United Silicon
Aðili
Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant

Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant

·

Umhverfisráðherra segir mál United Silicon eiga sér engin fordæmi hérlendis. Undirbúningur var ónógur og stjórnun mengunarvarna og búnaði ábótavant. Fyrrum forstjóri sætir málaferlum vegna refsiverðar háttsemi.

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“

·

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá forsætisráðherra, þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon, sem fór í gjaldþrot í dag eftir að hafa margbrotið starfsleyfi og meintan fjárdrátt forstjórans. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ gagnrýndi úrtöluraddir. „Við erum búin að bíða lengi,“ sagði iðnaðarráðherra.

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

·

Ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, hefur verið virkur í jarðakaupum á Íslandi frá síðustu aldamótum en hefur náð að halda sér utan kastljóss fjölmiðla. Hann var einn af hluthöfunum í kísilfyrirtækinu United Silicon og seldi dótturfélagi HS Orku vatnsréttindi út af virkjun á Ströndum. Illa gengur að fá upplýsingar um baróninn.

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins

·

Stjórn United Silicon hefur lagt fram kæru gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals.

Björt Ólafsdóttir: „Nú er nóg komið“

Björt Ólafsdóttir: „Nú er nóg komið“

·

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra vill loka kísilmálmverksmiðju United Silicon í kjölfar eldsvoðans í nótt.

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

·

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

·

„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.

United Silicon ósátt við umfjöllun: „Unnið er að úrbótum“

United Silicon ósátt við umfjöllun: „Unnið er að úrbótum“

·

Forsvarsmenn verksmiðju United Silicon, sem hefur ítrekað brotið af sér, segja óheimila og leynilega losun sína á mengun vera skaðlausa.

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

·

United Silicon hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi verksmiðjunnar og gefið misvísandi upplýsingar til Umhverfisstofnunar. Í nýjustu skýringum sínum segja þeir að myndskeið Stundarinnar hafi sýnt losun á hættulausu ryki.

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

·

Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon

·

Kísilverksmiðjunni nærri byggðinni í Reykjanesbæ var bannað að ræsa ofna sína fyrr en úrbætur hefðu verið gerðar á mengunarvörnum.

Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“

Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“

·

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur blásið til íbúafundar vegna „ófyrirséðrar mengunar“ frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Rúmlega 3.400 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda þar sem krafist er þess að frekari stóriðjuframkvæmdir í Helguvík verði settar á ís.