Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi rétt í þessu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur um að fimm ára gam­all dreng­ur skuli nauð­ug­ur flutt­ur frá fjöl­skyldu sinni og til Nor­egs þar sem hann verð­ur vist­að­ur til 18 ára ald­urs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christ­ina, móð­ir Eyj­ólfs.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs
Eyjólfur Móðir Eyjólfs hefur tuttugu og fimm daga til þess að kveðja son sinn fyrir fullt og allt. Mynd: Notandi

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fimm ára gamals íslensks drengs sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu.

Amma og Eyjólfur
Amma og Eyjólfur Helena Brynjólfsdóttir hefur barist fyrir því að halda í forsjá yfir Eyjólfi en hún flúði með hann til Íslands í sumar.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna mánuði eða allt frá því amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með hann hingað til lands í sumar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á grundvelli Haag-samningsins en samkvæmt honum hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að ákveða að barni, sem hefur verið flutt til landsins með ólögmætum hætti, eða er haldið hér á landi á ólögmætan hátt, skuli skilað þegar í stað.

Dómurinn er áfall fyrir fjölskyldu drengsins en hún hefur barist fyrir því að fá lausn sinna mála hér á landi í stað þess að senda fimm ára gamalt barnið til Noregs þar sem hann þekkir ekki neinn og talar ekki norsku.

„Hvað á ég að gera?“ spurði Elva Christina, móðir Eyjólfs, í samtali við Stundina skömmu eftir að hún fékk símtal frá lögfræðingi sínum sem tjáði henni niðurstöðuna. Hún segir fjölskylduna fá að verja 25 dögum með Eyjólfi áður en hann verður tekinn með lögregluvaldi og fluttur nauðugur til Noregs þann 4. desember næstkomandi.

Dagur í lífi Eyjólfs

Blaðamaður eyddi degi með Eyjólfi sem vaknaði með bros á vör og fór að sofa með bros á vör.

Nú þurfa stjórnvöld að bregðast við

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur að undanförnu verið í sambandi við forsvarsmenn norsku barnaverndarinnar en líkt og Stundin greindi frá þá vildu talsmenn norsku barnaverndarinnar fyrst fá niðurstöðu í dóm Hæstaréttar áður en næstu skref yrðu stigin í málinu. Nú hefur dómur fallið og þetta gæti þýtt að norska barnaverndin fái Eyjólf í sína vörslu áður en íslensk barnaverndaryfirvöld geta samið um lausn málsins. Það þýðir að Eyjólfur verður fluttur til Noregs til þess eins að vera fluttur aftur til Íslands þar sem mál hans og fjölskyldu hans yrðu leyst í samvinnu við íslensk stjórnvöld.

„Þá verður slitið á öll tengsl
drengsins við fjölskyldumeðlimi“

Ef íslensk stjórnvöld ná ekki samkomulagi við norsku barnaverndina þá fær enginn nema móðir drengsins, Elva Christina, að hitta hann næstu þrettán árin. Heimsóknartíminn hennar yrði líka af afar skornum skammti. Tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. Þá verður slitið á öll tengsl drengsins við fjölskyldumeðlimi, þar á meðal ömmu drengsins, Helenu, sem hefur alið hann upp nánast frá blautu barnsbeini.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Elvu Christinu sem segist óttast það mest að Eyjólfur verði tekinn af henni og hún fái ekki að sjá hann: „Að Eyjólfur eigi eftir að gleyma mér á þessum árum. Að hann verði misnotaður á fósturheimilinu í Noregi eins og tugir ef ekki hundruð barna hafa lent í þarna úti. Að ég geti ekkert gert til að hjálpa litla drengnum mínum þegar hann er í neyð eða ef það er brotið á honum. Að eyðileggja hann fyrir lífstíð því ég barðist við fíkniefnadjöfulinn og tapaði í fyrstu. Það óttast ég mest.“

Elskar að leika sér úti

Blaðamaður hitti Eyjólf þar sem hann býr ásamt ömmu sinni og mömmu í Álfheimum í Reykjavík. Eyjólfur er fjörugur, skýr og skemmtilegur fimm ára strákur sem virðist elska fjölskylduna sína.  Þá á hann vini í leikskólanum og finnst afskaplega gaman að leika sér við frænkur sínar, þær Helenu og Siggu. Honum finnst gaman í fótbolta og að vera úti að leika sér. Úti að leika sér með vinum sínum frá leikskólanum. Leikskólanum sem hann gæti verið rifinn frá eftir tæpan mánuð.

„Af hverju ætti að refsa honum fyrir það sem ég hef gert? Ég hef tekið þeim afleiðingum og ég er tilbúin að taka út mína refsingu, hver sem hún er. Aldrei gæti ég samt lifað með því ef hann yrði tekinn frá mér og sendur í burtu. Aldrei. Ég veit ekki hvað ég geri ef ég missi hann,“ sagði Elva Christina og var auðsjáanlega mikið niður fyrir.

„Ekki taka hann frá mér. Geturðu beðið þau um það? Að taka hann ekki frá mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
3
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár