Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mæðgurnar segja frá hinni hliðinni eftir dóm Hæstaréttar

Í ný­fölln­um dómi Hæsta­rétt­ar í máli fimm ára ís­lensks drengs eru birt­ar upp­lýs­ing­ar um heim­il­isof­beldi og áfeng­isneyslu sem hvorki móð­ir né amma drengs­ins hafa greint frá í fjöl­miðl­um. Þær segja að upp­lýs­ing­arn­ar séu að hluta rang­ar og að þær vísi til ástands sem er löngu yf­ir­stað­ið.

Mæðgurnar segja frá hinni hliðinni eftir dóm Hæstaréttar

Amma drengsins sem til stendur að senda til Noregs, þar sem norsk barnavernd hafði úrskurðað að hann skyldi settur í fóstur, var beitt heimilisofbeldi og stundaði áfengisneyslu, samkvæmt upplýsingum sem birtast í dómi Hæstaréttar með ákvörðun um að senda drenginn úr landi.

Í dómnum kemur fram að heimilisofbeldi og áfengisneysla séu ástæða þess að Helena Brynjólfsdóttir hafi ekki fengið forsjá yfir barnabarni sínu í Noregi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum norsku barnaverndarinnar, sem virðist byggja á orðum dóttur Helenu, Elvu Christinu, móður drengsins.

Þessar upplýsingar hafa ekki komið fram áður þrátt fyrir að blaðamaður Stundarinnar hafi margsinnis rætt við bæði móður og ömmu barnsins. Helena og Elva segja í samtali við Stundina að ástandið sem lýst er í dómnum sé löngu yfirstaðið og hafi verið yfirstaðið þegar drengurinn fæddist, og að upplýsingar um ástandið hafi byggst á orðum Elvu þegar hún hafi verið í neyslu og verið reið í garð fjölskyldu sinnar.

Þær segja að sú staðreynd að Helena hafi átt erfitt tímabil eigi ekki að koma í veg fyrir að drengurinn verði hjá þeim, frekar en að vera sendur í fóstur í Noregi, eins og ákveðið hafði verið áður en Helena flúði með hann til Íslands.

Dæmd á samfélagsmiðlum

Í kjölfar birtingar Hæstaréttar á forsendum norsku barnaverndarinnar hefur vaknað umræða á samfélagsmiðlum um hvort réttmætt sé að Helena og Elva Christina haldi syni sínum.

„Að draga fram fjölskylduvandræði sem heyrðu sögunni til löngu áður en barnabarn mitt fæðist er bara svo svakalega ljótt“

Meðal þess sem kom fram var að norskum barnaverndaryfirvöldum hafi borist upplýsingar um ölvun Helenu, án tilgreiningar um heimildina, og að dóttir hennar, Elva Christina, móðir drengsins, hafi sagt að hún treysti ekki móður sinni til þess að annast drenginn. „Það er hrikalega sárt að horfa upp á umræðuna breytast. Eins og þetta sé hin hliðin sem allir voru að bíða eftir. Við fjölskyldan höfum átt alveg svakalega erfitt. Ég viðurkenni það alveg og ég myndi aldrei fara í grafgötur með það en að draga fram fjölskylduvandræði sem heyrðu sögunni til löngu áður en barnabarn mitt fæðist er bara svo svakalega ljótt að ég á engin orð yfir það,“ segir Helena.

Átti erfitt eftir að besta vinkonan var myrt 

Erfiðleikar Helenu hófust árið 1988 þegar besta vinkona hennar var myrt. Morðið átti sér stað í íbúð í Kópavogi en þangað hafði Helena farið ásamt vinkonu sinni, Öldu Rafnsdóttur og öðrum manni, Guðmundi Sveinbjörnssyni. Í íbúðinni bjó Alda ásamt ungu barni sínu.

„Ég brá mér frá í smástund og á meðan þá myrti þessi maður bestu vinkonu mína. Stakk hana þrisvar sinnum í kviðinn,“ segir Helena sem hefur frá þeim degi kennt sér um hvernig fór. „Hvað ef ég hefði ekki brugðið mér frá? Þá væri hún kannski á lífi. Morðið hafði víðtæk áhrif á fjölskylduna og hefur enn í dag.“

Helena vill þó ekki ræða morðið frekar. Hún hafi unnið úr áfallinu ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum undanfarin ár, en hann var bróðir Öldu, vinkonunnar sem var myrt. Í dómnum er minnst á fyrrverandi eiginmanninn og hann sagður ofbeldishneigður, andlega og líkamlega. Þá er einnig gefið í skyn að hann sé enn á heimilinu, sem sé fyrir vikið ekki „nægilega stöðugur og öruggur uppeldisstaður fyrir barnið.“

Helena segir að það sé rangt. „Hann býr ekki inni á heimilinu og það hefur aldrei komið neitt upp frá því Eyjólfur fæddist enda ákváðum við bæði tvö, ég og pabbi Elvu, að við skyldum vinna úr þessum áföllum saman en í sitt hvoru lagi og það höfum við gert. Norska barnaverndin lætur líta þannig út að inni á heimilinu búi ofbeldismaður sem haldi fjölskyldunni í gíslingu. Það er bara ekki rétt,“ segir Helena sem á þessum tíma, löngu fyrir fæðingu Eyjólfs, deyfði sig með áfengi.

„Ég sefaði sársaukann með áfengi og Elva Christina og hinar dætur mínar liðu fyrir það. Eyjólfur hefur hins vegar aldrei séð mig undir áhrifum og lífið hefur sem betur ferið farið batnandi síðan þá. Vandræði fjölskyldunnar voru erfið en staða mín var hins vegar allt önnur þegar Eyjólfur kom í heiminn. Að draga þetta fram með þessum hætti, eins og norska barnaverndin gerir, er salt í sár sem aldrei virðast fá að gróa.“

Óskaði sjálf eftir að skila þvagsýnum

Fram hefur komið í umfjöllunum Stundarinnar að Elva hafi verið svipt forræði í kjölfar þess að hún leiddist út í fíkniefnaneyslu. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að Elva hafi neytt vímuefna frá ellefu ára aldri, fyrst áfengis og síðan vímuefna. Á árinu 2015 hafi hún sprautað sig með amfetamíni. Eftir að hún kom úr meðferð mældist kannabis í þvagsýnum fram í apríl 2016. Elva Christina segir hins vegar að hún hafi óskað eftir því að skila þvagsýnum til barnaverndaryfirvalda eftir að hún kom til landsins. Það hafi hún gert reglulega og ávallt mælst hrein. 

Í dómnum segir einnig að Elva Christina hafi ýmist búið með foreldrum sínum eða ein með barninu, en foreldrar hennar hafi að miklu leyti annast barnið. Faðir hennar hafi árið 2014 sætt lögreglurannsókn vegna heimilisofbeldis en málið  hafi verið fellt niður. Þá segir að barnaverndaryfirvöldum hafi borist upplýsingar um ölvum móður hennar og óreglulega skólasókn drengsins á leikskóla. 

 „Samkvæmt úrskurðinum viðurkenndi sóknaraðilinn A fyrir fylkisnefndinni að hún væri ófær um að annast um son sinn eins og sakir stæðu og væru barnaverndaryfirvöld á sama máli. Komið hafi fram hjá sóknaraðilanum A að móðir hennar hafi misnotað áfengi um langan tíma, en þótt úr því hefði dregið gerðist það enn. Faðir hennar hafi verið mjög ofbeldishneigður, andlega og líkamlega, gagnvart móður hennar, en einnig gagnvart sóknaraðilanum, systrum hennar og börnum þeirra. Hún hafi ítrekað sagt að hún óskaði þess að sonur sinn fengi ekki sams konar uppeldi og hún sjálf og óttaðist hún um aðstæður hans hjá foreldrum sínum.“

Upplýsingar sóttar í viðtöl við sálfræðing

Elva Christina átti afmæli í gær. Hún varð 21 árs. Sjálf segist hún lítið hafa spáð í afmælinu því það hafi verið mikið áfall þegar þessar upplýsingar voru birtar í dómi Hæstaréttar. Þar séu dregnar saman upplýsingar úr fjölmörgum viðtölum sem tekin voru við hana af starfsmönnum barnaverndar. Í einu þeirra hafi hún til að mynda farið yfir fjölskyldusögu sína og þann erfiða uppvöxt sem hún segist hafa gengið í gegnum. Hún hafi þó aldrei trúað því að barnaverndin ætti eftir að nota það gegn henni eða fjölskyldu hennar – viðtölin hafi verið við sálfræðing og Elva hafi talið að þau ættu að nýta til góðs. Því hafi hún rætt uppvaxtarár sín opinskátt og vonast eftir því að líða betur í kjölfarið. 

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Elva hafi „ítrekað sagt að hún óskaði þess að sonur sinn fengi ekki samskonar uppeldi og hún sjálf og óttaðist hún um aðstæður hans hjá foreldrum sínum.“ 

Þarna segir Elva hlutina slitna úr samhengi að hún átti sig ekki almennilega á því. Það sé rétt að hún hafi óskað þess að sonur sinn myndi ekki fá sams konar uppeldi og hún sjálf, en að hún hafi aldrei sagt að hún treysti ekki mömmu sinni fyrir barninu.

„Ég var spurð að því hvort ég hefði viljað að Eyjólfur hefði alist upp við sömu aðstæður og ég. Auðvitað sagði ég nei. Þá virðast þeir bara nota samasemmerki þarna á milli og segja að ég hafi óttast um Eyjólf og aðstæður hans á heimili mömmu? Það er bara algjört rugl.

„Þetta er ekki staðan í dag.“

Já, ég ólst upp við erfiðar aðstæður og eins og margir unglingar gera þá talaði ég illa um mömmu og pabba. Þau eiga það samt ekki skilið. Þetta er ekki staðan í dag. Ég ólst upp við þessar aðstæður og sem betur fer hefur fjölskyldan reynt að vinna sig út úr þessum fortíðardraugum og það hefur gengið vel. Það var bara ótrúlega erfitt að þurfa að lesa þetta allt á netinu. Erfið fjölskyldusaga mín er notuð gegn mér og móður minni sem hefur ekkert nema gott gert í lífi Eyjólfs, alveg frá því að hann fæddist. Síðan er ég líka bara reið yfir því hvernig þetta er sett fram. Hvernig mamma mín er máluð af norsku barnaverndinni. Það kemur kannski ekkert á óvart enda er margt sem kemur fram þarna bara beinlínis rangt,“ segir Elva.

Svara fyrir óreglulega skólasókn 

Um það sem kemur fram í dómi Hæstaréttar að barnavernd „hafi borist upplýsingar um ölvun móður sóknaraðilans og mjög óreglulega skólasókn barnsins á leikskóla,“ segja mæðgurnar að þar hafi barnavernd farið með rangt mál. 

Helena segist hafa farið í meðferð árið 2011, sama ár og Eyjólfur fæddist. Hún hafi ekki verið í óreglu á þeim tíma sem hún sinnti drengnum og bendir á að þarna sé barnaverndin aðeins að vísa í upplýsingar sem hafi aldrei verið staðfestar. Skömmu eftir að hún hætti að drekka hafi hún skilið við fyrrverandi eiginmann sinn. 

Þegar talað er um „óreglulega skólasókn“ sé vísað til þess að drengurinn gisti í níu daga hjá frænku sinni í Noregi, eldri dóttur Helenu, og mætti þá ekki í leikskólann, enda ekki skólaskylda á leikskólastigi. Leikskólinn hafi staðfest þetta en norska barnaverndin hafi aldrei sætt sig við þá útskýringu þrátt fyrir staðfestingar frá bæði leikskólanum og eldri dóttir Helenu. Þá séu upplýsingar um „ölvun móður sóknaraðilans“ sögusagnir sem enginn fótur er fyrir og engin gögn hafi verið lögð fram til þess að styðja þá „kjaftasögu“ eins og Helena orðar það.

„Ég var erlendis í níu daga og Eyjólfur var í pössun hjá eldri dóttur minni. Þetta eru einu dagarnir sem hann missti úr leikskóla. Ég var ein að annast hann og þurfti að fara erlendis. Á meðan var hann í góðu yfirlæti hjá dóttur minni. Hefur enginn lent í þeim aðstæðum? Að þurfa að fá pössun fyrir barnið sitt í nokkra daga? Norska barnaverndin lætur þetta líta út eins og hann hafi bara verið eirðarlaus og einn og ekki gengið í leikskóla. Eins og ég segi. Það er erfitt að eiga við svona stofnun sem setur allt á hvolf og reynir að láta mann líta illa út. Það er erfitt.“

Það eina sem skipti máli og hafi skipt máli undanfarna mánuði sé velferð Eyjólfs og að hann fái lausn sinna mála hér á Íslandi.

Hér má lesa dóm Hæstaréttar um að fjarlægja beri drenginn frá Elvu og Helenu og senda hann aftur til Noregs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
5
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
7
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
10
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
9
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu