Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi rétt í þessu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur um að fimm ára gam­all dreng­ur skuli nauð­ug­ur flutt­ur frá fjöl­skyldu sinni og til Nor­egs þar sem hann verð­ur vist­að­ur til 18 ára ald­urs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christ­ina, móð­ir Eyj­ólfs.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs
Eyjólfur Móðir Eyjólfs hefur tuttugu og fimm daga til þess að kveðja son sinn fyrir fullt og allt. Mynd: Notandi

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fimm ára gamals íslensks drengs sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu.

Amma og Eyjólfur
Amma og Eyjólfur Helena Brynjólfsdóttir hefur barist fyrir því að halda í forsjá yfir Eyjólfi en hún flúði með hann til Íslands í sumar.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna mánuði eða allt frá því amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með hann hingað til lands í sumar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á grundvelli Haag-samningsins en samkvæmt honum hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að ákveða að barni, sem hefur verið flutt til landsins með ólögmætum hætti, eða er haldið hér á landi á ólögmætan hátt, skuli skilað þegar í stað.

Dómurinn er áfall fyrir fjölskyldu drengsins en hún hefur barist fyrir því að fá lausn sinna mála hér á landi í stað þess að senda fimm ára gamalt barnið til Noregs þar sem hann þekkir ekki neinn og talar ekki norsku.

„Hvað á ég að gera?“ spurði Elva Christina, móðir Eyjólfs, í samtali við Stundina skömmu eftir að hún fékk símtal frá lögfræðingi sínum sem tjáði henni niðurstöðuna. Hún segir fjölskylduna fá að verja 25 dögum með Eyjólfi áður en hann verður tekinn með lögregluvaldi og fluttur nauðugur til Noregs þann 4. desember næstkomandi.

Dagur í lífi Eyjólfs

Blaðamaður eyddi degi með Eyjólfi sem vaknaði með bros á vör og fór að sofa með bros á vör.

Nú þurfa stjórnvöld að bregðast við

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur að undanförnu verið í sambandi við forsvarsmenn norsku barnaverndarinnar en líkt og Stundin greindi frá þá vildu talsmenn norsku barnaverndarinnar fyrst fá niðurstöðu í dóm Hæstaréttar áður en næstu skref yrðu stigin í málinu. Nú hefur dómur fallið og þetta gæti þýtt að norska barnaverndin fái Eyjólf í sína vörslu áður en íslensk barnaverndaryfirvöld geta samið um lausn málsins. Það þýðir að Eyjólfur verður fluttur til Noregs til þess eins að vera fluttur aftur til Íslands þar sem mál hans og fjölskyldu hans yrðu leyst í samvinnu við íslensk stjórnvöld.

„Þá verður slitið á öll tengsl
drengsins við fjölskyldumeðlimi“

Ef íslensk stjórnvöld ná ekki samkomulagi við norsku barnaverndina þá fær enginn nema móðir drengsins, Elva Christina, að hitta hann næstu þrettán árin. Heimsóknartíminn hennar yrði líka af afar skornum skammti. Tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. Þá verður slitið á öll tengsl drengsins við fjölskyldumeðlimi, þar á meðal ömmu drengsins, Helenu, sem hefur alið hann upp nánast frá blautu barnsbeini.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Elvu Christinu sem segist óttast það mest að Eyjólfur verði tekinn af henni og hún fái ekki að sjá hann: „Að Eyjólfur eigi eftir að gleyma mér á þessum árum. Að hann verði misnotaður á fósturheimilinu í Noregi eins og tugir ef ekki hundruð barna hafa lent í þarna úti. Að ég geti ekkert gert til að hjálpa litla drengnum mínum þegar hann er í neyð eða ef það er brotið á honum. Að eyðileggja hann fyrir lífstíð því ég barðist við fíkniefnadjöfulinn og tapaði í fyrstu. Það óttast ég mest.“

Elskar að leika sér úti

Blaðamaður hitti Eyjólf þar sem hann býr ásamt ömmu sinni og mömmu í Álfheimum í Reykjavík. Eyjólfur er fjörugur, skýr og skemmtilegur fimm ára strákur sem virðist elska fjölskylduna sína.  Þá á hann vini í leikskólanum og finnst afskaplega gaman að leika sér við frænkur sínar, þær Helenu og Siggu. Honum finnst gaman í fótbolta og að vera úti að leika sér. Úti að leika sér með vinum sínum frá leikskólanum. Leikskólanum sem hann gæti verið rifinn frá eftir tæpan mánuð.

„Af hverju ætti að refsa honum fyrir það sem ég hef gert? Ég hef tekið þeim afleiðingum og ég er tilbúin að taka út mína refsingu, hver sem hún er. Aldrei gæti ég samt lifað með því ef hann yrði tekinn frá mér og sendur í burtu. Aldrei. Ég veit ekki hvað ég geri ef ég missi hann,“ sagði Elva Christina og var auðsjáanlega mikið niður fyrir.

„Ekki taka hann frá mér. Geturðu beðið þau um það? Að taka hann ekki frá mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu