Skýrslan um Laugaland tilbúin en verður ekki gerð opinber strax
Rannsóknarskýrslu um hvort ofbeldi hafi verið beitt á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, var skilað um síðustu mánaðamót. Engu að síður hefur hún ekki enn verið kynnt fyrir ráðherrum. Fimmtán mánuðir eru síðan rannsóknin hófst. Vinna við rannsókn á Breiðavíkurheimilinu, sem var rekið lengur og fleiri börn dvöldu á, tók tíu mánuði. Konurnar sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafa engar upplýsingar fengið um rannsóknina.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
Kolbrún Þorsteinsdóttir, ein kvennana sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi, segir að það að hafa greint frá ofbeldi sem hún varð fyrir þar hafi valdið áfallastreitu. Hið sama megi segja um fleiri kvennanna. Löng bið eftir niðurstöðum rannsóknar á meðferðarheimilinu hefur aukið á vanlíðan kvennana.
Fréttir
1
Brotið gegn stúlkum sem sýna áhættuhegðun
Ekkert sérhæft úrræði er til staðar til að vista stúlkur á unglingsaldri sem sýna af sér áhættuhegðun. Starfshópur sem skoðaði þjónustu við hópinn fyrir Barnaverndarstofu segir yfirvöld ekki uppfylla lagalegar skyldur sínar.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi fyrir tveimur vikum síðan. Konan segir Braga hafa fullyrt að engin gögn styddu það að konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi þar. Ellefu konur hafa lýst harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnórssonar forstöðumanns. Bragi segir tímabært að „maður sé ekki hundeltur“ vegna slíkra mála.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirLaugaland/Varpholt
Sérstaklega spurð um þátt Braga
Búið er að taka viðtöl við fjölda kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi. Brynja Skúladóttir segir að hún hafi verið sérstaklega spurð um aðkomu Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
„Ég upplifði eins og þau væru búin að ræna þeim báðum,“ segir móðir konu sem eignaðist dreng aðeins fimmtán ára á meðferðarheimilinu Laugalandi. Konan var vistuð á meðferðarheimilinu í eitt og hálft ár með ungbarnið.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
FréttirLaugaland/Varpholt
Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla óska konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi eftir því að ríkisstjórnin framfylgi eigin samþykkt um að rannsakað verði af fullri alvöru hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi og illri meðferð þar.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.