Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi fyrir tveimur vikum síðan. Konan segir Braga hafa fullyrt að engin gögn styddu það að konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi þar. Ellefu konur hafa lýst harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnórssonar forstöðumanns. Bragi segir tímabært að „maður sé ekki hundeltur“ vegna slíkra mála.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirLaugaland/Varpholt
Sérstaklega spurð um þátt Braga
Búið er að taka viðtöl við fjölda kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi. Brynja Skúladóttir segir að hún hafi verið sérstaklega spurð um aðkomu Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Greindi Braga frá ofbeldinu en hann gerði ekkert með það
María Ás Birgisdóttir lýsir því að hún hafi verið beitt illri meðferð og andlegu ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni þegar hún var vistuð á meðferðarheimlinu Laugalandi. Hún greindi þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandssyni, frá ofbeldinu en hann bar lýsingu hennar í Ingjald sem hellti sér yfir hana fyrir vikið. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda brugðust ekki við ítrekuðum upplýsingum Maríu um ástandið á Laugalandi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Fjórar af hverjum tíu stúlknanna á Laugalandi lýstu ofbeldi
Í könnun sem gerð var á afdrifum barna sem vistuð voru á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu sögðu níu af 22 stúlkum sem vistaðar voru á Laugalandi að þær hefður verið beittar ofbeldi af starfsmanni. Engu að síður fór engin frekari rannsókn fram á starfseminni.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist þungt á ritstjóra og blaðamann DV vegna umfjöllunar um meint ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyrir því að félagsmálaráðuneytið kannaði ekki ásakanir á hendur Ingjaldi og mælti með að ráðherra tjáði sig ekki um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
Fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hvatti félagsmálaráðherra til að gera sem minnst úr ásökunum á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins Laugalands, Ingjaldi Arnþórsyni, við fjölmiðla. Þá lagðist hann einnig gegn því að félagsmálaráðuneytið aflaði gagna um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
Gögn frá umboðsmanni barna sýna að þangað bárust ítrekaðar tilkynningar á árunum 2000 til 2010 um slæmar aðstæður barna á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem rekið var af sömu aðilum. Var Barnaverndarstofu gert viðvart vegna þess. Fleiri kvartanir bárust beint til Barnaverndarstofu, en þáverandi forstjóri, Bragi Guðbrandsson, kannaðist ekkert við málið þegar leitað var svara við því af hverju ekki var brugðist við og starfsemin aldrei rannsökuð.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Í skýrslu fyrir Barnaverndarstofu kemur fram að tæplega þriðjungur barna sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðferðarheimilum á vegum barnaverndar árin 2000 til 2007. Samt segir að lítið ofbeldi hafi verið á meðferðarheimilunum og að sum tilfelli tilkynnts ofbeldis hafi verið „hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.