Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Lygin um Helguvík

 

Ballið byrjar

 Glæný kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík  hafði ekki verið starfrækt nema í örfáa daga þegar mengunarballið byrjaði. Yfir Reykjanesbæ lagði megna, súra brunalykt. Sumir bæjarbúar tala um sviða í augum og óþægindi í öndunarfærum. Fann þetta sjálfur í gærkvöldi þegar ég ætlaði að leggjast í heitan pottinn á pallinum. Samt bý ég í 2,9km fjarlægð í beinni loftlínu frá verksmiðjunni, sem er talsvert langt utan skilgreinds þynningarsvæðis. Og þetta er bara frá einum ofninum af þeim fjórum sem fyrirhugað er að koma í gagnið. Og bara ein verksmiðja af tveimur eða jafnvel þremur ef þær fara allar í gang.  Ballið er bara rétt að byrja.

Sjá frétt hér: http://www.vf.is/frettir/sur-brunalykt-fra-kisilveri-pirrar-baejarbua-i-reykjanesbae/71897

 
Þessi mynd birtist á Facebook í vikunni og sýnir strókinn frá verksmiðjunni þrátt fyrir mengunarvarnir „samkvæmt bestu fáanlegu tækni".

Lygin um „bestu fáanlegu tæknina“.

 Og þetta gerist þrátt fyrir að verksmiðjan eigi að vera búin mengunarvarnarbúnaði „samkvæmt bestu fáanlegu tækni“ eins og það er gjarnan orðað í matsskýrslum. Við kynningu á stóriðjuverkefnum er gjarnan tönnlast á þessari klisju og með því gefið í skyn að mengunarvarnarbúnaðurinn sé fullkominn. Mengun verði hverfandi lítil eða nánast engin. Því fer víðsfjarri, eins og íbúar Reykjanesbæjar eru að kynnast núna. „Besta fáanlega tækni“ þýðir eingöngu að verið er að nota það besta sem er í boði en það þýðir engan veginn að tæknin sé nógu góð.

 

Lygin um sýnileikann

Sýnileikinn eða öllu heldur sjónmengunin af þessum verksmiðjum er svo önnur lygi.  Samkvæmt teikningum sem notaðar voru til að kynna verkefnið átti verksmiðja United Silicon í Helguvík að vera lítt áberandi með lágreistum byggingum ofan við gryfjuna næst höfninni. Í matsskýrslu var fullyrt að verksmiðjan myndi verða lítið áberandi og sjónræn áhrif óveruleg. Reyndin varð hins vegar allt önnur og mörgum brá í brún þegar verksmiðjan hafði risið.  
„Átti þetta að vera svona helvíti stórt?“ spurðu margir.  Verksmiðjuhúsin blasa við víðsvegar af Faxaflóasvæðinu. Og allir kokgleyptu lygina: Sveitastjórnarfólk, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, íbúar og fjölmiðlar.

 Lygin kemur glögglega í ljós ef skoðaðar eru afstöðumyndir í matsskýrslunni. Þeim ber engan veginn saman við þann veruleika sem nú blasir við íbúum Reykjanesbæjar, sjá bls 53 – 54 í matsskýrslu:
http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/601/Matsskyrsla08-08-08.pdf

 Og svona var þetta kynnt í fjölmiðlum:
http://www.visir.is/framkvaemdir-vid-kisilver-i-helguvik-hefjast-a-morgun/article/2014140529002

 
Efri myndin sýnir teikningu af verksmiðjunni eins og hún var kynnt upphaflega. Samkvæmt henni átti verksmiðjan að vera lítt áberandi með lágreistum byggingum ofan við gryfjuna. Reyndin varð hins vegar allt önnur eins og neðri myndin sýnir.

Og hvað svo?

Kísilmálmverksmiðja Thorsil er í farvatninu og mun rísa á næstu lóð við hliðina á verksmiðju United Silicon. Sú verksmiðja verður öllu stærri með 50 metra háum strompum. Hæsti punktur á verksmiðju United Silicon er þó ekki nema 27 metrar og finnst mörgum samt nóg um.

 Ímynd Reykjanesbæjar, við innganginn í landið, verður á pari við sóðalegan, rússneskan námubæ með ásýnd 19. aldar iðnvæðingar. Þá erum við bara að tala um ásýndina. Mengunin eru svo annar þáttur. Umhverfisstofnun auglýsir núna nýtt starfsleyfi fyrir Thorsil og hægt er að skila inn athugasemdum fyrir 2. janúar á vef stofnunarinnar. Bæjarbúar hafa því tækifæri til að láta í ljós sitt álit og mótmæla útgáfu starfsleyfisins í ljósi þess sem þeir eru að upplifa núna, sjá hér:
http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/11/03/Starfsleyfistillaga-fyrir-Thorsil-ehf/

Að lokum: Stephen Hawking sagði nýlega í viðtali við Larry King að stærstu ógnirnar við mannkynið væru mengun og mannleg heimska. Í samfélagsfræði framtíðarinnar verður Helguvík notuð sem skólabókardæmi um þetta tvennt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.