Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Smartheit Ragnheiðar Elínar

„Ég verð að viðurkenna að mér hefði fundist smartara ef Björk hefði notað þetta tækifæri til að hvetja til samstarfs og samtals um þessi mikilvægu mál.“ sagði Ragnheiður Elín á Facebook.

Það var ekki mjög smart þegar Ragnheiður Elín gekk erinda Landsnets gegn náttúru Reykjanesskagans og landeigendum á Vatnsleysuströnd þegar hún heimilaði Landsneti eignarnám á löndum þeirra undir Suðurnesjalínu 2.

Það var ekki mjög smart hvernig öll önnur sjónarmið en Landsnets voru algjörlega  hunsuð í því máli. Þá var ekki talað um samtal eða samstarf við aðra en Landsnet enda voru rökin sem hún lagði fyrir eignarnáminu greinilega afrituð úr gögnum fyrirtækisins.

Það er heldur ekki smart hvernig Ragnheiður Elín og flokkssystkini hennar hafa æ ofan í æ reynt að eyðileggja rammaáætlun og rjúfa þá sátt sem henni er ætlað að skapa. Það var heldur ekki smart hvernig hún ætlaði að neyða Landsvirkjun til að selja orku til álversins í Helguvík. Náttúrupassinn var heldur ekki smart. Reyndar er pólitískur ferill hennar frekar ósmart.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu