Umhverfisstofnun
Aðili
Íslensku flugfélögin ábyrg fyrir aukinni losun gróðurhúsalofttegunda

Íslensku flugfélögin ábyrg fyrir aukinni losun gróðurhúsalofttegunda

·

Íslenski flugiðnaðurinn jók útblástur um 13% á milli áranna 2016 og 2017. Icelandair bar ábyrgð á meira en helmingi losunarinnar og jókst losun WOW Air einnig nokkuð á milli ára.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

·

Magn af úrgangi jókst um 23% á milli áranna 2015 og 2016 og fór yfir milljón tonn. Hver landsmaður losar 660 kílógrömm af heimilisúrgangi á ári. Markmið um endurvinnslu eru langt frá því að nást.

Nemendum haldið inni vegna loftmengunar

Nemendum haldið inni vegna loftmengunar

·

Svifryk hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er ári. Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga eru sammála um að loftmengun sé vandamál og segja mikilvægt að leggja gjald á notkun nagladekkja og efla almenningssamgöngur.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

·

Stjórnarformaður Arnarlax segir að laxadauðinn sé vissulega áhyggjuefni en að gert sé ráð fyrir afföllum í áætlunum fyrirtækisins. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um umfang laxadauðans hjá fyrirtækinu.

Glæný fiskiskip Samherja brenna svartolíu

Glæný fiskiskip Samherja brenna svartolíu

·

Dæmi eru um að ný íslensk fiskiskip brenni brennisteinsríkri svartolíu við strendur Íslands. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir umhverfisvænni kosti í boði, en svartolían sé enn langódýrasta eldsneytið.

Stefna á gjaldtöku vegna nagladekkja

Stefna á gjaldtöku vegna nagladekkja

·

Áætlun um loftgæði á Íslandi gerir ráð fyrir að svifryksmengun fari aldrei yfir heilsufarsmörk af völdum umferðar árið 2029.

Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur

Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur

·

Þrír landeigendur svæða á náttúruminjaskrá rukka fyrir aðgang án heimildar ríkisins eða Umhverfisstofnunar, sem er á skjön við náttúruverndarlög. Stefna ríkisstjórnarinnar er að hefja svokallaða „skynsamlega gjaldtöku“ á ferðamönnum og búist er við frumvarpi frá umhverfisráðherra fyrir haustþing í þeim tilgangi, en þangað til er lögmæti gjaldtöku óviss.

Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu

Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu

·

Um 70 til 80 friðlýst náttúrusvæði eru óvarin af landvörðum vegna áherslu yfirvalda. Landvörðum hefur ekki fjölgað nándar nærri jafnmikið og erlendum ferðamönnum og segja sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun að friðlýst svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að landvörðum verði fjölgað.

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

·

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

·

United Silicon hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi verksmiðjunnar og gefið misvísandi upplýsingar til Umhverfisstofnunar. Í nýjustu skýringum sínum segja þeir að myndskeið Stundarinnar hafi sýnt losun á hættulausu ryki.

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

·

Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon

·

Kísilverksmiðjunni nærri byggðinni í Reykjanesbæ var bannað að ræsa ofna sína fyrr en úrbætur hefðu verið gerðar á mengunarvörnum.