Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar
Greinar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi fyrir tveimur vikum síðan. Konan segir Braga hafa fullyrt að engin gögn styddu það að konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi þar. Ellefu konur hafa lýst harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnórssonar forstöðumanns. Bragi segir tímabært að „maður sé ekki hundeltur“ vegna slíkra mála.
FréttirLaugaland/Varpholt
Sérstaklega spurð um þátt Braga
Búið er að taka viðtöl við fjölda kvenna sem vistaðar voru á Laugalandi. Brynja Skúladóttir segir að hún hafi verið sérstaklega spurð um aðkomu Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
FréttirLaugaland/Varpholt
Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla óska konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi eftir því að ríkisstjórnin framfylgi eigin samþykkt um að rannsakað verði af fullri alvöru hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi og illri meðferð þar.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ásmundur Einar mun hvetja til að rannsókn á Laugalandsmáli verði hraðað
Tryggt verður að fjárskortur standi því ekki fyrir þrifum að hægt verði að rannsaka hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og ofbeldi, segir félagsmálaráðherra.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn á því hvort stúlkur hafi verið beittar illri meðferð og ofbeldi á meðferðarheimilinu er enn á undirbúningsstigi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Vinna á rannsóknina meðfram daglegum verkefnum „og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Mánuður er liðinn síðan Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar var falið að rannsaka hvort stúlkur á Laugalandi hefðu verið beittar harðræði eða ofbeldi. Settur forstjóri hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og forstjóri Barnaverndarstofu vill ekki veita viðtal.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.