Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Segist vera hundeltur Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að kominn sé tími á að gætt sé sanngirni í málefnum er varða ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, „að maður sé ekki hundeltur.“ Bragi hringdi í síðasta mánuði í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu. Konan ber að Bragi hafi sagt að engin gögn styddu það að þar hafi verið beitt ofbeldi.

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi 27. október í eina kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti. Konan segir að símtalið hafi komið illa við sig, Bragi hafi þar fullyrt að engin gögn styddu það að stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi eða ofríki og þegar hún hafi rifjað upp samskipti sín við Braga hafi hann afskrifað þá upplifun sem falska minningu. „Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig.“ Bragi sjálfur neitar fyrir að hafa hringt til að ræða um dvöl konunnar á meðferðarheimilinu, erindið hafi verið annað.

Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni að sinni, var vistuð á meðferðarheimilinu um tveggja ára skeið á árunum 1999 til 2001. Hún segir sína sögu vera nokkuð öðruvísi en sögur þeirra tíu kvenna sem þegar hafa stigið fram í Stundinni og lýst líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þær hafi verið beittar á heimilinu, einkum af hendi Ingjaldar Arnþórssonar, sem var forstöðumaður þess um tíu ára skeið á árunum 1997 til 2007.

„Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af“

„Ég varð einu sinni fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar en ég áttaði mig ekki á því fyrr en núna í sumar að ég átti það ekki skilið. Ég hugsaði alltaf: Ég var með læti fyrir framan börnin hans, auðvitað mátti hann halda mér niðri og nánast kæfa mig af því ég var dónaleg fyrir framan börnin hans. En auðvitað er það ekki þannig. Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af.“

Ingjaldur gerði konuna að uppljóstrara

Konan lýsir atvikinu svo að hún hafi verið búin að vera í um tvær vikur á meðferðarheimilinu þegar það átti sér stað. Systir hennar hefði gefið henni peninga sem hún hafi hins vegar ekki fengið í hendurnar heldur hafi Ingjaldur neitað henni um þá. „Ég vildi fá þennan pening, ég þekkti ekki reglurnar um vikupeninga þarna, ég var fimmtán ára gömul og búin að vera í tvær vikur þarna í langtímameðferð og missti stjórn á skapi mínu þegar mér var neitað um það. Þetta var uppi á efri hæð í Varpholti, hann reif mig niður stigann, fór með mig inn í herbergi og grýtti mér þar á rúmið. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og kom svo og lagðist ofan á mig í rúminu og hélt mér niðri, ég man ekki hvort það var með olnboganum eða hnénu á hálsinum á mér, það var annaðhvort. Allt þetta gerði hann af því ég var að rífast við hann um að ég vildi fá þessa peninga, sem ég átti og mér fannst ég eiga rétt á. Í kjölfarið á þessu fór Ingjaldur með mig á Háholt í Skagafirði, sem var í raun bara unglingafangelsi, og sagði mér að ef svona kæmi fyrir aftur þá myndi ég enda þar.“

„Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk“

Konan segir að hún hafi ekki eftir þetta orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu, enda hafi hún verið logandi hrædd og því gert allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast Ingjaldi og starfsfólki meðferðarheimilisins. „Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk. Ég sá að ég þyrfti að hafa hann góðan. Eftir það setti hann mig upp á mikinn stall. Hann var alltaf að segja mér að ég væri betri en hinar stelpurnar, ég væri ekki sama hóran, ekki sama neysludruslan og þær, ég væri betri í skóla en þær og klæddi mig betur og væri ekki eins undirförul. Hann var endalaust að segja svona við mig og hélt mér þannig frá hinum stelpunum í hópnum. Hann tók mig afsíðis og hrósaði mér og sagði: Þú veist að þú getur alltaf sagt mér ef það er eitthvað í gangi í húsinu.

Þetta var komið á það stig að ég passaði mig á því að ef ég vissi um eitthvað sem var í gangi í húsinu þá sagði ég honum frá því, því ég var svo hrædd við hver viðbrögðin yrðu ef hann kæmist að því að ég hefði vitað af hlutunum en ekki sagt honum frá því. Ég var alveg handviss um að ef ég myndi vita af einhverju sem væri í gangi í húsinu og segði honum ekki frá því yrði ég annað hvort lamin eða send á Háholt, eða bæði.“

Lýsir kúgun og hótunum IngjaldarKonan segir að Ingjaldur hafi beitt hana harkalegu ofbeldi eftir aðeins tvær vikur í Varpholti. Eftir það hafi hún verið svo hrædd við hann að hún hafi gengist upp í að gera allt til að þóknast honum.

Konan varð því, eins og hún lýsir því, uppljóstrari Ingjaldar í stúlknahópnum. Hún segir að tíminn á Laugalandi hafi því verið henni mjög einmanalegur, stelpurnar sem vistaðar voru með henni hafi lagt fæð á hana vegna þess hvernig Ingjaldi hafi tekist að kúga hana til að verða „sín stúlka“ í húsinu. „Það gerði það að verkum að ég átti enga vinkonu þarna. Svo loks þegar ég eignaðist eina vinkonu á Laugalandi, góða vinkonu, þá ásakaði Ingjaldur okkur um að vera lesbíur og stíaði okkur í sundur. Við máttum ekki sitja saman, tala saman eða gera neitt saman.“

Staðfestir lýsingu konunnar

Umrædd vinkona er Sigurósk Tinna Pálsdóttir, sem áður hefur stigið fram í Stundinni og sagt sögu sína af vistuninni á Laugalandi. Í samtali við Stundina staðfestir hún frásögnina. „Við urðum góðar vinkonur og þessi lýsing hennar er hárrétt. Mér fannst rosalega sárt þegar Ingjaldur stíaði okkur í sundur, mér þótt mjög vænt um hana. En þegar þetta gerðist, að Ingjaldur sakaði okkur um að vera samkynhneigðar, þá olli það því að ég fór á tímabili að efast um mína kynhneigð. Einfaldlega vegna þess að hann fullyrti aftur og aftur að við værum samkynhneigðar. Sem var alls ekki raunin, ég tengdi bara mjög mikið við hana. Þetta var mjög sárt, ég þorði varla að fara í sturtu því ég fór að velta fyrir mér hvort ég mætti líta í áttina að henni eða hvað. Þetta var auðvitað kristilegt stúlknaheimili og samkynhneigð var viðbjóður.“

Tinna segir það jafnframt rétt að konan hafi mætt andúð hinna stelpnanna á heimilinu. „Hún var sett upp á stall, að því er okkur hinum fannst. Það var talað um hana sem sleikju, hún segði þeim Ingjaldi og Áslaugu allt, og ég var ekki saklaus af því. En svo þegar ég fór að átta mig betur á því að það sem var í gangi þarna á Laugalandi væri alls ekki í lagi, hvernig þau höguðu sér við okkur, opnuðust augu mín fyrir því að þau hlytu að vera að gera eitthvað á hlut hennar öðruvísi en okkar.“

Stíað í sundur og sagðar samkynhneigðarSigurósk Tinna, lengst til hægri á myndinni, staðfestir lýsingar konunnar á því hvernig Ingjaldur stíaði þeim vinkonunum í sundur á þeim grunni að þær væru samkynhneigðar. Það hafi þó ekki verið raunin. Konan er hér á myndinni, þriðja frá vinstri, ásamt öðrum stúlkum sem vistaðar voru á Laugalandi en myndin er tekin á árshátíð Hrafnagilsskóla. Lengst til hægri er Kolbrún Þorsteinsdóttir og fyrir miðju er Dagný Rut Magnúsdóttir. Þær hafa báðar lýst því ofbeldi sem þær urðu fyrir á Laugalandi í Stundinni.

Fékk símtal frá fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu

Nokkru eftir að konan var útskrifuð af Laugalandi átti hún í samskiptum við Braga en hún var fengin til þess að lýsa því hversu vel dvölin á meðferðarheimilinu hefði gagnast henni. Þeirra samskipti hafi hins vegar ekki verið önnur eftir útskrift hennar og hún hafi ekkert haft af Braga að segja í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til henni barst símtal frá honum miðvikudaginn 27. október síðastliðinn. „Þetta var mjög furðulegt, og mjög óþægilegt símtal. Hann hringdi á vinnustaðinn minn þar sem ég var á fundi. Ég var kölluð út af fundinum af því að Bragi Guðbrandsson var á línunni. Ég hef rætt þetta mál, vistunina á Laugalandi, við konurnar sem ég vinn með og þess vegna fannst þeirri sem svaraði símanum mjög sérstakt að Bragi væri að hringja í mig og ákvað að ná í mig inn á þennan fund.“

Samstarfskona konunnar staðfestir við Stundina að Bragi hafi hringt umræddan dag og beðið sérstaklega um að fá samband við hana. Símtalið barst klukkan 10:18 og hefur Stundin undir höndum gögn sem sýna það, sem og að hringt var úr farsímanúmeri Braga.

Konan segir að Bragi hafi lýst því í upphafi símtalsins að honum hafi verið hugsað til hennar síðustu árin og sérstaklega síðustu mánuði, eftir að umfjöllun um Laugaland hófst. Hann hefði fyrir tilviljun verið að skoða heimasíðu vinnustaðar hennar og hefði viljað kynna sér starfsemina betur og þá séð að hún væri að vinna á umræddum vinnustað. Því hafi hann ákveðið að hringja til hennar vegna þeirrar tilviljunar. Á þetta leggur konan lítinn trúnað, enda hafi Bragi ekki spurt um nokkuð sem laut að starfseminni í símtali sem að hennar sögn stóð í 36 mínútur og 48 sekúndur. Hann hafi hins vegar rætt við hana um Laugaland í ljósi umfjöllunar Stundarinnar og rannsóknarinnar sem er í gangi á starfsemi heimilisins. 

„Hann passaði sig á að segja að hann væri nú alls ekki að reyna að hafa nein áhrif á mig en við hefðum nú átt svo góð samskipti í gegnum tíðina að hann vildi kanna hvernig ég hefði það vegna þessa. Ég hefði jú áður sagt að Laugaland hefði bjargað lífi mínu og hann spurði hvort það væri ekki örugglega mín afstaða enn þá. Svo fór hann að tala um að við hefðum átt góð samtöl þarna fyrir tuttugu árum. Ég sagði þá að það eina sem ég myndi eftir af samskiptum okkar væri að hann hefði orðið drukkinn við kvöldverð sem við sátum saman, hangið á öxlunum á mér og sagt mér frá trúnaðarmálum annarra skjólstæðinga Barnaverndarstofu.“

Bragi sagði minningar konunnar „ekki raunverulegar“

Konan segir að hún hafi sagt fólki frá þessari uppákomu eftir á og því sé þetta ekki einhver „fölsk minning“ eins og hún segir að Bragi hafi haldið fram við sig í símtalinu. „„Þetta vissulega gerðist ekkert,“ sagði hann, og bætti við að minningar breyttust með tímanum. „Þetta er ekki raunveruleg minning hjá þér“ sagði Bragi og eyddi síðan talinu,“ segir konan.

„Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi“

Að öðru leyti hafi samtalið gengið út á það af hálfu Braga að hann væri orðinn gamall maður sem hefði farið inn í barnaverndarstarf af hugsjón, til að bjarga börnum. „Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi. Ég sagði honum að ég þyrfti engin gögn, ég veit hverjar mínar minningar eru og ég veit hver mín upplifun var. Það sem gerðist gerðist, það átti sér stað víðtækt ofbeldi þarna af hálfu Ingjaldar og Áslaugar.“

Kom Ingjaldi til varnarBragi, sem sést hér fyrir miðju ásamt Ingjaldi og Áslaugu Brynjarsdóttur við opnun meðferðarheimilisins í Varpholti, gekk hart fram í að verja Ingjald þegar ásakanir risu um ofbeldi á meðferðarheimilinu árið 2007.

Telur Braga hafa verið að leita bandamanns

Konan segir að hún sé þess fullviss að tilgangur Braga með símtalinu hafi verið að kanna hvar landið lægi og hvort hann mætti eiga von á því að vitnisburður hennar í rannsókn Gæða- og eftirlitsstofnunar á meðferðarheimilinu yrði jákvæður. „Ég spurði Braga hver tilgangurinn væri með þessu símtali og hvort hann væri að hringja í allar stelpurnar. Hann neitaði því, sagði að hann hefði bara viljað heyra hver staðan á mér væri. Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig. En ég er búin að fara í viðtal hjá rannsóknarnefndinni nú þegar og lýsa minni upplifun.“

Sem fyrr segir tók það konuna langan tíma að átta sig á því hvernig komið hefði verið fram við hana á Laugalandi. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en í sumar. Ég las umfjallanirnar í Stundinni í byrjun árs og fram eftir ári og þá kom fólkið mitt til mín og fór að spyrja mig hvort þetta hefði virkilega verið svona. Það eina sem ég gat svarað þá var að ég hefði aldrei orðið vitni að því að einhver hefði verið beitt ofbeldi. Svo var það í maí að ég var að hlusta á hlaðvarpsviðtal við Gígju [Skúladóttur] og það opnuðust bara flóðgáttir. Ég fékk nánast taugaáfall, ég grét og grét og varð að fara úr vinnunni og gat ekki mætt aftur fyrr en þremur dögum síðar, ég var bara að vinna úr þessu. Allar minningarnar komu fram, hvernig þetta hefði verið hjá mér þarna fyrir norðan.“

Konan segir að eftir þetta hafi hún haft samband við þær stúlkur sem höfðu komið fram og sagt sína sögu. Hún hefði þá fengið aðgang að Facebook-hópi sem þær væru í saman. „Þær báðu mig afsökunar á að hafa ekki boðið mér að vera með en málið er auðvitað, eins og Bragi nefndi, að ég er búin að koma fram opinberlega og segja að Laugaland hafi bjargað lífi mínu. Það var mín reynsla þar til í maí þegar ég sá að það var ekki svona einfalt. Að einhverju leyti bjargaði vistunin þar mér frá neyslu en þetta var bara svo mikið ofbeldi. Það sem ég vil að gerist er að það ofbeldi sem þarna átti sér stað verði viðurkennt, að þolendum verði trúað og það verði beðist afsökunar á því sem þarna gerðist. Jafnframt að það verði komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

 Segir fráleitt að hann hafi ætlað að hafa áhrif

Bragi Guðbrandsson heldur því fram í samtali við Stundina að það hafi verið tilviljun sem olli því að hann hringdi í konuna á vinnustað hennar. Erindið hafi verið að afla upplýsinga um umræddan vinnustað og þegar honum hafi orðið ljóst að hann kannaðist við andlit konunnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi hann ákveðið að biðja hana um að veita sér þær upplýsingar.

Ég var að ræða við konu sem vistuð var á Laugalandi, áður Varpholti, sem sagði að þú hefðir hringt í hana 27. október og hefðir viljað ræða hennar upplifun af dvölinni þar?

„Það er ósatt.“

Er það ósatt? Ég hef í höndunum gögn sem sýna að símtal barst úr þessu númeri sem ég er að hringja í þig núna, til hennar og líka vitnar samstarfskona hennar sem tók við símtalinu frá þér um það, þar sem þú kynntir þig og baðst um að fá að tala við þessa konu. Ætlar þú að halda því fram við mig að þetta sé ósatt?

„Sko, erindi mitt við þessa konu var allt annað en það sem þú lýsir.“

Hún heldur því fram að þú hafir ekki spurt hana einnar einustu spurningar um starfsemina.

„Það er rétt.“

Hún hafi eftir langan tíma boðið þér að fá samband við einhvern annan starfsmann sem gæti frætt þig um starfsemina?

„Freyr, veistu, ég ætla ekki að deila við þig um þetta.“

Ég er að lýsa hennar upplifun.

„Já já, en hún spurði mig beint að því í þessu símtali og ég sagði að ég væri ekki að hringja í þessum tilgangi. Þetta er einhver misskilningur.“

Hún segir að símtalið hafi staðið í 36 mínútur og því sem næst einvörðungu hafir þú verið að ræða dvöl hennar á sínum tíma á þessu meðferðarheimili?

„Það er alveg fráleitt að ég hafi hringt í þessa konu til að á einn eða annan hátt að hafa nokkur áhrif á hana. Þetta er bara oft þannig að maður spyr eftir fólki sem maður kannast við og það gerði ég í þessu tilfelli. Það var bara vegna þess að ég vissi ekki hvern ég ætti að tala við annan.“

Rétt er að geta þess að konan segir þau Braga ekki hafa átt samskipti í tæp tuttugu ár, og þá ekki nema mjög takmarkað. Það er því nokkuð vel í lagt hjá Braga þegar hann lýsir því að hann kannist við konuna.

Spurður hvers vegna símtalið hafi staðið í 36 mínútur og 48 sekúndur, fyrst hann hafi ekki spurt konuna út í starfsemi vinnustaðar hennar, segir Bragi: „Ég náttúrlega svara þeim spurningum sem til mín er beint.“

Hún vill ekki meina að hún hafi spurt þig, heldur hafir þú spurt hana.

„Já já, það er bara misskilningur. Ég þarf ekkert að spyrja. Veistu það, Freyr, mér finnst kominn tími til að það sé gætt sanngirnis í svona málum, að maður sé ekki hundeltur.“

Spurður nánar út í það sem hafi farið hans og konunnar á milli segir Bragi að hann geti ekki tjáð sig um það. „Hún spurði mig ákveðinna spurninga og ég svaraði því.“

Bragi segir að hann hafi ekki heyrt í öðrum fyrrverandi vistmönnum á Laugalandi. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að hringja í fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins á Laugalandi. Freyr, ég er að útskýra það fyrir þér, þetta var algjör tilviljun. Ég hef ekki haft samband við fleiri eða rætt við nokkurn fyrrum skjólstæðinga þessa meðferðarheimilis, mér vitanlega.

Þannig að þú hefur ekki hringt í fleiri skjólstæðinga, hvort sem er af tilviljun eða vitandi vits?

„Þetta símtal var ekki til fyrrum skjólstæðings Laugalandsheimilisins, þetta var til [...] og ég bið þig um að vera ekki að fara út úr þessu.“

Það vill nú samt til, Bragi, að hún er fyrrum skjólstæðingur Laugalands og þú hringdir í hana af því þú þekktir nafnið hennar frá þeim tíma.

„Sko, fyrir alla muni ekki. Ég er búinn að segja þér hver tilgangurinn var.“

Að öðru leyti vildi Bragi ekki tjá sig frekar, hvorki um umrætt símtal né um málefni sem tengjast meðferðarheimilinu og rannsókn þeirri sem nú stendur á því hvort þau sem þar voru vistuð hafi verið beitt harðræði, ofbeldi eða illri meðferð. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.
Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Bið­in eft­ir nið­ur­stöðu í Lauga­lands­mál­inu or­sak­ar áfall­a­streitu

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, ein kvenn­ana sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, seg­ir að það að hafa greint frá of­beldi sem hún varð fyr­ir þar hafi vald­ið áfall­a­streitu. Hið sama megi segja um fleiri kvenn­anna. Löng bið eft­ir nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar á með­ferð­ar­heim­il­inu hef­ur auk­ið á van­líð­an kvenn­ana.
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Tak­mörk­uð svör um rann­sókn á Laugalandi draga úr trausti kvenn­anna

Fátt er um svör um fram­gang rann­sókn­ar á því hvort kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafi ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Gígja Skúla­dótt­ir, ein kvenn­anna sem steig fram og sagði sína sögu, seg­ir leynd­ar­hyggj­una óheppi­lega.
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gögn um með­ferð­ar­heim­il­ið Lauga­land fást ekki af­hent

Barna­vernd­ar­stofa synj­aði af­hend­ingu á gögn­um þar sem of­beldi á hend­ur stúlk­um sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var lýst fyr­ir Braga Guð­brands­syni, þá­ver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál tók sér sjö og hálf­an mán­uð til að stað­festa synj­un­ina.
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skóla­stjórn­end­ur trúðu ekki frá­sögn stúlku af of­beldi á Laugalandi

Stúlka sem vist­uð var á Laugalandi trúði skóla­syst­ur sinni í Hrafnagils­skóla fyr­ir því að hún væri beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu og sýndi henni áverka á lík­ama sín­um. Skóla­stjórn­end­ur vís­uðu frá­sögn þar um á bug með þeim orð­um að stúlk­urn­ar á Laugalandi væru vand­ræð­aungling­ar sem ekki ætti að trúa. Fyrr­ver­andi skóla­stjóri seg­ir að í dag myndi hann tengja þær að­ferð­ir sem beitt var á með­ferð­ar­heim­il­inu við of­beldi.
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varð að gefa frá sér barn­ið sitt eft­ir vist­ina á Laugalandi

„Ég upp­lifði eins og þau væru bú­in að ræna þeim báð­um,“ seg­ir móð­ir konu sem eign­að­ist dreng að­eins fimmtán ára á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Kon­an var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í eitt og hálft ár með ung­barn­ið.

Mest lesið

Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
1
Vettvangur

Hin marg­klofna Moldóva á milli Rúm­en­íu og Rúss­lands

Yf­ir­völd í Transn­i­stríu ásök­uðu ný­lega yf­ir­völd í Úkraínu um að hafa gert árás­ir á skot­mörk þar í landi. Hvað er Transn­i­stría? kunna sum­ir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landa­kort­um. Það er að­skiln­að­ar­hér­að í Moldóvu, sem vissu­lega er að finna á kort­inu. En jafn­vel það ríki er okk­ur að mestu ókunn­ugt.
Við þurfum að tala um Eritreu
2
Viðtal

Við þurf­um að tala um Er­itr­eu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.
Þorvaldur Gylfason
3
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Kraf­an um upp­gjör

Fram­rás heims­ins geng­ur í bylgj­um eins og veðr­ið þar sem árs­tíð­irn­ar taka hver við af ann­arri. Öldu­gang­ur tím­ans tek­ur á sig ýms­ar mynd­ir.
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
4
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.
5
Greining

Botn­laust tap af hval­veið­um sem ótt­ast er að skaði ímynd lands­ins

Tólf hundruð millj­óna tap hef­ur ver­ið af hval­veið­um einu ís­lensku út­gerð­ar­inn­ar sem stund­ar lang­reyða­veið­ar á Ís­landi. Veið­arn­ar eru nið­ur­greidd­ar með hagn­aði af eign út­gerð­ar­inn­ar í öðr­um fyr­ir­tækj­um. Erfitt er að flytja af­urð­irn­ar út og hef­ur hrefnu­kjöt ver­ið flutt inn til lands­ins síð­ustu ár til að gefa ferða­mönn­um að smakka. Þar sem þeir sátu áð­ur í hlíð­inni of­an hval­stöðv­ar­inn­ar og fylgd­ust með er nú einna helst að finna að­gerð­arsinna sem vilja sýna heim­in­um hvernig far­ið er með ís­lenska hvali.
Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
6
Fréttir

Hundrað millj­óna tap af út­gáfu Mogg­ans

Rekst­ur Morg­un­blaðs­ins skil­aði 113 millj­óna króna tapi á síð­asta ári. Út­gáfu­fé­lag blaðs­ins, Ár­vak­ur, skil­aði þó um 110 millj­óna hagn­aði vegna hlut­deild­ar í hagn­aði prent­smiðju fé­lags­ins og Póst­dreif­ing­ar.

Mest deilt

Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
1
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
2
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
3
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
4
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
5
Fréttir

Kon­ur í Banda­ríkj­un­um hafa ver­ið svipt­ar rétt­in­um til þung­un­ar­rofs

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna snéri við fyrri nið­ur­stöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa með­göngu. Rétt­ur­inn var tryggð­ur fyr­ir fimm­tíu ár­um síð­an í máli Roe gegn Wade en nú hef­ur dóm­stóll­inn ákveð­ið að stjórn­ar­skrá lands­ins tryggi ekki sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna. Fóst­ur­eyð­ing­ar urðu sjálf­krafa bann­að­ar í fjölda fylkja við upp­kvaðn­ingu dóms­ins.
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
6
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
7
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.

Mest lesið í vikunni

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
1
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
2
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
3
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
4
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
5
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
6
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
7
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Hvað kom fyrir Kidda?
1
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
2
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
3
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
4
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
5
ViðtalÚkraínustríðið

Ís­lenski frétta­rit­ar­inn í boðs­ferð með Rúss­um: „Ís­land ekki á góðri leið“

Hauk­ur Hauks­son hef­ur ver­ið frétta­rit­ari í Moskvu í þrjá ára­tugi og hef­ur nú far­ið í þrjár boðs­ferð­ir með rúss­neska hern­um í Aust­ur-Úkraínu. Hauk­ur tel­ur fjölda­morð Rússa í Bucha „hlægi­legt dæmi“ um „setup“, en trú­ir því ekki að rúss­neski her­inn blekki hann.
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
6
Menning

Fundu týnd­ar dag­bæk­ur Bíbí­ar: „Hún fékk aldrei séns“

Sagn­fræð­ing­arn­ir Sól­veig Ólafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og pró­fess­or­inn Guð­rún Val­gerð­ur Stef­áns­dótt­ir fundu nýj­ar heim­ild­ir eft­ir Bjargeyju Kristjáns­dótt­ur, eða Bíbí, þeg­ar þau voru að kynna nýja bók henn­ar í Skaga­firði. Saga Bjargeyj­ar er átak­an­leg en henni var kom­ið fyr­ir á öldrun­ar­heim­ili á Blönduósi þeg­ar hún var á fer­tugs­aldri en hún var með efna­skipta­sjúk­dóm sem lít­il þekk­ing var á ár­ið 1927 þeg­ar hún fædd­ist.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
7
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.

Nýtt á Stundinni

Hundrað milljóna tap af útgáfu Moggans
Fréttir

Hundrað millj­óna tap af út­gáfu Mogg­ans

Rekst­ur Morg­un­blaðs­ins skil­aði 113 millj­óna króna tapi á síð­asta ári. Út­gáfu­fé­lag blaðs­ins, Ár­vak­ur, skil­aði þó um 110 millj­óna hagn­aði vegna hlut­deild­ar í hagn­aði prent­smiðju fé­lags­ins og Póst­dreif­ing­ar.
Greining

Botn­laust tap af hval­veið­um sem ótt­ast er að skaði ímynd lands­ins

Tólf hundruð millj­óna tap hef­ur ver­ið af hval­veið­um einu ís­lensku út­gerð­ar­inn­ar sem stund­ar lang­reyða­veið­ar á Ís­landi. Veið­arn­ar eru nið­ur­greidd­ar með hagn­aði af eign út­gerð­ar­inn­ar í öðr­um fyr­ir­tækj­um. Erfitt er að flytja af­urð­irn­ar út og hef­ur hrefnu­kjöt ver­ið flutt inn til lands­ins síð­ustu ár til að gefa ferða­mönn­um að smakka. Þar sem þeir sátu áð­ur í hlíð­inni of­an hval­stöðv­ar­inn­ar og fylgd­ust með er nú einna helst að finna að­gerð­arsinna sem vilja sýna heim­in­um hvernig far­ið er með ís­lenska hvali.
799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst
ÞrautirSpurningaþrautin

799. spurn­inga­þraut: Gló­koll­ur og prím­töl­ur, það er ljóst

Fyrri auka­spurn­ing: Hvern má sjá hér mál­að­an sem Súper­mann? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað kall­ast á ís­lensku sú sjón­varps­sería sem á ensku er nefnd Blackport? 2.  Gló­koll­ur heit­ir fugl af söngv­ara­ætt sem gerð­ist stað­fugl á Ís­landi laust fyr­ir alda­mót­in 2000. Og þar með hlaut gló­koll­ur ákveðna nafn­bót hér á landi. Hver er hún? 3.  Jail­hou­se Rock er lag eft­ir þá kunnu...
Krafan um uppgjör
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Kraf­an um upp­gjör

Fram­rás heims­ins geng­ur í bylgj­um eins og veðr­ið þar sem árs­tíð­irn­ar taka hver við af ann­arri. Öldu­gang­ur tím­ans tek­ur á sig ýms­ar mynd­ir.
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Vettvangur

Hin marg­klofna Moldóva á milli Rúm­en­íu og Rúss­lands

Yf­ir­völd í Transn­i­stríu ásök­uðu ný­lega yf­ir­völd í Úkraínu um að hafa gert árás­ir á skot­mörk þar í landi. Hvað er Transn­i­stría? kunna sum­ir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landa­kort­um. Það er að­skiln­að­ar­hér­að í Moldóvu, sem vissu­lega er að finna á kort­inu. En jafn­vel það ríki er okk­ur að mestu ókunn­ugt.
798. spurningaþraut: Betula betuloideae er víst að ná sér á strik aftur!
ÞrautirSpurningaþrautin

798. spurn­inga­þraut: Betula betu­loideae er víst að ná sér á strik aft­ur!

Fyrri auka­spurn­ing: Hér að of­an má sjá einn vin­sæl­asta rit­höf­und heims­ins um þess­ar mund­ir. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fyr­ir all­nokkr­um ár­um reið gíf­ur­leg flóð­alda yf­ir strend­ur Ind­lands­hafs í kjöl­far jarð­skjálfta út af strönd­um indó­nes­ískr­ar eyju, sem heit­ir ... 2.  Um svona flóð­bylgju er not­að orð sem upp­haf­lega þýð­ir „hafn­ar­alda“. Hvaða orð er það? 3.  Og úr hvaða tungu­máli...
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Fréttir

Land­ið sem fel­ur sann­leik­ann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.
Við þurfum að tala um Eritreu
Viðtal

Við þurf­um að tala um Er­itr­eu

Sam­son Habte, frétta­stjóri fjöl­mið­ils­ins Er­isat, fékk skjól í Reykja­vík en hann neydd­ist til að flýja heima­land sitt, Er­itr­eu, vegna starfa sinna. Þar eru þús­und­ir í fang­els­um án dóms og laga, marg­ir vegna skoð­ana sinna, og frjáls­ir fjöl­miðl­ar eru bann­að­ir. Sam­son seg­ist vera rödd óvin­ar­ins í aug­um ein­ræð­is­stjórn­ar Er­itr­eu. Frétt­ir sem Sam­son og nokk­ur land­flótta er­itresk starfs­systkin hans víða um heim senda gegn­um gervi­hnött til Er­itr­eu ná til um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
ÞrautirSpurningaþrautin

797. spurn­inga­þraut: Kon­ur í NATO, inn­rás Frakka á Eng­land og hæð Heklu

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þessi eyja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var sá hæst­setti sem þurfti að segja af sér vegna Waterga­te-hneyksl­is­ins? 2.  En hvers vegna nefn­ist Waterga­te-hneyksl­ið Waterga­te-hneyksli? 3.  Á NATO-fund­in­um sem lauk á dög­un­um mættu fjór­ar kon­ur sem leið­tog­ar ríkja sinna. Ein þeirra var vita­skuld Katrín Jak­obs­dótt­ir héð­an frá Ís­landi en hvað­an komu hinar kon­urn­ar þrjár? Þið þurf­ið að...
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.