Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax seg­ir að laxa­dauð­inn sé vissu­lega áhyggju­efni en að gert sé ráð fyr­ir af­föll­um í áætl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um um­fang laxa­dauð­ans hjá fyr­ir­tæk­inu.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku
Alls um 500 tonn Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku. Myndin er eldislaxi í kari á höfninni í Tálknafirði.

Um 500 tonn af dauðum eldislaxi voru hreinsuð upp úr eldiskvíum Arnarlax í Tálkna- og Arnarfirði í síðustu viku. Þetta segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, í samtali við blaðið. „Í mínu höfði eru þetta sirka 500 tonn sem komu upp í síðustu viku. Dauðinn getur hafa gerst á tíu til fimmtán dögum þar áður. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær laxinn drepst.“ Kjartan segir að laxarnir hafi verið á bilinu 2 til 3 kíló að þyngd að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir að laxarnir hafi verið 3 kíló að þyngd má áætla að tæplega 170 þúsund laxar hafi drepist hjá Arnarlaxi í síðustu viku. 

Stundin greindi frá laxadauðanum í gær tölur um heildarafföll voru þá óþekktar. Kjartan segir að reikna megi með að þetta séu afföllin í síðustu viku og að í heildina hafi um 1.000 þúsund tonn af laxi drepist hjá Arnarlaxi það sem af er árinu, langmest á síðustu vikum. „Ég geri ráð fyrir því að dauðinn núna geti orðið allt að 1500 tonnum sem er um 10 prósent af heildarframleiðslunni hjá okkur. Stór hluti af þessum dauða hefur verið að koma upp á síðustu vikum.“   

„Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós“

Kjartan segir ástæðurnar fyrir dauðanum vera þrjár: kulda, nýrnaveiki og að laxinn geti  særst þegar verið er að ná honum upp úr kvíunum og að hann geti drepist í kjölfarið. Í gegnum tíðina hefur sjávarkuldinn við Ísland valdið miklu tjóni í því laxeldi sem reynt hefur verið við landið.

Erfiðar vikurKjartan Ólafsson segir að vikur 7 til 9 séu erfiðar í laxeldi við Ísland vegna sjávarkulda.

Vikur 7 til 9 til erfiðar

Kjartan segir að það sé þekkt í laxeldi í sjó á norðurslóðum að vikur 7 til 9 á árinu séu köldustu vikur ársins og að kuldinn geti haft slæm áhrif á laxinn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir: Að reyna að lifa í gegnum vikur 7 til 9. Þetta er alveg þekkt. Hluti af áskorun greinarinnar er að reyna að ná tökum á þessu.“

Kjartan segir að kuldinn við Íslandsstrendur sé sambærilegur við sjávarkuldann í Norður-Noregi og á Nýfundnalandi. „Á Nýfundnalandi eru þessu vikur, 7 til 9, jafnvel enn erfiðari en á Íslandi. Þessi svæði glíma við mikinn kulda á þessum vikum. Það er svo kaldara í ár en í fyrra og þetta er með köldustu árum sem við höfum upplifað.“

Kjartan segir að hann hafi vissulega áhyggjur af þessum afföllum þó að reiknað sé með allt að 20 prósent afföllum í áætlunum fyrirtækisins. „Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir Kjartan um málið. 

Umhverfisstofnun vill upplýsingar um afföll

Umhverfisstofnun hefur kallað eftir tölu um afföll af laxi hjá Arnarlaxi. „Varðandi umfang laxadauðans vitum við það ekki en höfum kallað eftir þeim upplýsingum frá rekstraraðila,“ segir í svari frá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Stundarinnar um hvort stofnunin hafi upplýsingar um hversu mikill laxadauðinn hafi verið hjá fyrirtækinu í eldiskvíum þess í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga. Umhverfisstofnun telur ekki að ástæða sé til þess að stofnunin fari í sjálfstætt eftirlit til Vestfjarða til að leggja mat á laxadauðann hjá Arnarlaxi, sem tilkominn er vegna mikils sjávarkulda. „Stofnunin mun fara yfir gögn fyrirtækisins í reglubundnu eftirliti en ekki er ástæða til frekara eftirlits að svo stöddu þar sem ekki er um mengun að ræða, heldur dauðfisk sem er meðhöndlaður samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins og Umhverfisstofnun metur fullnægjandi,“ segir í svari stofnunarinnar.  

„Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir.“

20 prósent afföllVíkingur Gunnarsson segir að afföll í Arnarfirði hafi verið um 20 prósent.

20 prósent drápust í Arnarfirði

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax,  segir í svörum sínum til Stundarinnar að um 20 prósent af laxinum í Arnarfirði hafi drepist. „Í síðustu viku lauk slátrun á Hringsdal þar sem allar kvíar hafa verið tæmdar. Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir. Ástæðan er óvenju lágur sjávarhiti en slíkar aðstæður skapa aukna hættu á afföllum. Þrátt fyrir það er niðurstaðan í Hringsal ein sú besta sem sést hefur í íslandi frá byrjun laxeldis.“

Um laxadauðann á Tálknafirði segir Víkingur að tæp tvö hundruð tonn hafi drepist vegna kulda og 125 vegna flutninga frá einni kví til annarrar. „Í Tálknafirði hafa 197 tonn af fiski drepist vegna vetrarsára auk þess sem 125 tonn drápust vegna flutninga úr kví sem tæma þurfti vegna bilunar sem kom upp í búnaði fyrr í vetur. Fyrirfram lá fyrir að fórnarkostnaður vegna flutninga úr tiltekinni kví yrði mikill en ekki er ólíklegt að heildarafföll í ár verði um 1.500 tonn af 2016 kynslóðinni. Það er innan við 10% af ársframleiðslu fyrirtækisins. Tjón vegna atvika í vetur er töluvert en áætlanir gera ráð fyrir afföllum í ákveðnu hlutfalli af ársframleiðslu.“ 

Arnarlax eitt til frásagnar

Í svörum sínum gerir Víkingur samt frekar lítið úr laxadauðanum, rétt eins og Kjartan gerir líka, og segir, þegar hann er spurður um það til hvaða aðgerða Arnarlax hafi gripið vegna laxadauðans, að gert sér ráð fyrir dauða laxa í áætlunum. „Þetta er hluti af þeim áskorunum sem við tökumst á við í uppbyggingu laxeldis til framtíðar og gert er ráð fyrir töluverðum afföllum í áætlunum.“

Umhverfisstofnun segir að stofnunin líti svo á að Arnarlax hafi ekki átt að hafa frumkvæði að því að tilkynna um laxadauðann til stofnunarinnar að fyrra bragði þar sem ekki hafi verið hætta á mengun af honum. „Samkvæmt grein 2.5 og 2.6 ber rekstraraðila að tilkynna stofnuninni um óhöpp sem geta leitt af sér losun mengandi efna í umhverfið. Ekki er gerð krafa um að fyrirtækin upplýsi stofnununina um fiskidauða nema ef hætta er á að frá honum berist mengun, sem getur orðið, sé um mikið magn að ræða og hreinsibúnaður nái ekki að viðhalda hreinsun í kvínni. Ekki er talið að um það sé að ræða í þessu tilviki. Rekstraraðili upplýsti stofnununa sjálfur um fiskidauða er haft var samband við hann vegna ábendingar um fugla við kvíarnar.“

Víkingur segir að svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi fengið ábendingu um laxadauðann þegar Arnarlax var ennþá að greina vandamálið. „Samkvæmt því sem þú segir hefur UST fengið ábendingu í upphafi aðgerða þegar verið var að greina aðstæður þannig að hægt væri að tilkynna faglega umfang atvika og áætluð viðbrögð við þeim til hlutaðeigandi eftirlitsaðilum eins og reglur gera ráð fyrir.“

Umhverfisstofnun virðist því ekki telja að þörf sé á frekari aðgerðum vegna málsins og stofnunin mun ekki hefja sérstaka rannsókn á því. Eins og er virðist Arnarlax því vera sá aðili sem vegur og metur stöðuna sem upp er komin hjá því út af laxadauðanum og er fyrirtækið því eitt til frásagnar um vandamálið eins og er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það“
ViðtalLaxeldi

„Þetta er stríð og við telj­um okk­ur geta unn­ið það“

Yvon Chouin­ard, stofn­andi fatafram­leið­and­ans Patagonia, ræð­ir um ára­tuga tengsl sín við Ís­land og bar­átt­una gegn sjókvía­eldi á eld­islaxi hér á landi. Patagonia frum­sýndi ný­ver­ið mynd um sjókvía­eld­ið á Ís­landi. Yvon er bjart­sýnn á að sjókvía­eld­ið verði bann­að á Ís­landi þar sem ís­lensk­ir kjós­end­ur séu vel upp­lýst­ir og taki mark á vís­ind­um.
Arctic Fish segir að faraldur laxalúsar hafi leitt til slysasleppingar hjá fyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Arctic Fish seg­ir að far­ald­ur laxal­ús­ar hafi leitt til slysaslepp­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu

Nýj­ar skýr­ing­ar en áð­ur hafa kom­ið fram á slysaslepp­ing­unni hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish er að finna í árs­reikn­ingi þess fyr­ir síð­asta ár. Þar seg­ir að lúsafar­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu hafi leitt til þess að eld­islax­ar sluppu úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein Ove-Tveiten seg­ir að laxal­ús­in sé ekki bein ástæða fyr­ir slysaslepp­ing­unni held­ur und­ir­liggj­andi ástæða.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu