United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi og ekki tilkynnt um óhöpp og atvik sem hafa átt sér stað eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í bæði opinberum eftirlitsskýrslum og í tölvupóstsamskiptum á milli stjórnenda United Silicon og Umhverfisstofnunar sem Stundin hefur undir höndum. Í þeim kemur meðal annars fram að Umhverfisstofnun hafi skráð frávik frá starfsleyfi í hverri einustu eftirlitsheimsókn sem farin hefur verið í verksmiðju United Silicon frá því þær hófust með fyrirvaralausu eftirliti þann 17. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt Umhverfisstofnun er frávik framkvæmd sem telst ekki í samræmi við kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglugerðum. Tólf slík frávik hafa verið skráð í umræddum eftirlitsheimsóknum en þá eru skráningar á frávikum hjá öðrum eftirlitsstofnunum ótaldar.

Stundin hefur á undanförnum mánuðum ítarlega fjallað um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, aðdragandann að byggingu hennar, framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar og viðskiptasögu eigandans, Magnúsar Garðarssonar. Í síðustu umfjöllun Stundarinnar voru birt myndskeið sem starfsmenn sögðu sýna ólöglega losun á varasömum efnum utan verksmiðjunnar. Þetta hafi verið gert í skjóli nætur og að þessari aðferð væri beitt í trássi við starfsleyfi United Silicon.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Aðsent

Góðærið gengur aftur

Pistill

Hversu sannreynd eru meðferðarúrræði hefðbundinna lækninga?

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Pistill

Túristi í eigin landi

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar