Barnaverndarstofa
Aðili
Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Barnaverndarstofa gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í máli drengs með fjölþættan vanda. Móðir hans telur að hann hafi beðið varanlegan skaða af meðhöndlun málsins.

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“

Alvarleg mistök lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óvenjuleg afskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu af Hafnarfjarðarmálinu urðu til þess að kæra barnaverndarnefndar vegna meintra kynferðisbrota fékk ekki lögmæta meðferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lögregla beið eftir gögnum frá barnavernd sem aldrei komu,“ segir í bréfi sem lögregla sendi ríkissaksóknara vegna málsins.

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Engar sérstakar reglur eða ferlar eru í gildi hjá Barnavernd Reykjavíkur ef foreldri er kært eða dæmt fyrir barnaníð. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að brotalöm sé að finna í lagaumhverfinu og telur mikla þörf á að bæta eftirlit þegar fólk er dæmt fyrir barnaníð. Hreyfingin Líf án ofbeldis krefst þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi.

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Einn þyngsti dómur sem fallið hefur, vegna kynferðisbrots foreldris gegn barni sínu, féll í Héraðsdómi Reykjavíkur nýverið. Þá hlaut faðir sjö ára dóm fyrir áralanga og grófa misnotkun á syni sínum. Þrátt fyrir alvarleika brotanna sat maðurinn ekki í gæsluvarðhaldi og hann fer enn einn með forsjá yngri sonar síns.

Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

Barnavernd Reykjavíkur hefur gefist upp á að koma á umgengni milli Víkings Kristjánssonar og sonar hans. Víkingur sætti lögreglurannsókn vegna afdrifaríkra mistaka starfsmanns Barnaverndar.

Mál fyrrverandi starfsmanns á Stuðlum til lögreglurannsóknar

Mál fyrrverandi starfsmanns á Stuðlum til lögreglurannsóknar

„Engar upplýsingar hafa borist sem gefa tilefni til þess að fara í frekari athugun en þegar hefur verið greint frá,“ segir forstjóri Barnaverndarstofu um mál manns sem reyndi að kaupa vændi af unglingsstúlku sem vistuð hafði verið á Stuðlum.

Barnaverndarstofa neitar að afhenda barnaverndarnefndum gögnin sem Stundin og RÚV fengu

Barnaverndarstofa neitar að afhenda barnaverndarnefndum gögnin sem Stundin og RÚV fengu

Persónuvernd hefur tekið gagnaafhendinguna til frumkvæðisathugunar og barnaverndarnefndir höfðu samband við lögreglu vegna málsins.

Barnaverndarstofa túlkar upplýsingalögin allt öðruvísi heldur en ráðuneytið og velferðarnefnd

Barnaverndarstofa túlkar upplýsingalögin allt öðruvísi heldur en ráðuneytið og velferðarnefnd

Barnaverndarstofa afhendir Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna þar sem m.a. er fjallað um einstök barnaverndarmál. Þingmönnum er aðeins hleypt í gögn er varða einstaklingsmál í „leyniherbergi“.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum

Ráðherra skal að eigin frumkvæði leggja fram þær upplýsingar sem verulega þýðingu hafa við umfjöllun mála fyrir þinginu. Á ábyrgð Alþingis að komast að niðurstöðu um hvort brotið hafi verið gegn lögunum.

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi

Fundi með Braga lokað eftir bréf frá lögfræðingi

Til stóð að fundur velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni yrði opinn en þeirri ákvörðun var breytt eftir athugasemdir lögfræðings. Talin hætta á að trúnaður yrði rofinn í ógáti.

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent

Bréf með tilmælum sem ráðherra segir Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hafa fengið hefur enn ekki komið í leitirnar í gagnapakkanum sem velferðarráðuneytið skilaði til velferðarnefndar Alþingis.

Brýnt fyrir barnaverndarnefnd að túlka nafnleyndarákvæði þröngt eftir mál Ragnars Þórs

Brýnt fyrir barnaverndarnefnd að túlka nafnleyndarákvæði þröngt eftir mál Ragnars Þórs

Barnaverndarstofa gerði athugasemdir við meðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur á máli Ragnars Þórs Péturssonar, verðandi formanns Kennarasambands Íslands og gaf nefndinni tilmæli um túlkun nafnleyndarákvæðis.