Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

„Við er­um alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins, um kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík. 17 at­huga­semd­ir í þrem­ur eft­ir­lits­heim­sókn­um og for­stjór­inn seg­ir von á fleir­um.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
Eyjólfur Sæmundsson Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að forsvarsmönnum United Silicon hafi verið gefinn stuttur frestur til þess að gera úrbætur á fjölmörgum þáttum er við koma starfseminni. Mynd:

„Ég get alveg sagt þér það að við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna og það er alls ekki fullnægjandi,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins um aðbúnað og öryggi starfsmanna United Silicon.

Þeir starfsmenn sem Stundin hefur rætt við hafa meðal annars gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar. Eyjólfur er ósammála þeirri gagnrýni og segir Vinnueftirlit ríkisins taka þessu mjög alvarlega en eftirlitið skráði niður 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum sem lutu að grundvallaratriðum í öryggi starfsmanna.

Stundin hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík en nú hafa tvær eftirlitsstofnanir skráð niður 29 frávik eða athugasemdir vegna starfseminnar og hafa þær krafist úrbóta. Aðeins tæpir tveir mánuðir eru síðan að verksmiðjan var gangsett en Stundinni hafa borist fjölmörg myndskeið sem sýna bæði brot á skilmálum starfsleyfis United Silicon og brot á ýmsum reglum er varða öryggi og aðbúnað starfsmanna á vinnusvæðinu.

Öryggi starfsmanna ekki tryggt

Myndskeiðið sem fylgir þessari frétt sýnir sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita fyrstu hjálp þegar alvarleg slys eiga sér stað. Sjúkraherbergið er þó langt frá því að vera öruggt fyrir meðhöndlun sára en það er grútskítugt auk þess sem engin áhöld eru til að hlúa að þeim sem lenda í slysum eða óhöppum. Stundin hafði samband við Eyjólf sem fór yfir þau grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi.

„Það á að vera skipulegt öryggisstarf í svona fyrirtæki og það á að vera áhættumat sem byggir á raunverulegum aðstæðum og þar sem meðal annars er tekið á því hvernig brugðist er við þegar bilanir og aðrar óvæntar aðstæður koma upp. Svo á að vera áætlun um heilsu og forvarnir en inni í því eru til dæmis reglubundnar mælingar á mengun í andrúmslofti starfsmanna. Þá á að vera eftirlit með hávaða og fyrir á að liggja mat á því hvar þarf persónuhlífar og allt slíkt. Síðan eiga að vera til staðar sérstakir öryggistrúnaðarmenn starfsmanna sem hafa sótt námskeið og fengið þjálfun og eiga að vera fyrir hönd starfsmanna í samstarfi við stjórnendur fyrirtækisins um að leysa úr málum. Síðast en ekki síst á að vera starfandi öryggisnefnd þar sem þessi fulltrúar og stjórnendur í fyrirtækinu hittast til þess að fara yfir það sem þarf að gera. Þetta eru algjör grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi,“ segir Eyjólfur.

Er þetta til staðar hjá United Silicon í dag?

„Nei, þetta hefur ekki verið til staðar. Eins og ég segi þá eru þetta grundvallaratriði sem þeir verða að koma í lag og þeir hafa fengið stuttan frest til þess.“

Hvers vegna var ekki farið í eftirlit fyrr og krafist úrbóta fyrr? Er það eðlilegt að leyfa verksmiðjunni að hefja rekstur þegar ekki er búið að taka út þá þætti sem snúa að Vinnueftirliti ríkisins. Hefði ekki verið eðlilegra að gera þetta áður en hún hóf rekstur?

„Það er ekki hægt í þessu tilfelli vegna þess að þetta ástand sem þarna er hefði aldrei komið í ljós við skoðun áður en verksmiðjan var gangsett.“

Fátæklegt sjúkraherbergi

Eyjólfur segir stofnunina hafa gefið United Silicon stuttan frest til þess að gera úrbætur á þeim sautján athugasemdum sem skráðar voru. Hann býst fastlega við því að þær verði fleiri eftir því sem vinnueftirlitið tekur út fleiri þætti starfseminnar. Þá sérstaklega því sem snýr að öryggi, aðbúnaði og vinnusvæði starfsmanna kísilmálmverksmiðjunnar. Verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið en í ljósi frétta af ömurlegum aðstæðum starfsmanna United Silicon var ákveðið að eftirlit og úttekt á starfsemi fyrirtækisins í Helguvík yrði sett í forgang.

Eitt af því sem starfsmenn verksmiðjunnar hafa gagnrýnt er til dæmis sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita mönnum fyrstu hjálp, hvort sem starfsmenn hafi brunnið eða skorið sig. Herbergið er grútskítugt og engin áhöld eru til staðar til þess að hlúa að þeim sem lenda í slysi. Myndi Vinnueftirlitið setja út á herbergið í þessari mynd?

„Já, mér sýnist það á myndinni. Hitt er síðan annað mál að ef það verða þarna alvarleg slys á að hringja í sjúkrabíl í grænum hvelli. Þetta sjúkraherbergi á að vera og er í áætlunum um verksmiðjuna sem hafa komið hingað til umfjöllunar og mér sýnist þetta sjúkraherbergi fátæklega búið satt best að segja.“

En hvað getur Vinnueftirlit ríkisins gert til þess að knýja fram úrbætur ef ykkar kröfum er ekki sinnt?

„Vinnueftirlitið hefur tvær aðferðir til þess að knýja fram úrbætur ef ekki er farið eftir fyrirmælum. Annars vegar að leggja dagsektir á fyrirtækið og hins vegar, ef við teljum hættu stafa fyrir líf og heilsu starfsmanna sem getur bæði verið bráða- og langtímahætta, þá getum við stöðvað starfsemina,“ segir Eyjólfur.

Grútskítugt sjúkraherbergi
Grútskítugt sjúkraherbergi Engin áhöld eru að finna í sjúkraherberginu til þess að hlúa að slösuðum. „Ekki í lagi,“ segir vinnueftirlitið.

Frekari umfjöllun um United Silicon má finna í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 5. janúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár