Krass

Krass

Hæ, ég heiti Kristín. Það á hug minn og hjarta að börnum líði vel og að við förum þannig með jörðina að þau eigi framtíð. Að við upprætum fátækt, komum á raunverulegu jafnrétti kynjanna, stöndum við siðrænar og lagalegar skuldbindingar okkar gagnvart fötluðu fólki, sjúkum og öldruðum, upprætum rasisma, styðjum menntun og listir, vísindi og verkvit. Flest annað finnst mér hjóm.
Helga og tröllin

Krass

Helga og tröllin

·

Í gamalli þjóðsögu rænir tröllkona Hlyni kóngssyni og hann sleppur vegna þess hve bóndadóttirin Helga, vinkona hans, er ráðagóð. Helga býr af herkænsku sinni til áætlun sem gerir þeim Hlyni kleift að skilja máttugt galdraletur í helli skessunnar. Hlynur les síðan upp galdraþuluna í brúðkaupsveislu sinni og skessunnar. Öll tröllaættin fellur dauð til jarðar þegar lestrinum lýkur. Helga er...

Spurning um að þora

Krass

Spurning um að þora

·

Það er ágæt hugmynd að börn læri að kóða. Lína Langsokkur hefði brillerað í því. Ég er kannski ekki jafnæst í kóðunarnám og helstu talsmenn þess en það hefur sína kosti og ekki bara í atvinnuleit síðar á ævinni. Þjálfun í kóðun getur til dæmis eflt færni í lausn vandamála. Grunnfærni í lausnaleit og kóðun eru hluti þeirra námsleiða sem...

Plís, taktu bjálkann úr flísinni á mér. Eða eitthvað.

Krass

Plís, taktu bjálkann úr flísinni á mér. Eða eitthvað.

·

Því miður er líklega óhætt að segja að rasismi sé í uppsveiflu hérlendis. Ég man eftir þrjátíu ára gamalli umræðu um að við þyrftum að fara að búa okkur undir rasisma ef við ætluðum ekki að lenda í sömu gryfjunni og nágrannaþjóðir þar sem allt logaði í illdeilum – já, strax þá. Sumir reyndu að gera eitthvað í þessu, koma...

„Mamma, geturðu auglýst á Bland eftir afa og ömmu?“

Krass

„Mamma, geturðu auglýst á Bland eftir afa og ömmu?“

·

Sem samfélag erum við vita vonlaus í mörgum veigamiklum málum. Til dæmis í að hjálpa vansælum börnum og unglingum. Vansæld sjáum við oft hjá börnum sem lenda utangarðs í félagahópnum. Líka hjá fátækum börnum og þeim sem fá lítinn stuðning heiman frá af þessum orsökum og öðrum, svo sem vegna þreytu foreldra og vanmáttar á þungu heimili. Margt fleira getur...

Um einelti

Krass

Um einelti

·

Afdráttarlaus samfélagsleg höfnun á því að einelti sé óleysanlegt er það eina sem getur fleytt okkur fram á veginn í baráttunni. Þessu þarf að fylgja að gengið sé til verka, af okkur öllum, á hispurslausan og alls ekki á dæmandi hátt, verkefnið er að uppræta eineltið en ekki að hengja gerendur án dóms og laga. Þegar barn er þolandi, og...

Ungfrú Svínka fer í sveitina

Krass

Ungfrú Svínka fer í sveitina

·

Ég hlustaði aldrei á neinn sem sagði mér að hætta að reykja. Þeir sem ekki reyktu voru hvort eð er leiðinlegir, ég tala nú ekki um ef þeir skildu eftir bækling frá krabbó á skrifborðinu mínu. Það var ekki fyrr en yngsta barnið fór að grenja í mér sem ég lagði (hægt og seint) við hlustir. Eftir þrjú ár í...

Borgin og utanríkispólitíkin

Krass

Borgin og utanríkispólitíkin

·

Hér eru smá fréttir - borgir víða um heim eru fyrir löngu farnar að skipta sér af utanríkispólitík og sú þróun færist í aukana. Mike Bloomberg, fyrrum borgarstjóra New York, rataðist satt orð á munn þegar hann skrifaði þetta fyrir tveimur árum síðan um mátt og megin borga (lauslega snarað): "Þótt sagan sé yfirleitt ekki kennd á þann veg...

Er spagettískrímslið sökudólgurinn?

Krass

Er spagettískrímslið sökudólgurinn?

·

Sárgrætilegt. Við gætum haft það fínt. Öll. Við gætum líka verið með sterkasta lýðræði í heimi og mestu virka þátttöku almennings í stjórnmálum. Við gætum verið hreinasta land í heimi, landið sem gengur á undan með góðu fordæmi. Við gætum verið í fararbroddi í sjálfbærni, mannréttindum, menntun, heilbrigði, velferð – nánast hverju sem er. Í staðinn hafa þessir hlutir gerst:...

Hvar er eiginkona þín?

Krass

Hvar er eiginkona þín?

·

Eftir að hafa ferðast hingað og þangað í nokkra áratugi og haft óendanlegan áhuga á framandi menningu og öðruvísi fólki þá er ég eiginlega við það að fá skammtinn minn af karlrembu og kynbundnu ofbeldi í heiminum. Sem betur fer er ég komin á kynlausan aldur í augum karla í hinum ýmsu löndum og þar með ósýnileg en ég ferðast...

Plan A

Krass

Plan A

·

Kæra ríka fólk Hverjir eiga að vinna í fyrirtækjunum ykkar ef allir eru fluttir úr landi? Staðan er mjög einföld. Við eigum ekki í okkur og á. Kæra ríkisstjórn Hver á að kjósa ykkur ef allir hata ykkur? Fólk á bótum átti ekki fyrir matnum áður en þið hækkuðuð hann, og það á enn síður fyrir honum núna. Við étum...

Dagur byltingar er runninn upp. Komdu.

Krass

Dagur byltingar er runninn upp. Komdu.

·

Við erum mörg í samfélaginu sem förum í gegnum daginn, árið, lífið með því að hugsa í sífellu: Nú set ég annan fótinn fram fyrir hinn. En loksins er dagur vonar runninn upp. Bylting. Við búum í samfélagi þar sem hið innantóma ræður ríkjum. Þar sem ekkert skiptir máli sem skiptir máli. Við erum innantómt samfélag. Það vantar í okkur...

Sorgmæddur 17. júní?

Krass

Sorgmæddur 17. júní?

·

Þjóðhátíðardagur Noregs var í gær og að honum loknum byrja ég alltaf að telja niður. Sá norski var haldinn hátíðlegur þegar ég var lítil af því að amma var norsk. Sá íslenski, mánuði síðar, var haldinn enn hátíðlegri. Á milli þeirra var talið niður. Í fyrra sendi ég forsætisráðherra þetta bréf um þjóðhátíðardaginn: „Sæll Sigmundur, ég er dagfarsprúð manneskja en...

Og þess vegna eru alltaf stríð

Krass

Og þess vegna eru alltaf stríð

·

Margir sjá sér hag í að hefja stríð enda alltaf talsverðir ætlaðir eða raunverulegir hagsmunir að baki. Sama gildir oftast um önnur vopnuð átök þótt stundum kvikni þau á örskammri stundu og virðist fullkomlega óskipulögð. Skiljanlega er mikill munur á því hvort fólki finnst vopnuð átök eiga rétt á sér eða ekki. Mesti munurinn á stríði og róstum er svo...

Allskonar land

Krass

Allskonar land

·

Tvíhyggja hefur skilað okkur mörgu misgóðu í gegnum tíðina. Sumu góðu – það er gott að geta aðgreint illsku frá góðmennsku, hatur frá ást, samkennd frá siðblindu. Fjölbreytileg litbrigði eru ekki alltaf svarið. En oftast þó. Núna eru til dæmis margir sem skilja ekki hin ýmsu nýyrði samtímans um kyn, kynferði, kynvitund og –verund og hvað þetta heitir allt saman....