Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Náttúruperlan Stóra-Sandvík

Náttúruperlan Stóra-Sandvík


Stóra-Sandvík á Reykjanesi er vinsæll áfangastaður.  Þangað fara margir til að njóta náttúrunnar og ferska sjávarloftsins, aðrir hafa líklega heyrt um hana getið en árið 2007 var Sandvíkin vettvangur umfangsmikillar kvikmyndagerðar þegar Clint Eastwood mætti þar með fjölmennt lið og mikinn búnað til að filma stórmyndina Flags of our Fathers.

Flestir sem koma í Stóru-Sandvík eru sammála um að þarna sé magnað umhverfi og kraftmikil náttúra.

Svo kann að fara að þessi náttúruperla verði eyðilögð með uppsetningu virkjunarmannvirkja en Stóra –Sandvík var flokkuð í orkunýtingarflokk Rammaáætlunar. Samkvæmt mælingum er talið að virkjanlegan háhita sé hugsanlega að finna á svæðinu. Ekki verður gengið úr skugga um það nema með tilraunaborunum og því raski á náttúrunni sem fylgir slíkum athöfnum. Ekki þarf að horfa lengra en aðeins sunnar út á Reykjanes til að sjá hversu mikil áhrifin yrðu á víkina fögru og umhverfi hennar ef af virkjun yrði.

Af 19 jarðhitasvæðum Reykjanesskagans hafa einungis þrjú verið flokkuð í verndarflokk Rammaáætlunar.

Hér að neðan er stutt videó sem ég gerði um náttúruperluna Stóru-Sandvík.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu