Ofbeldi
Flokkur
Ólst upp hræddur við byssuna

Ólst upp hræddur við byssuna

Bandaríski háskólaneminn Grayson Del Faro missti skólafélaga í byssuárás.

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Tipvipa Arunvongwan var dæmd fyrir að beita dóttur sína og stjúpdætur líkamlegum refsingum og misþyrmingum. Hún hefur hafið afplánun á Hólmsheiði, þar sem eiginmaður hennar, Kjartan Adolfsson, sat í gæsluvarðhaldi áður en hann var fluttur á Litla-Hraun. Hann var ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum og bíður dóms.

Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður

Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður

Anna Kjartansdóttir ólst upp hjá dæmdum barnaníðingi og ofbeldisfullri stjúpu, meðal annars á Höfn í Hornafirði. Faðir hennar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið gegn þriðju dóttur sinni og stjúpa hennar var dæmd fyrir ofbeldið. Engin heimild er í lögum til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda börn í þessum aðstæðum. Anna segir frá misþyrmingum sem hún mátti þola á heimilinu.

Föst í Kvennaathvarfinu vegna forræðisdeilu

Föst í Kvennaathvarfinu vegna forræðisdeilu

Veröld Maariu Päivinen var umturnað í ágúst síðastliðnum þegar finnskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að endursenda ætti eins og hálfs árs gamlan son hennar til Íslands. Mæðginin hafa dvalið í Kvennaathvarfinu allar götur síðan. Maaria hefur kært íslenskan barnsföður sinn til lögreglu fyrir að brjóta á sér, en hann þverneitar sök og segir hana misnota aðstöðu Kvennaathvarfsins.

75 prósent kvenna í meðferð verið beittar kynferðislegu ofbeldi

75 prósent kvenna í meðferð verið beittar kynferðislegu ofbeldi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar um reynslu og áfallasögu kvenna í fíknimeðferðum eru sláandi. Mikill meirihluti þátttakenda hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og nær 35 prósent verið kynferðislega áreittar í meðferð.

Kona lést eftir árás í Vesturbænum og tveir hafa verið handteknir

Kona lést eftir árás í Vesturbænum og tveir hafa verið handteknir

Lögreglan í Reykjavík rannsakar andlát konu við Hagamel í Vesturbænum fyrr í kvöld.  Tveir menn eru í haldi grunaðir vegna málsins. Tæknideild lögreglunnar hefur verið að störfum inni á heimilinu fram á nótt.  Nánari fréttir verða sagðar þegar þær berast. Nærri vettvangiLögreglan er að...

Hvað kom fyrir þennan dýrling?

Hvað kom fyrir þennan dýrling?

Illugi Jökulsson skrifar um Aung San Suu Kyi sem vakið hefur athygli að undanförnu fyrir að hafa fátt að segja um ofsóknir gegn Róhinga-fólkinu í Míanmar.

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“

„Af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni?“ spyr bakþankahöfundur Fréttablaðsins, Lára G. Sigurðardóttir, í pistli um skaðleg áhrif áfengis. Pistillinn hefur verið gagnrýndur fyrir að aflétta ábyrgðinni af ofbeldismönnum. „Það eru ofbeldismenn beita ofbeldi og engu utanaðkomandi er nokkurntímann þar um að kenna,“ segir María Lilja Þrastardóttir.

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum

Komnir á Tinder eftir ásakanir og dóma fyrir ofbeldi gegn konum

Ungur maður, sem dæmdur var nýlega fyrir tvær hrottalegar nauðganir, leitar eftir kynnum við konur á stefnumótaappinu Tinder. Annar maður, ódæmdur, hefur verið ásakaður um alvarlegt heimilisofbeldi af fleiri en einni konu og fer fram á fangelsisvist yfir einni þeirra vegna frásagnar hennar.

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Sindri Kristjánsson segir sárt að sjá manninn sem misþyrmdi barni hans halda fram sakleysi sínu í fjölmiðlum. Kaj Anton Arnarsson, sem dæmdur var í 26 mánaða fangelsi í Noregi í fyrra, er laus úr fangelsi og kominn til Íslands.

Saklaus af árásinni í Mosfellsdal: „Ég á enga samleið með þessu fólki“

Saklaus af árásinni í Mosfellsdal: „Ég á enga samleið með þessu fólki“

Andrea Unnarsdóttir var nefnd sem ein hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. Hún er hins vegar frjáls.

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni

Íslenska þjóðin stóð með stríðsglæpamanni sem stóð að skefjalausu ofbeldi og morðum á gyðingum og fleirum. Morgunblaðið tók þá fyrir sem bentu á sannanir í máli Eðvalds Hinrikssonar og tengdi þá við sovésku leyniþjónustuna.