Barnaverndarstofa
Aðili
Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot

Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot

Systir manns, sem er grunaður um að hafa misnotað dætur sínar, tilkynnti hann til barnaverndaryfirvalda, en fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera fyrr en kominn væri upp rökstuddur grunur um að hann hefði brotið gegn þeim. Í mörg ár hefur fjölskyldan setið hjá, full vanmáttar og vonað það besta en óttast það versta. Nú hafa tvær dætur hans kært hann fyrir kynferðisofbeldi, en fyrir er hann dæmdur fyrir brot gegn elstu dóttur sinni.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Velferðarráðuneytið segir Barnaverndarstofu ekki fara með rétt mál um afhendingu gagna vegna kvartana á hendur Braga Guðbrandssyni.

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

Forstjórinn „alveg rólegur“ yfir fjölda kvartana undan honum

Barnavernd á Íslandi logar í átökum. Barnaverndarnefndir kvarta undan dónalegum samskiptum og óeðlilegum inngripum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Fyrrverandi forstöðukona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað annað eins og samstarfið við Braga.

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“

Guðrún Kjartansdóttir var barn að aldri þegar faðir hennar misnotaði hana. Nýlega var hann færður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa brotið gegn þriðju dóttur sinni. Guðrún hefur alltaf haft áhyggjur af systkinum sínum, reynt að fylgjast með og höfða til samvisku föður síns, en furðar sig á því af hverju dæmdir barnaníðingar fái að halda heimili með börnum. Hún stígur fram með móður sinni, Katrínu Magnúsdóttur, í von um að stjórnvöld endurskoði misbresti í kerfinu svo betur sé hægt að vernda börn.

Niðurstaða komin: Norska barnaverndin leyfir Eyjólfi að alast upp á Íslandi

Niðurstaða komin: Norska barnaverndin leyfir Eyjólfi að alast upp á Íslandi

Opinber niðurstaða liggur fyrir í máli Eyjólfs Kristins, fimm ára gamals íslensks drengs, sem norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá í sína vörslu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með hann hingað til lands í júlí. Íslensk yfirvöld fara nú með forsjá Eyjólfs Kristins.

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi

Á meðan Helena Brynjólfsdóttir reynir að bjarga húsinu sínu í Noregi þá eru norsk og íslensk yfirvöld að klára samkomulag landanna á milli varðandi framtíð Eyjólfs Kristins. Elva Christina hefur fyrirgert rétti sínum í Noregi með því skilyrði að hann fái að alast upp á Íslandi. Norsk barnaverndaryfirvöld vilja að honum sé komið í fóstur utan fjölskyldunnar.

Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi

Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi

Norska barnaverndin hefur tekið 11 íslensk börn á aðeins tveimur árum í Noregi og komið fyrir í varanlegu fóstri. „Foreldrar geta áfrýjað ár hvert en á hinn bóginn er sjaldgæft að slíkar áfrýjanir séu teknar til skoðunar,“ segir einn æðsti yfirmaður norsku barnaverndarinnar.

Fjölskyldu Eyjólfs sagt að ræða ekki við fjölmiðla ef þau vilja farsæla lausn

Fjölskyldu Eyjólfs sagt að ræða ekki við fjölmiðla ef þau vilja farsæla lausn

Norska barnaverndin færði fjölskyldu hins fimm ára gamla Eyjólfs þau skilaboð að þau ættu ekki að tala meira við fjölmiðla ef það ætti að vera möguleiki á því að finna honum fósturheimili á Íslandi. 13 dagar eru þar til Eyjólfur verður fluttur til Noregs.

Föðurfjölskylda drengsins tekur undir með móðurfjölskyldunni og kvartar undan „kúgun“

Föðurfjölskylda drengsins tekur undir með móðurfjölskyldunni og kvartar undan „kúgun“

Sigurjón Elías Atlason ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um son sinn Eyjólf sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu. Hann segist ekki ætla að beygja sig undir kúganir og vill trúa því að einhver geti tekið upp hanskann fyrir son sinn áður en það verður of seint.

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Móðir og faðir Eyjólfs þurfa að fyrirgera rétti sínum til þess að sækja mál gegn norsku barnaverndinni ef stofnunin á að taka það til greina að vista son þeirra á Íslandi. Ef þau gera það ekki verður Eyjólfur fluttur með valdi til Noregs í byrjun desember, þar sem búið er að finna honum fjölskyldu.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstiréttur Íslands staðfesti rétt í þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fimm ára gamall drengur skuli nauðugur fluttur frá fjölskyldu sinni og til Noregs þar sem hann verður vistaður til 18 ára aldurs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christina, móðir Eyjólfs.

„Ekki taka hann frá mér“

„Ekki taka hann frá mér“

Elva Christina var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún átti Eyjólf. Fæðingarþunglyndi helltist yfir hana og hún fór út af sporinu í lífinu. Nú, rúmum fimm árum síðar, gæti hún þurft að kveðja son sinn fyrir fullt og allt því norska barnaverndin vill fá Eyjólf í sína vörslu. Hún óttast að sonur hennar gleymi henni.