1991, til ársins í fyrra bættust 43 þúsund krónur við mánaðarlegar ráðstöfunartekjur einstæðrar konu í Reykjavík í fimmtu tekjutíund, að teknu tilliti til alls.
Þessi kona hefur í dag um 300 þúsund krónur í mánaðartekjur og gæti því verið launþegi í Eflingu.
Þeir sem helst reisa viðvörunarflagg í fréttatímum og spjallþáttum og segja að kröfur hennar kollvarpi stöðugleikanum eru karlar í efstu tekjutíund. Sá hópur hefur bætt við sig 286 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði frá því að Þjóðarsáttin var gerð.*
Ef við tökum fjármagnstekjur inn í myndina bætti konan við sig örlitlu meira, eða 48 þúsund krónum í heildina, en karlinn í efstu tíund, hins vegar, bætti við sig 475 þúsund krónum á sama tíma.
Tíundartoppurinn jók tekjurnar sínar um rúmlega tífalda kjarabót konunnar í stétt Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, frá því að Þjóðarsáttin var gerð á íslenskum vinnumarkaði.
Líklega þess vegna sagði í meirihlutasáttmála borgarstjórnar Reykjavíkur: „Við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“
Stéttasturlun
Sólveig Anna hefur meðal annars verið sökuð um sturlun í virtu dagblaði fyrir kjarabaráttu sína.
Kannski er eitthvað til í því.
Fyrir manneskju sem á erfitt með að framfleyta sér og börnunum og er farin að upplifa verulega skerðingu á frelsi vegna lágra launa, eru kjaramál ekki bara rökræða heldur líka tilfinningamál.
Það er ekki út frá hreinum rökum sem fólk upplifir óþægindi eða jafnvel köfnunartilfinningu við tilhugsunina um allar afleiðingar vanskila og niðurskurðar.
Þegar tíundartopparnir hjá Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði ræða hins vegar um að hagnaðarhlutfall fyrirtækja skerðist við launahækkanir, að þær leiði til verðbólgu, eða jafnvel atvinnuleysis eins og í útlöndum, eru þeir að ræða huglægar hugmyndir og kenningar en ekki alvarlega ógn við velferð og framtíð sína og barnanna sinna.
Minnkandi innlend fjárfesting, sem væri vel hægt að kenna Eflingarkonunum um -- ef þær eyddu ekki bara öllum sínum peningum í að láta hjól efnahagslífsins snúast í stað þess að kaupa skíðaskála og snekkjur í Evrópu -- er ekki það fyrsta sem fólki kemur til hugar þegar börnin eiga ekki herbergi og íþróttirnar kosta of mikið.
Þessir hópar tala hvorir sitt tungumálið. Það er vissulega breyting frá því sem var frá fyrri verkalýðsforystu sem samanstóð aðallega af tíundartoppum.
Sem dæmi lækkaði Sólveig Anna launin sín um þrjú hundruð þúsund krónur árið 2018, niður í 870 þúsund krónur á mánuði. Til samanburðar tróndi Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, í topptekjutíund með tæpar 1,5 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2017, samkvæmt svari við fyrirspurn Stundarinnar.
Það er talað um höfrungahlaup þegar einn hópur launþega fær launahækkun og aðrir vilja fylgja á eftir, eins og dómínó-kubbar. Miðað við orðræðuna er ómögulegt fyrir verst launuðu stéttirnar að hífa sig upp. Það er bara hagfræðileg staðreynd að barnið getur ekki fengið herbergi og sumarfríið verður að vera innanbæjar.
Baráttan gegn aðhaldi
Annar hópur Íslendinga sem leitar leiðréttingar og réttlætis er Sjálfstæðisflokkurinn. Undanfarið hefur hann háð harða baráttu gegn því að íslenskt réttarkerfi fái aðhald frá Mannréttindadómstól Evrópu, eftir að dómsmálaráðherra úr flokknum braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt. Ráðherrann sagðist hafa ætlað að fjölga konum í Landsrétti með því að handvelja nokkra umsækjendur sem voru ekki metnir hæfastir, meðal annars eiginmann fyrrverandi samstarfskonu hennar.
„Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur ekki bein réttaráhrif á Íslandi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á dögunum.
Alnafni hans, Bjarni Benediktsson eldri, sem varð formaður Sjálfstæðisflokksins árið 1963 og var þar áður prófessor í lögum, sagði þvert á móti á þeim tíma að Ísland yrði skuldbundið Mannréttindasáttmála Evrópu og yrði að „una þeim vissu viðurlögum, ef á móti þessum skuldbindingum yrði brotið“.
„Þetta er ekki hefðbundinn dómstóll eins og við þekkjum það í okkar dómskerfi,“ úrskurðaði núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins um Mannréttindadómstólinn. Þetta minnti á orð hans um Pírata eftir að þeir mældust hvað sterkastir 2016: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur,“ sagði hann þá.
„... mér er algjörlega orðið misboðið“
„Ég verð bara að segja, virðulegi forseti, mér er algjörlega orðið misboðið að þessi háttvirti þingmaður, sem kemur hér á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitthvorum sokknum, ítrekað, með pólitískt skítkast í rauninni og ekkert annað,“ sagði hann síðan á fimmtudag þegar hann fékk fyrirspurn frá þingmanni Pírata um dómsmál sem ríkið tapaði eftir að hafa skert kjör ellilífeyrisþega ólöglega.
Bjarni Benediktsson samtímans var líka svolítið á skjön við lagaprófessorinn nafna hans, í andstöðu sinni við Landsdóm.
Rangir dómar - röng lög
Bjarni Benediktsson eldri lagði sjálfur fram frumvarpið um lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð árið 1962 að norrænni fyrirmynd.
Þegar loksins reyndi á ákæru til Landsdóms eftir efnahagshrunið 2008, lagði Bjarni Benediktsson yngri fram frumvarp um að afturkalla ákæruna, þótt engin heimild væri til þess í lögum. „Mér blöskrar,“ sagði Bjarni yngri síðan um að lögunum var fylgt og forveri hans, Geir H. Haarde, fór fyrir Landsdóm vegna efnahagshrunsins.
Eftir að fjölskipaður Landsdómur komst að því að Geir hefði brotið gegn stjórnarskránni með því að boða ekki til ríkisstjórnarfundar um mikilsvert mál, sagði Geir að dómurinn væri „fáránlegur“ og „sprenghlægilegur“.
Geir leitaði réttlætis eftir dóminn og kærði hann til Mannréttindadómstóls Evrópu, en tapaði málinu.
Leit Sjálfstæðisflokksins nú að leiðréttingu og réttlæti fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins nýtur stuðnings ríkisstjórnar Póllands, sem vill fá meira svigrúm til að afnema sjálfstæði dómstóla og grafa undan mannréttindum ýmissa hópa.
Formaður Dómarafélags Íslands sá ástæðu til að lýsa yfir sérstökum áhyggjum af þessu samneyti íslenskra stjórnvalda með Laga- og réttlætisflokknum í Póllandi. „Íslensk stjórnvöld eiga að forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn,“ sagði hann.
Aðrar leiðréttingar
Í umræðu um kjör Eflingarfólksins er gjarnan vísað til ómöguleikans, sem minnir örlítið á pólitískan ómöguleika sem formaður Sjálfstæðisflokksins vísaði til þegar hann kaus að standa ekki við marggefin loforð fyrir kosningarnar 2013 um að láta þjóðina kjósa beint um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Og réttlætið endurspeglast líka í stjórnarskrármálinu, þar sem þjóðin fékk þó að kjósa um stjórnarskrá, að fyrirmynd Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins árin eftir að stjórnarskráin var sett. Þjóðaratkvæðagreiðslan var núlleruð af flokkunum sem þó töluðu fyrir öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum, um leið og þeir sviku loforð sitt um þá þriðju.
Leiðréttingin á þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrána var í raun stórtækari en Leiðrétting fasteignalána, sem rann í mestum mæli til þeirra tekjuhæstu.
Leiðrétting á mútum
Þriðji hópurinn sem leitar réttlætis og leiðréttingar þessa dagana eru stjórnendur Samherja. Leit þeirra að réttlæti felst helst í því að hóta ýmsum aðilum fangelsisvist, bæði embættismönnum og fjölmiðlafólki.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kallaði ítrekað eftir fangelsun seðlabankastjórans síðustu misseri, áður en birtar voru upplýsingar um að Samherji hefði greitt stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Eftir að þetta var rifjað stuttlega upp í fréttum RÚV á dögunum með þeim orðum að um hefði verið að ræða mútur, sendi Samherji tólf einstaklingum tengdum Ríkisútvarpinu lögfræðibréf og lét fylgja með hótun um allt að tveggja ára fangelsisvist, fengi Samherji ekki tafarlausa leiðréttingu.
Samherji lét ekki nægja að vísa til hegningarlaga, heldur fullyrti lögfræðingur útgerðarinnar í bréfi sínu að fréttamaður RÚV hefði brotið siðareglur með því að bjóða Samherja ekki að svara fyrir mútugreiðslurnar. Líklega er hins vegar flestum í fersku minni að forstjórinn valdi að tjá sig um veðrið og smeygja sér inn á kaffihús í stað þess að ræða við Kveik um greiðslur Samherja í vasa fyrrgreindra aðila.
Þótt tíu einstaklingar hafi verið ákærðir eða fangelsaðir í Namibíu, meðal annars fyrir að þiggja mútur frá Samherja, og framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu hafi játað mútugreiðslur, og sýnt hafi verið fram á millifærslur sem sérfræðingar í mútugreiðslum flokka undir mútugreiðslur, eru stjórnendur Samherja eini hópurinn af þessum þremur sem hefur náð fram leiðréttingu, þar sem fréttastofa RÚV ákvað að verða við kröfu Samherja um að leiðrétta fullyrðingu um að félagið hefði stundað mútugreiðslur, á þeim grundvelli að enginn starfsmaður félagsins væri með formlega réttarstöðu grunaðs eða hefði verið dæmdur fyrir mútugreiðslur.
Glæpurinn hefur formlega verið færður frá geranda yfir á þá sem segja frá honum.
Í Samherjamálinu var í þessari viku innsiglaður nýr sannleikur á grunni hreinnar lagahyggju. Að nota einfalt og skiljanlegt orðalag um athæfi sem talist hefur glæpsamlegt í Afríkuríki er þannig glæpur á Íslandi. Glæpurinn hefur formlega verið færður frá geranda yfir á þá sem segja frá honum.
Í hverjum mánuði eigum við viðskipti með peninga, athafnir, hugsanir og tilfinningar. Ef allir eru frjálsir, njóta réttinda og beita góðri dómgreind má búast við því að við nálgumst réttlætið, með leiðréttingum hér og þar eftir því sem á líður. Það má líka búast við því að hópar beiti völdum sínum til að yfirtaka þetta ferli, til dæmis með því að þrengja að frelsi og virði annarra eða ná tökum á tungumálinu. Því ranglætið ríkir bara til lengdar ef tungumálið er yfirtekið.
--
Áætlað er að Samherji hafi hagnast um 10 milljarða króna á Afríkuveiðunum, sem átti sér stað samhliða því að Samherji flutti fé yfir í vasa einstaklinga í namibíska stjórnkerfinu. Það jafngildir 43 þúsund króna kjarabót 19.400 verkakvenna í fimmtu tekjutíund frá Þjóðarsáttarsamningunum á einu ári.
--
* Útreikningar af tekjusagan.is sem nær aftur til 1991. Miðað er við einstæða konu á höfuðborgarsvæðinu og einstæðan karl á höfuðborgarsvæðinu, bæði fasteignaeigendur og með eða án fjármagnstekna. „Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við opnun vefsins.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
6
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
7
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Mest deilt
1
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
4
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
5
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
6
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
4
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
5
Fréttir
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
Antonía Arna lýsir léttinum við að koma út sem trans og þungbærri bið eftir kynleiðréttandi aðgerð. Hún hefur beðið í hátt í á þriðja ár. Biðin tærir upp trans fólk og getur valdið alvarlegum andlegum veikindum. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús sökum þunglyndi vegna þess.
6
Aðsent
1
Bjarni Thor Kristinsson
Um Íslensku óperuna
„Staðreyndir þessa máls eru þær að stjórn óperunnar og óperustjóri hafa fengið flesta íslenska söngvara upp á móti sér, þau hafa gerst sek um að brjóta kjarasamninga og þau hafa bara ekki verið að setja upp óperur undanfarið,“ skrifar Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari, í pistli um málefni Íslensku óperunnar.
7
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
4
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
5
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
ÞrautirSpurningaþrautin
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
Fyrri aukaspurning: Hver er á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness má lesa um persónuna Ástu Sóllilju? 2. Hvað heitir ameríska teiknimyndaserían Peanuts á íslensku? 3. Í hve mikilli hæð yfir yfirborði Jarðar byrjar heiðhvolfið (á ensku stratosphere)? 4. Hvað hét eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar hinnar seinni? 5. Hver gaf út hljómplötuna Vespertine fyrir 21 ári?...
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
ÞrautirSpurningaþrautin
1
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
ÞrautirSpurningaþrautin
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þetta fjall? * Aðalspurningar: 1. Hvaða vinsæla hljómsveit sendi frá sér plötuna Their Satanic Majesties Request árið 1967? 2. Hver var þá aðal gítarleikari hljómsveitarinnar? 3. Dönsk yfirvöld og sér í lagi forsætisráðherrann hafa nú fengið skömm í hattinn hjá opinberri rannsóknarnefnd í Danmörku vegna framgöngu sinnar í máli sem snerist um ákveðna dýrategund. Hvaða dýr voru...
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir