Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Norska barnaverndin vill að móðir og faðir Eyjólfs, fimm ára íslensks drengs sem norska stofnunin vill fá í sína vörslu, afsali sér rétti sínum til þess að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ef það á að vera möguleiki að sonur þeirra fái fóstur á Íslandi, ella verður hann fluttur með valdi til Noregs þann 5. desember. Norska barnaverndin hefur þegar valið fjölskyldu fyrir Eyjólf og er hans nú beðið ytra.

Í skilyrðum barnaverndarinnar í Noregi felst að móðir Eyjólfs geri sérstaka dómsátt við norsku barnaverndina í dómsmáli sem hún höfðaði á hendur stofnuninni eftir að hafa verið svipt forræði. Það mál er enn í gangi í Noregi en norska barnaverndin vill það út af borðinu. Þá vill stofnunin að faðir Eyjólfs staðfesti skriflega að hann muni ekki sækjast eftir forsjá drengsins með aðstoð dómstóla þarlendis. Ef þau gera það þá mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við íslensk barnaverndaryfirvöld. Eyjólfur yrði þó aldei vistaður hjá fjölskyldumeðlimum, hvorki hjá föður- né móðurfjölskyldu hans.

Norska barnaverndin hefur þá afstöðu að hvorki móðir drengsins, amma hans né faðir hans, eigi að hafa forræði yfir honum. Meðal annars byggir barnaverndin niðurstöðu sína á fíkniefnaneyslu móðurinnar, sem nú hefur farið í meðferð, segist hafa tekið upp breyttan lífsstíl og hefur undirgengist fíkniefnapróf frá komu sinni til landsins í sumar. Þá voru þær forsendur barnaverndar reifaðar í dómi Hæstaréttar að amma Eyjólfs hefði verið gagnrýnd af móður hans í viðtölum við barnaverndina á sínum tíma, meðal annars fyrir heimilisástand og áfengisneyslu, en báðar hafa síðan sagt að þær aðstæður sem þar er lýst séu ýmist rangar eða aðstæðurnar yfirstaðnar. Ekki fást upplýsingar um það af hverju faðir Eyjólfs er ekki tekinn til greina af norsku barnaverndinni aðrar en þær að stofnunin vill ekki að neinn fjölskyldumeðlimur komi nálægt framtíðarfósturheimili hans.

Sagt að hætta að tjá sig um málið

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þó ekki ljóst hvort norska barnaverndin megi, samkvæmt norskum lögum, finna barni fóstur utan Noregs, en verið sé að kanna leiðir fram hjá því ytra. Ekki er langur tími til stefnu og því hafi báðir foreldrar Eyjólfs aðeins örfáa daga til þess að ákveða sig. Þau hafi bæði fengið að vita þetta rétt fyrir helgi en eftir því sem Stundin kemst næst þá ætlar hvorki móðir né faðir drengsins að fyrirgera rétti sinn til þess að sækjast eftir forsjá hans.

„Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið“

„Á mannamáli þá er verið að biðja þessa ungu foreldra að gefa upp alla von á að fá að umgangast barnið sitt aftur. Með þessu ættu þau engan rétt. Þau ættu ekki einu sinni rétt á að sækja rétt sinn. Fáránlegt,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur sem ekki vildi láta nafns síns getið og það ekki af ástæðulausu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska barnaverndin einnig krafist þess að bæði föður- og móðurfjölskylda drengsins hætti að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Erfið kveðjustundElva Christina ætlar ekki að fyrirgera rétt sinn til þess að sækja mál gegn norsku barnaverndinni og því gæti farið svo að lögreglan sæki Eyjólf fyrir hönd norskra barnaverndaryfirvalda í byrjun desember.

Foreldrar fallast líklega ekki á skilyrðin

Stundin hafði samband við Barnaverndarstofu en þar fengust þær upplýsingar að enn væri unnið í málinu. Það væri viðkvæmt en niðurstaðan færi dálítið eftir afstöðu og vilja foreldranna til þess að leysa það.

„Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs“

Eins og áður segir er ekki útlit fyrir að móðir og faðir Eyjólfs gangi að skilyrðum norsku barnaverndarinnar og því allt útlit fyrir að starfsmenn íslensku barnaverndarinnar óski eftir aðstoð lögreglu vegna aðfarar á heimili fjölskyldunnar þann 5. desember næstkomandi. Þá verður Eyjólfur sóttur og honum fylgt til Noregs þar sem norsk fósturfjölskylda er sögð bíða eftir því að fá hann. Ef það gerist þá þarf móðir Eyjólfs að halda sínu máli til streitu fyrir norskum dómstólum og faðir hans að sækja rétt sinn gagnvart norsku barnaverndinni ytra sömuleiðis ef þau ætla að eiga einhvern möguleika á að halda drengnum.

Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól

Ef þau ganga að skilyrðum norsku barnaverndarinnar þá, eins og áður segir, mun norska barnaverndin skuldbinda sig til þess að finna fósturheimili handa drengnum á Íslandi í samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gæti Eyjólfur hitt nýju íslensku fjölskylduna sína um mánaðarmótin. En allt fer þetta eftir afstöðu foreldranna og hvort norska barnaverndin finnur leið í kring um lög sem banna vistun fósturbarna erlendis. Eitt er þó ljóst og það er að sama hvernig málið verður leitt til lykta, hvort sem það verður á Íslandi eða í Noregi, þá mun Eyjólfur fá nýja fjölskyldu fyrir jól.

Fær ekki forsjáNorska barnaverndin hefur hafnað þeirri beiðni föður Eyjólfs að fá forsjá yfir syni sínum. Þau vilja að faðir Eyjólfs lofi stofnuninni að sækjast ekki eftir forsjá drengsins ef það á að vera möguleiki að vista hann á Íslandi.

Með deginum í dag eru fimmtán dagar þar til Eyjólfur skal fluttur til Noregs samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var síðar staðfestur af Hæstarétti Íslands, eftir að amma Eyjólfs fór með frá Noregi án leyfis norsku barnaverndarinnar. Forsenda dómsins var að með brottflutningnum á drengnum hefði verið brotið gegn Haag-samkomulaginu, sem kveður á um að ekki megi flytja með barn úr dvalarlandi án heimildar forsjáraðila, sem í þessu tilfelli var norska barnaverndin.

Vonast eftir inngripi ráðherra

Bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs vonast eftir því að ráðherrar stígi inn í málið.

Orð Bjarna Benediktssonar, sitjandi fjármála- og innanríkisráðherra, í útvarpsviðtali hjá Harmageddon hafi gefið þeim von en síðan þá hafi þau ekkert heyrt í Bjarna eða öðrum í ríkistjórninni. Í viðtalinu sagðist Bjarni meðal annars að hann væri að fylgjast mjög vel með málinu en bíða þyrfti dóms Hæstaréttar. Þeir fjölskyldumeðlimir sem Stundin ræddi við sögðu að nú væri komið dálítið síðan að dómur féll en þau hafi ekkert heyrt. Þau hafi reynt að ná samband við Bjarna, bæði í gegnum fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu