Kveður son sinn sem fór á vistheimili í dag: „Ég hélt að við myndum fá að vera með honum yfir hátíðarnar“
FréttirBarnavernd í Noregi

Kveð­ur son sinn sem fór á vistheim­ili í dag: „Ég hélt að við mynd­um fá að vera með hon­um yf­ir há­tíð­arn­ar“

Elva Christ­ina kvaddi son sinn í dag, að­eins fimm dög­um fyr­ir jól. Fjöl­skylda Eyj­ólfs Krist­ins fær ekki að hafa hann hjá sér yf­ir há­tíð­arn­ar að kröfu norsku barna­vernd­ar­inn­ar og því mun hann eyða jól­un­um á vistheim­ili í Reykja­vík.
Niðurstaða komin: Norska barnaverndin leyfir Eyjólfi að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Nið­ur­staða kom­in: Norska barna­vernd­in leyf­ir Eyj­ólfi að al­ast upp á Ís­landi

Op­in­ber nið­ur­staða ligg­ur fyr­ir í máli Eyj­ólfs Krist­ins, fimm ára gam­als ís­lensks drengs, sem norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vildu fá í sína vörslu. Helena Brynj­ólfs­dótt­ir, amma drengs­ins, flúði með hann hing­að til lands í júlí. Ís­lensk yf­ir­völd fara nú með for­sjá Eyj­ólfs Krist­ins.
Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Fjölskyldu Eyjólfs sagt að ræða ekki við fjölmiðla ef þau vilja farsæla lausn
FréttirBarnavernd í Noregi

Fjöl­skyldu Eyj­ólfs sagt að ræða ekki við fjöl­miðla ef þau vilja far­sæla lausn

Norska barna­vernd­in færði fjöl­skyldu hins fimm ára gamla Eyj­ólfs þau skila­boð að þau ættu ekki að tala meira við fjöl­miðla ef það ætti að vera mögu­leiki á því að finna hon­um fóst­ur­heim­ili á Ís­landi. 13 dag­ar eru þar til Eyj­ólf­ur verð­ur flutt­ur til Nor­egs.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.
Mæðgurnar segja frá hinni hliðinni eftir dóm Hæstaréttar
FréttirBarnavernd í Noregi

Mæðg­urn­ar segja frá hinni hlið­inni eft­ir dóm Hæsta­rétt­ar

Í ný­fölln­um dómi Hæsta­rétt­ar í máli fimm ára ís­lensks drengs eru birt­ar upp­lýs­ing­ar um heim­il­isof­beldi og áfeng­isneyslu sem hvorki móð­ir né amma drengs­ins hafa greint frá í fjöl­miðl­um. Þær segja að upp­lýs­ing­arn­ar séu að hluta rang­ar og að þær vísi til ástands sem er löngu yf­ir­stað­ið.
Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs
FréttirBarnavernd í Noregi

Hæstirétt­ur stað­fest­ir að Eyj­ólf­ur verði send­ur til Nor­egs

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi rétt í þessu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur um að fimm ára gam­all dreng­ur skuli nauð­ug­ur flutt­ur frá fjöl­skyldu sinni og til Nor­egs þar sem hann verð­ur vist­að­ur til 18 ára ald­urs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christ­ina, móð­ir Eyj­ólfs.
„Ekki taka hann frá mér“
ViðtalBarnavernd í Noregi

„Ekki taka hann frá mér“

Elva Christ­ina var að­eins fimmtán ára göm­ul þeg­ar hún átti Eyj­ólf. Fæð­ing­ar­þung­lyndi hellt­ist yf­ir hana og hún fór út af spor­inu í líf­inu. Nú, rúm­um fimm ár­um síð­ar, gæti hún þurft að kveðja son sinn fyr­ir fullt og allt því norska barna­vernd­in vill fá Eyj­ólf í sína vörslu. Hún ótt­ast að son­ur henn­ar gleymi henni.
Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill
FréttirBarnavernd í Noregi

Bjarni Bene­dikts­son rýf­ur þögn­ina um barn­ið sem norska barna­vernd­in vill

„Þetta er mál sem snert­ir okk­ur öll,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son sem ræddi mál fimm ára ís­lensks drengs sem flytja á nauð­ug­an til Nor­egs eft­ir 35 daga. Hing­að til hef­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið neit­að að tjá sig og var þetta því í fyrsta skipt­ið sem stjórn­völd tjá sig um mál­ið.
Forstjóri Barnaverndarstofu hafði samband við norsku barnaverndina
FréttirBarnavernd í Noregi

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu hafði sam­band við norsku barna­vernd­ina

Nú eru 36 dag­ar þar til lög­regl­an fjar­læg­ir hinn fimm ára gamla Eyj­ólf af heim­ili ömmu sinn­ar og móð­ur í Reykja­vík. Bragi Guð­brands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hef­ur bland­að sér í mál­ið og vill að dreng­ur­inn fá lausn sinna mála hér á landi.
Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig: „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt“
FréttirBarnavernd í Noregi

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið neit­ar að tjá sig: „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barn­ið mitt“

Til­finn­inga­þrung­inn sam­stöðufund­ur var hald­inn á Aust­ur­velli í gær með fimm ára dreng sem norska barna­vernd­in vill fá send­an til Nor­egs í fóst­ur. Síð­ustu tveir inn­an­rík­is­ráð­herr­ar hafa bland­að sér í for­sjár­mál á milli landa með pen­inga­styrkj­um en nú neit­ar ráðu­neyt­ið að tjá sig.