Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ég rændi barninu til að bjarga því“

Helena Brynj­ólfs­dótt­ir yf­ir­gaf all­ar ver­ald­leg­ar eig­ur sín­ar og vinnu í Nor­egi til þess að flýja til Ís­lands með barna­barn­ið, 5 ára gaml­an dreng, sem norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vildu vista hjá ókunn­ugu fólki til 18 ára ald­urs. Barna­vernd­in í Nor­egi krefst þess að ís­lensk stjórn­völd af­hendi barn­ið og hún gæti ver­ið ákærð fyr­ir barns­rán.

„Þegar við sátum í flugvélinni heyrðum við sírenuvæl. Þá fór kaldur hrollur um mig og ég hvítnaði öll upp,“ segir Helena Brynjólfsdóttir, sem fyrir nokkrum vikum síðan keypti flugmiða fyrir sig, tvítuga dóttur sína og fimm ára gamalt barnabarn sitt og flúði til Íslands frá Noregi. Helena gæti verið ákærð fyrir barnarán í Noregi en barnaverndin þar í landi hefur krafist þess að íslensk stjórnvöld hafi upp á drengnum, fjarlægi hann með lögregluvaldi og komi honum upp í fyrstu flugvél aftur til Noregs svo hægt sé að vista hann hjá ókunnugu fólki 

Helena flutti til Kristansand í Noregi árið 2013 í leit að betra lífi fyrir sig, dætur sínar tvær og barnabarnið. Hún var ekki að flýja skuldir eins og svo margir sem flytja til Noregs. Menntakerfið og möguleikinn á að eignast eitthvað í lífinu laðaði Helenu að en hún var á leigumarkaði á Íslandi eins og þúsundir annarra, átti lítið sparifé og sá ekki fram á að geta fjárfest í íbúð, eða eins og hún segir sjálf: „Mig langaði að eiga möguleika á því að eignast eitthvað og skilja eitthvað eftir mig fyrir börnin mín. Ég sá það bara ekki gerast á Íslandi og því flutti ég með fjölskylduna til Noregs.“

Barnabarnið hennar var aðeins tveggja ára gamalt þegar þau fluttu árið 2013 en þegar út var komið fór Helena strax í það að verða honum úti um leikskólapláss sem gekk vel. Flutningur fjölskyldunnar gekk eins og í sögu fyrsta árið en þá fór að halla undan fæti hjá dóttur Helenar, móður barnsins.

„Hún flæktist inn í slæman félagsskap í Noregi sem hafði mikil áhrif á hana. Hún sökkti sér í neyslu og var ekkert inni á heimilinu. Ég sá um barnið alla daga eins og ég hafði í raun gert frá fæðingu. Neyslan hafði þau áhrif að hún var ekki til staðar fyrir barnið. Hún kynntist strák í þessum félagsskap sem var í afskaplega mikilli neyslu líka og þau fóru að búa saman en allan tímann var ég með barnið fyrir utan eina og eina heimsókn þar sem ég fór með barnið til dóttur minnar. Einn daginn, þegar hún er ekki heima, þá tekur þessi kærasti hennar brjálæðiskast og rústar allri íbúðinni. Sker mublurnar hennar og brýtur allt og bramlar. Lögreglan var kölluð til og þegar hún mætir á svæðið þá tekur hún eftir barnaleikföngum í íbúðinni. Þá er norska barnaverndin kölluð til og þannig hefst þessi martröð sem ekki sér fyrir endann á í dag,“ segir Helena.

„Þeir voru að koma þrisvar 
til fjórum sinnum í viku í yfir tvö ár.“

Þess ber að geta að faðir barnsins hefur ekki verið viðriðinn uppeldi þess og gerir ekkert tilkall til forsjár. Faðirinn er íslenskur og stendur fjölskylda föðursins við bakið á Helenu og studdi ákvörðun hennar að flýja með barnið til Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu