Hellisbúinn

Hellisbúinn

Ellert Grétarsson er áhugamaður um náttúruvernd, útivist í íslenskri náttúru, hellamennsku og jarðfræði, ljósmyndun, kvikmyndagerð, rafeindafræði og dróna. Og tekst oft að tengja þetta flest með einhverjum hætti.
Eldvörp: Jarðýturnar eru mættar

Hellisbúinn

Eldvörp: Jarðýturnar eru mættar

·

Eyðileggingin er hafin í Eldvörpum á Reykjanesi, í boði erlenda orkufyrirtækisins HS Orku og bæjaryfirvalda í Grindavík. Jarðýturnar eru mættar á svæðið, þrátt fyrir mikla andstöðu í samfélaginu gegn fyrirhugðum rannsóknarborunum alveg við hina einstöku gígaröð Eldvarpa, sem myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Einmitt þessir tveir aðilar – Grindavíkurbær og HS Orka – stofnuðu jarðvanginn Reykjanes Geopark. Yfirlýstur tilgangur...

Af fölsuðu umhverfismati

Hellisbúinn

Af fölsuðu umhverfismati

·

Hörmungasögu United Silicon í Helguvík er óþarfi að rekja. Hana þekkja orðið allir. Vonandi er saga þessi bráðum öll. Af henni má margt læra en hvort vilji er til þess hjá þeim sem fara með völd og bera ábyrgð á svo eftir að koma í ljós. Satt best að segja er ég ekki mjög trúaður á það, svona í ljósi...

Að búa við ofbeldi

Hellisbúinn

Að búa við ofbeldi

·

Síðastliðna sjö mánuði hef ég búið við ofbeldi. Gerendur ofbeldisins, umhverfishrottarnir í Helguvík, hafa nú fengið í lið með sér þann aðila sem átti að gæta mín, þ.e. Umhverfisstofnun. Þar sem ofbeldi þrífst er meðvirkni nefnilega oftast fylgifiskur. Ég hélt á tímabili að ég væri laus við ofbeldið og gæti andað léttar (í orðsins fyllstu merkingu) en þá greip meðvirknin...

United Silicon - fúsk og fals

Hellisbúinn

United Silicon - fúsk og fals

·

Fréttastofa RUV greinir frá því í kvöld að byggingu, sem er helmingur af hæð Hallgrímskirkju, var bætt inn á lóð United Silicon í Helguvík eftir að skýrsla um umhverfismat var kynnt. Skipulagsstofnun var ekki tilkynnt um þessa viðbót og hefur krafið bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skýringa. Á þetta var reyndar bent fyrir löngu síðan en það er ekki fyrr en...

Takmarkalaus ósvífni United Silicon

Hellisbúinn

Takmarkalaus ósvífni United Silicon

·

United Silicon vill að íbúar Reykjanesbæjar verði áfram tilraunadýr, reynir að hrifsa til sín forræði málsins og stillir Umhverfisstofnun upp við vegg. Ósvífni forráðamanna þessa fyrirtækis á sér engin takmörk. United Silicon, fyrirtæki sem er alls ekki treystandi, reynir nú að koma í veg fyrir verkfræðilega úttekt UST með því að ráða norska aðila til að rannsaka og mæla. Daginn...

Náttúruperlan Stóra-Sandvík

Hellisbúinn

Náttúruperlan Stóra-Sandvík

·

Stóra-Sandvík á Reykjanesi er vinsæll áfangastaður. Þangað fara margir til að njóta náttúrunnar og ferska sjávarloftsins, aðrir hafa líklega heyrt um hana getið en árið 2007 var Sandvíkin vettvangur umfangsmikillar kvikmyndagerðar þegar Clint Eastwood mætti þar með fjölmennt lið og mikinn búnað til að filma stórmyndina Flags of our Fathers.Flestir sem koma í Stóru-Sandvík eru sammála um að þarna sé...

Lygin um Helguvík

Hellisbúinn

Lygin um Helguvík

·

Ballið byrjar Glæný kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík hafði ekki verið starfrækt nema í örfáa daga þegar mengunarballið byrjaði. Yfir Reykjanesbæ lagði megna, súra brunalykt. Sumir bæjarbúar tala um sviða í augum og óþægindi í öndunarfærum. Fann þetta sjálfur í gærkvöldi þegar ég ætlaði að leggjast í heitan pottinn á pallinum. Samt bý ég í 2,9km fjarlægð í beinni loftlínu...

 Eldvörp - Í skugga flónskunnar

Hellisbúinn

Eldvörp - Í skugga flónskunnar

·

Enn á ný hafa Eldvörp á Reykjanesi verið flokkuð í orkunýtingaflokk í 3ja áfanga rammaáætlunar þrátt fyrir fyrirliggjandi álit Skipulagsstofnunar um „nokkuð umfangsmikið, óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu“, eins og það er orðað í umsögn stofnunarinnar við umhverfismati vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana HS Orku á svæðinu. Skipulagsstofnun tekur...

Eigum við næst að eyðileggja Þingvallavatn?

Hellisbúinn

Eigum við næst að eyðileggja Þingvallavatn?

·

Náttúruperlan Mývatn er stórskemmd. Athafnir mannsins við vatnið hafa stórskaðað lífríki þess. Þá fyrst ætlar fólk að hlaupa upp til handa og fóta til að bjarga því sem bjargað verður – þegar skaðinn er skeður og kúluskíturinn horfinn. Af hverju á að bregðast við fyrst núna? Var ekki vitað fyrir löngu í hvað stefndi? Jú, reyndar. En eins og fyrri...

Slæm byrjun á deginum

Hellisbúinn

Slæm byrjun á deginum

·

Áróðursrit Íslenska jarðvarmaklasans fylgdi Fréttablaðinu í morgun. Þar voru myndir af brosandi fólki að tala um sjálfbærni. Þar var hins vegar ekkert minnst á þrýstingsfallið í Hellisheiðarvirkjun sem skapast hefur vegna of ágengrar orkuvinnslu. Ekkert var heldur minnst á margumrædd vandamál vegna útblásturs fá virkjuninni - mengun sem alltof oft er langt yfir viðmiðunarmörkum. Ekki gat ég heldur séð að...

Reykjanesfólkvangur í ruslflokki

Hellisbúinn

Reykjanesfólkvangur í ruslflokki

·

Myndirnar hér að neðan eru teknar á fögru sumarkvöldi við Austurengjahver í Krýsuvík. Umhverfi hversins er afar litríkt og fallegt þar sem rauðbrennt grjót kallast á við bláan hveraleir. Myndin að ofan er einnig frá Austurengjahver, sem er nýjasta viðbótin í orkunýtingarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum að 3ja áfanga. Þar með hafa þrjú svæði af fjórum innan Reykjanesfólkvangs verið sett í...

Tortímingarplanið

Hellisbúinn

Tortímingarplanið

·

Náttúra Reykjanesskagans er einskis virði nema undir orkuvinnslu. Hún er einskis virði til útivistar og nátturuskoðunar. Reykjanesskaginn er einskis virði fyrir ferðaþjónustuna. Annað er ekki hægt að lesa úr drögum að 3ja áfanga rammaáætlunar. Af 19 jarðhitasvæðum skagans hafa eingöngu þrjú verið sett í verndarflokk (grænu punktarnir) og þrjú önnur í biðflokk (gulu punktarnir). Öll hin eru annað hvort þegar...

Hismið og kjarninn

Hellisbúinn

Hismið og kjarninn

·

Það þykir ekki fréttnæmt lengur þegar Píratar mælast með langmesta fylgið - meira fylgi heldur en báðir stjórnarflokkarnir samanlagt, mánuð eftir mánuð. Kannski er það bara orðið svo venjulegt. Aðalfréttin í nýjustu könnunum er sú að Samfó og VG eru með jafnt fylgi upp á 7,8%. Það þykir efni í fyrirsögn. Og það þykir líka frétt þegar stjórnarflokkarnir bæta við...

Íslensk hnjáliðamýkt

Hellisbúinn

Íslensk hnjáliðamýkt

·

Á fyrri hluta 15. aldar skrifaði Hannes Pálsson, hirðstjóri Noregs- og Danakonungs, langa skýrslu til konungs þar sem hann segir íslenska höfðingja mæta útlendum mönnum „af stakri hnjáliðamýkt“. Þeir séu „heimskulega auðginntir með bænum, drykk og mútum en samt sem áður trúi hin einfalda og fátæka alþýða þeim og láti blekkjast.“ Hannes skrifar að þannig stuðli höfðingarnir „hvorki að nytsemi...

Það sem betur hljómar

Hellisbúinn

Það sem betur hljómar

·

Verktaki nokkur í ónefndu bæjarfélagi á landsbyggðinni hafði ástríðu fyrir því að safna gömlum bílflökum. Hann hafði í mörg ár verið nokkuð duglegur við að sinna þessu áhugamáli sem sást á öllum þeim fjölda bílhræja sem safnast höfðu upp allt í kringum iðnaðarhúsnæði verktakans. Bæjaryfirvöldum og flestum bæjarbúum var ekki skemmt þar sem haugurinn þótti alls ekki nein prýði í...

U-beygja hjá Landsneti?

Hellisbúinn

U-beygja hjá Landsneti?

·

Andi liðinna jóla virðist hafa heimsótt forstjóra Landsnets núna um jólin. Allt í einu fór forstjórinn að tala um mikilvægi sáttar í samfélaginu varðandi hlutverk Landsnets og mikilvægi samfélagsábyrgðar, samkvæmt þessari frétt í Viðskiptablaðinu. Þetta er aldeilis viðsnúningur í viðhorfum – eiginlega alveg á pari við hugljómun aðal sögupersónunnar í jólasögunni kunnu. Í mars 2013 hélt Landsnet nefnilega opinn...