Biðin eftir niðurstöðu í Laugalandsmálinu orsakar áfallastreitu
Kolbrún Þorsteinsdóttir, ein kvennana sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi, segir að það að hafa greint frá ofbeldi sem hún varð fyrir þar hafi valdið áfallastreitu. Hið sama megi segja um fleiri kvennanna. Löng bið eftir niðurstöðum rannsóknar á meðferðarheimilinu hefur aukið á vanlíðan kvennana.
ÚttektViku vegna ásakana
6
Mennirnir sem viku vegna ásakana
Á síðastliðnu ári hafa fjölmargir menn vikið í kjölfar ásakana um kynbundið ofbeldi. Hverjir eru þessir menn, hvað voru þeir sakaðir um og hvað varð þess valdandi að þeir annaðhvort viku sjálfir eða misstu stöðu sína vegna þess?
Greining
Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár
Lögregla hætti rannsókn á rétt tæplega 700 af ríflega 1.100 heimilisofbeldismálum sem tilkynnt voru til lögreglu um land allt árið 2020 og fyrstu 10 mánuði síðasta árs hafði rannsókn á tæplega 400 heimilisofbeldismálum verið hætt. Þetta sýna gögn úr málaskrá lögreglu. Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynningum um heimilisofbeldi undanfarin ár en lögreglumönnum ekki verið fjölgað í takt við það, segir lögregla.
Fréttir
3
Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
Sölvi Tryggvason hefur sett nýja hlaðvarpssíðu í loftið eftir að hafa tekið niður alla hlaðvarpsþætti sína í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Sölvi hafði tekið viðtal við Boga Ágústsson áður en ásakanirnar komu í fram í dagsljósið. Bogi fór fram á að viðtalið yrði ekki birt.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Takmörkuð svör um rannsókn á Laugalandi draga úr trausti kvennanna
Fátt er um svör um framgang rannsóknar á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi hafi verið beittar harðræði eða ofbeldi. Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem steig fram og sagði sína sögu, segir leyndarhyggjuna óheppilega.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Laugalandi fyrir tveimur vikum síðan. Konan segir Braga hafa fullyrt að engin gögn styddu það að konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi þar. Ellefu konur hafa lýst harðræði og ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnórssonar forstöðumanns. Bragi segir tímabært að „maður sé ekki hundeltur“ vegna slíkra mála.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirKSÍ-málið
Sex leikmenn karlalandsliðsins sakaðir um kynferðis- og ofbeldisbrot
Aðgerðahópurinn Öfgar sendi stjórn KSÍ upplýsingar um sex landsliðsmenn sem sagðir eru hafa beitt kynferðisofbeldi og ofbeldi. Hluti leikmannanna hefur ekki verið nafngreindur áður í tengslum við slík brot.
Aðsent
Gerður Berndsen
Ég vil uppreist æru fyrir dóttur mína
Gerður Berndsen segist þess fullviss að engin mannvera hafi verið lítilsvirt jafn mikið af íslensku réttarkerfi og dóttir hennar.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Bönn og sönnun í menningarstríðinu
Aflýsingarmenningin vekur spurningar um eftirlitssamfélag, sannleikann, frelsi, vald og ófullkomleika.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Skólastjórnendur trúðu ekki frásögn stúlku af ofbeldi á Laugalandi
Stúlka sem vistuð var á Laugalandi trúði skólasystur sinni í Hrafnagilsskóla fyrir því að hún væri beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu og sýndi henni áverka á líkama sínum. Skólastjórnendur vísuðu frásögn þar um á bug með þeim orðum að stúlkurnar á Laugalandi væru vandræðaunglingar sem ekki ætti að trúa. Fyrrverandi skólastjóri segir að í dag myndi hann tengja þær aðferðir sem beitt var á meðferðarheimilinu við ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Varð að gefa frá sér barnið sitt eftir vistina á Laugalandi
„Ég upplifði eins og þau væru búin að ræna þeim báðum,“ segir móðir konu sem eignaðist dreng aðeins fimmtán ára á meðferðarheimilinu Laugalandi. Konan var vistuð á meðferðarheimilinu í eitt og hálft ár með ungbarnið.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.