Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Helga og tröllin

Helga og tröllin

Í gamalli þjóðsögu rænir tröllkona Hlyni kóngssyni og hann sleppur vegna þess hve bóndadóttirin Helga, vinkona hans, er ráðagóð. Helga býr af herkænsku sinni til áætlun sem gerir þeim Hlyni kleift að skilja máttugt galdraletur í helli skessunnar. Hlynur les síðan upp galdraþuluna í brúðkaupsveislu sinni og skessunnar. Öll tröllaættin fellur dauð til jarðar þegar lestrinum lýkur.

Helga er fyrir mér táknmynd umbreytingar. Það þýðir ekki að reyna bara eitthvað til að eiga við þessi árans tröll. Við þurfum að skilja það sem liggur að baki. Við þurfum að þýða leyniskilaboðin og snúa þeim svo gegn valdhöfunum sem svíkja okkur. Við þurfum að vita hvernig við getum breytt hlutunum og öðlast frelsi frá tröllunum sem halda okkur í helgreipum.

Það þýðir ekki að reyna bara eitthvað til að eiga við þessi árans tröll

Hingað til höfum við mætt samviskusamlega að kjósa, aftur og aftur, en það virðist skila okkur litlu. Galdraletrið felur í sér upplýsingar um hvernig ráðamönnum tekst að villa um fyrir okkur. Með því að ljóstra upp um hvernig það er gert, þannig getum við sjálf tekið stjórnartaumana.

Píratar vinna svona. Eins og Helga þá þýðum við tröllatextann og notum orð tröllanna sjálfra til að losna við þau og undan ánauðinni sem þau hafa haldið okkur í.

Okkur finnst líka fínt að bóndadóttirin skuli bjarga prinsinum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu